Gera ráð fyrir að bílaumferð víki fyrir gangandi vegfarendum við Hlemm Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 20:59 Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. Í dag er svæðið kringum Hlemm að mestu undirlagt bílaumferð. Einkabílar og strætisvagnar flæða niður Laugaveg og Hverfisgötu að hluta og auk þess í báðar áttir á Rauðarárstíg. Í tillögum arkitekta að nýju heildarútliti fyrir svæðið er aftur á móti gert ráð fyrir að götur víki í talsverðum mæli og meira rými fari undir gangandi og hjólandi vegfarendur. Tillaga DLD arkitektastofunnar er ein þriggja sem fram komu í hugmyndasamkeppni borgarinnar í vor. Stofurnar Mandaworks og Landslag áttu þar einnig tillögur, en samgöngustjóri borgarinnar segir nýtt deiliskipulag svæðisins taka mið af tillögunum. „Næsta sumar, ef deiliskipulag gengur í gegn í vetur og við getum farið að undirbúa einhverjar framkvæmdir, getum við farið að vinna eitthvað af þessu, en þetta tekur töluverðan tíma,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur. Hann segir ekki standa til að Strætó víki af svæðinu, en þó standi enn til að svæðið umhverfis BSÍ í Vatnsmýri verði að aðalmiðstöð almenningssamgangna á komandi árum. „Hlemmur verður áfram mikilvægur hlekkur í öllu almenningssamgöngukerfi borgarinnar, þó meginskiptikerfið eigi að færast niður á U-reit, þ.e. hjá BSÍ,“ segir Þorsteinn.Vilja skapa aðstæður fyrir lifandi mannlíf Borgaryfirvöld stóðu fyrir samgöngutalningu við Hlemm í sumar þar sem áætlað var að milli klukkan 8 að morgni og 9 á kvöldi færu um 20 þúsund gangandi vegfarendur um svæðið og um 7 þúsund einkabílar. „Við sjáum náttúrulega bara á talningunum í dag að hér er margfalt meira af gangandi vegfarendum sem eiga hér leið um heldur en bílum, svo við ætlum bara að ýta undir og styðja það. Veita sem bestar aðstæður fyrir lifandi mannlíf,“ segir Þorsteinn. En er ekki þrengt um of að einkabílnum í þeim tillögum sem gerðar hafa verið?„Meðal þess sem verið er að skoða hér er að koma fyrir hringtorgi á Snorrabraut við mót Borgartúns og Bríetartúns, þannig að þar opnar önnur tenging sem kæmi þá í staðinn fyrir tenginguna hér, þannig að það er alls ekki að neinu marki verið að þrengja að umferð einkabíla.“ Strætó Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Bílaumferð víkur fyrir gangandi vegfarendum í tillögum að nýju heildarútliti svæðisins við Hlemm. Samgöngustjóri Reykjavíkur vonar að framkvæmdir geti hafist næsta sumar, en nýtt deiliskipulag fer í vinnslu í haust. Í dag er svæðið kringum Hlemm að mestu undirlagt bílaumferð. Einkabílar og strætisvagnar flæða niður Laugaveg og Hverfisgötu að hluta og auk þess í báðar áttir á Rauðarárstíg. Í tillögum arkitekta að nýju heildarútliti fyrir svæðið er aftur á móti gert ráð fyrir að götur víki í talsverðum mæli og meira rými fari undir gangandi og hjólandi vegfarendur. Tillaga DLD arkitektastofunnar er ein þriggja sem fram komu í hugmyndasamkeppni borgarinnar í vor. Stofurnar Mandaworks og Landslag áttu þar einnig tillögur, en samgöngustjóri borgarinnar segir nýtt deiliskipulag svæðisins taka mið af tillögunum. „Næsta sumar, ef deiliskipulag gengur í gegn í vetur og við getum farið að undirbúa einhverjar framkvæmdir, getum við farið að vinna eitthvað af þessu, en þetta tekur töluverðan tíma,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur. Hann segir ekki standa til að Strætó víki af svæðinu, en þó standi enn til að svæðið umhverfis BSÍ í Vatnsmýri verði að aðalmiðstöð almenningssamgangna á komandi árum. „Hlemmur verður áfram mikilvægur hlekkur í öllu almenningssamgöngukerfi borgarinnar, þó meginskiptikerfið eigi að færast niður á U-reit, þ.e. hjá BSÍ,“ segir Þorsteinn.Vilja skapa aðstæður fyrir lifandi mannlíf Borgaryfirvöld stóðu fyrir samgöngutalningu við Hlemm í sumar þar sem áætlað var að milli klukkan 8 að morgni og 9 á kvöldi færu um 20 þúsund gangandi vegfarendur um svæðið og um 7 þúsund einkabílar. „Við sjáum náttúrulega bara á talningunum í dag að hér er margfalt meira af gangandi vegfarendum sem eiga hér leið um heldur en bílum, svo við ætlum bara að ýta undir og styðja það. Veita sem bestar aðstæður fyrir lifandi mannlíf,“ segir Þorsteinn. En er ekki þrengt um of að einkabílnum í þeim tillögum sem gerðar hafa verið?„Meðal þess sem verið er að skoða hér er að koma fyrir hringtorgi á Snorrabraut við mót Borgartúns og Bríetartúns, þannig að þar opnar önnur tenging sem kæmi þá í staðinn fyrir tenginguna hér, þannig að það er alls ekki að neinu marki verið að þrengja að umferð einkabíla.“
Strætó Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira