Háskólanám - til ánægju og árangurs! María Dóra Björnsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 13:30 Um þessar mundir hefja um það bil 3000 nýnemar nám við Háskóla Íslands sem verða hluti af og þátttakendur í fjölbreyttu háskólasamfélagi. Þetta eru spennandi og skemmtileg tímamót sem leggja grunn að framtíð flestra út á vinnumarkaðinn og jafnvel einnig í einkalífinu. Það eru margir einstaklingar sem koma að menntun og mótun nýnemans. Má þar nefna kennara auk starfsfólks fræðasviða, deilda og stoðþjónustu. Allir hafa það sameiginlega markmið að styðja nýnemann í að ná árangri í náminu sem hann hefur valið sér og stuðla að vellíðan hans í háskólasamfélaginu. Það getur tekið tíma að aðlagast nýju námsumhverfi og aðstæðum, einhverjir eru að flytja að heiman í fyrsta skipti eða flytja á milli landshluta. Það er margt sem nýir nemendur geta gert til að þessi tímamót fari sem best af stað, námslega, félagslega og ekki síst persónulega. Það skiptir máli að gefa sér tíma til að venjast nýju umhverfi og aðlagast því en það er ekki síður mikilvægt að vera þátttakandi í háskólasamfélaginu og grípa tækifærin sem þar gefast til að ná árangri og settum markmiðum. Allir þessir þættir geta haft ómæld áhrif á ánægju nemenda og árangur í háskólanáminu. Við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands starfa sérfræðingar sem þekkja hvaða þjónusta og úrræði henta nemendum. Þeir leggja sitt af mörkum til að styðja og styrkja nemendur frá upphafi náms til námsloka. Þjónustan er þríþætt, ráðgjöf sem lýtur að háskólanámi, s.s. varðandi námsval og vinnubrögð í háskólanámi, starfsráðgjöf sem felst í því að aðstoða nemendur við að byggja brú yfir í atvinnulífið, undirbúa þátttöku á vinnumarkaði og skapa sér starfstækifæri og svo þjónusta er snýr að sértækum námsrúrræðum og sálfræðiráðgjöf. Háskóli Íslands hefur nýlega lagt sérstaka áherslu á að styrkja enn frekar sálfræðiþjónustu fyrir nemendur og er skólinn stoltur af því framtaki. Vert er að geta þess að fram undan eru Nýnemadagar Háskóla Íslands frá 3. til 7. september og hvetjum við alla nýnema til að taka þátt í þeim. Dagarnir einkennast af fjölbreyttri dagskrá, s.s. kynningum á margvíslegri þjónustu fyrir nemendur, hagsmunamálum þeirra og auðugu félagslífi, með það að markmiði að auðvelda nemendum að taka fyrstu skrefin innan háskólasamfélagsins. Á Nýnemadögum býðst gott tækifæri til að kynnast nýju námsumhverfi og nýju fólki. Að lokum óskum við öllum nemendum velfarnaðar í námi og leik og bjóðum þá velkomna í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands.Höfundur er deildarstjóri Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Dóra Björnsdóttir Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir hefja um það bil 3000 nýnemar nám við Háskóla Íslands sem verða hluti af og þátttakendur í fjölbreyttu háskólasamfélagi. Þetta eru spennandi og skemmtileg tímamót sem leggja grunn að framtíð flestra út á vinnumarkaðinn og jafnvel einnig í einkalífinu. Það eru margir einstaklingar sem koma að menntun og mótun nýnemans. Má þar nefna kennara auk starfsfólks fræðasviða, deilda og stoðþjónustu. Allir hafa það sameiginlega markmið að styðja nýnemann í að ná árangri í náminu sem hann hefur valið sér og stuðla að vellíðan hans í háskólasamfélaginu. Það getur tekið tíma að aðlagast nýju námsumhverfi og aðstæðum, einhverjir eru að flytja að heiman í fyrsta skipti eða flytja á milli landshluta. Það er margt sem nýir nemendur geta gert til að þessi tímamót fari sem best af stað, námslega, félagslega og ekki síst persónulega. Það skiptir máli að gefa sér tíma til að venjast nýju umhverfi og aðlagast því en það er ekki síður mikilvægt að vera þátttakandi í háskólasamfélaginu og grípa tækifærin sem þar gefast til að ná árangri og settum markmiðum. Allir þessir þættir geta haft ómæld áhrif á ánægju nemenda og árangur í háskólanáminu. Við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands starfa sérfræðingar sem þekkja hvaða þjónusta og úrræði henta nemendum. Þeir leggja sitt af mörkum til að styðja og styrkja nemendur frá upphafi náms til námsloka. Þjónustan er þríþætt, ráðgjöf sem lýtur að háskólanámi, s.s. varðandi námsval og vinnubrögð í háskólanámi, starfsráðgjöf sem felst í því að aðstoða nemendur við að byggja brú yfir í atvinnulífið, undirbúa þátttöku á vinnumarkaði og skapa sér starfstækifæri og svo þjónusta er snýr að sértækum námsrúrræðum og sálfræðiráðgjöf. Háskóli Íslands hefur nýlega lagt sérstaka áherslu á að styrkja enn frekar sálfræðiþjónustu fyrir nemendur og er skólinn stoltur af því framtaki. Vert er að geta þess að fram undan eru Nýnemadagar Háskóla Íslands frá 3. til 7. september og hvetjum við alla nýnema til að taka þátt í þeim. Dagarnir einkennast af fjölbreyttri dagskrá, s.s. kynningum á margvíslegri þjónustu fyrir nemendur, hagsmunamálum þeirra og auðugu félagslífi, með það að markmiði að auðvelda nemendum að taka fyrstu skrefin innan háskólasamfélagsins. Á Nýnemadögum býðst gott tækifæri til að kynnast nýju námsumhverfi og nýju fólki. Að lokum óskum við öllum nemendum velfarnaðar í námi og leik og bjóðum þá velkomna í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands.Höfundur er deildarstjóri Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun