Þakklátur Bubbi segir rifna slagæð vera ástæðu fjarverunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2018 13:34 Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala og spilar því ekki í Hljómskálagarðinum í kvöld. Fréttablaðið/Anton Brink Rifin slagæð var ástæða þess að tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens gat ekki komið fram með Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Hann segist vera afar þakklátur starfsfólki Landspítalans.Bubbi sendi frá sér yfirlýsingu á laugardaginn þar sem sagðist hafa verið lagður inn á Landspítalann vegna kvilla í nefi og því gæti hann ekki ekki komið fram á tónleikunum. Í gær sagðist hann vera heppinn að vera á lífi en í færslu á Facebook-síðu Bubba í dag fer hann nánar yfir hvað hrjáði hann. „Á fimmtudagsmorgun var ég að reima skóna þegar blóð tók að leka úr nösunum og niður í kok og maga en þetta þróaðist í eitthvað meira en eðlilegt gæti talist,“ skrifar Bubbi. Var hann lagður inn á Landspítalann þar sem hann var sendur í aðgerð en í ljós kom að slagæð hafði rifnað. „Allt gekk vel þessa 4 daga sem ég dvaldi á landspítalanum og sýndi mér enn og aftur hversu ótrúlega gott starfsfólk við höfum, fullt af kærleika og umhyggju þrátt fyrir fjársvelti og oft á tíðum ómanneskjulegt álag,“ skrifar Bubbi. Þakkar hann starfsfólki Landspítalans fyrir umhyggjuna og segir hann að læknar og sérfræðingar spítalans séu í fremstu röð en aðgerðin fól í sér að Bubbi var þræddur í gegnum æð í náranum upp í kok og nef þar sem blæðingin var stöðvuð. „Ég þarf að hvíla mig næstu daga og síðan tekur hið venjubundna líf við. Ég er ótrúlega þakklátur öllum þeim sem hafa sent mér kveðjur og synir mér að nóg er til af ást og kærleika,“ skrifar Bubbi. Heilbrigðismál Landspítalinn Menningarnótt Tónlist Tengdar fréttir Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala vegna kvilla í nefi og mun því ekki koma fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði í kvöld. 18. ágúst 2018 16:48 Bubbi segist heppinn að vera enn á lífi Segist hafa drukkið blóð í fjóra daga. 19. ágúst 2018 23:23 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Rifin slagæð var ástæða þess að tónlistarmaðurinn ástsæli Bubbi Morthens gat ekki komið fram með Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði á Menningarnótt. Hann segist vera afar þakklátur starfsfólki Landspítalans.Bubbi sendi frá sér yfirlýsingu á laugardaginn þar sem sagðist hafa verið lagður inn á Landspítalann vegna kvilla í nefi og því gæti hann ekki ekki komið fram á tónleikunum. Í gær sagðist hann vera heppinn að vera á lífi en í færslu á Facebook-síðu Bubba í dag fer hann nánar yfir hvað hrjáði hann. „Á fimmtudagsmorgun var ég að reima skóna þegar blóð tók að leka úr nösunum og niður í kok og maga en þetta þróaðist í eitthvað meira en eðlilegt gæti talist,“ skrifar Bubbi. Var hann lagður inn á Landspítalann þar sem hann var sendur í aðgerð en í ljós kom að slagæð hafði rifnað. „Allt gekk vel þessa 4 daga sem ég dvaldi á landspítalanum og sýndi mér enn og aftur hversu ótrúlega gott starfsfólk við höfum, fullt af kærleika og umhyggju þrátt fyrir fjársvelti og oft á tíðum ómanneskjulegt álag,“ skrifar Bubbi. Þakkar hann starfsfólki Landspítalans fyrir umhyggjuna og segir hann að læknar og sérfræðingar spítalans séu í fremstu röð en aðgerðin fól í sér að Bubbi var þræddur í gegnum æð í náranum upp í kok og nef þar sem blæðingin var stöðvuð. „Ég þarf að hvíla mig næstu daga og síðan tekur hið venjubundna líf við. Ég er ótrúlega þakklátur öllum þeim sem hafa sent mér kveðjur og synir mér að nóg er til af ást og kærleika,“ skrifar Bubbi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Menningarnótt Tónlist Tengdar fréttir Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala vegna kvilla í nefi og mun því ekki koma fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði í kvöld. 18. ágúst 2018 16:48 Bubbi segist heppinn að vera enn á lífi Segist hafa drukkið blóð í fjóra daga. 19. ágúst 2018 23:23 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Bubbi lagður inn á spítala og spilar ekki í kvöld Bubbi Morthens hefur verið lagður inn á spítala vegna kvilla í nefi og mun því ekki koma fram með hljómsveitinni Dimmu á tónleikum Bylgjunnar í Hljómskálagarði í kvöld. 18. ágúst 2018 16:48