Kulnun og maraþon Guðmundur Steingrímsson skrifar 20. ágúst 2018 06:30 Ég þekki fólk sem hefur upplifað kulnun í vinnu. Ég skal viðurkenna að mér fannst skrítið að heyra af þessu ástandi fyrst. Það passaði ekki alveg í hausnum á mér. Um er að ræða afskaplega duglegt fólk með sitt á hreinu og ofurklárt í sínu fagi. Svo frétti ég semsagt þetta: Það var komið í leyfi. Það gat ekki unnið meira. Vinnan var orðin óbærileg. Vinnuumhverfið niðurdrepandi. Allur sýnilegur tilgangur með vinnuálaginu var fokinn út í veður og vind. Ég held að flestir þekki fólk sem hefur kulnað í vinnu, ef það hefur ekki einfaldlega kulnað í vinnu sjálft. Nýjustu upplýsingar gefa til kynna að þetta ásigkomulag sé að verða sífellt algengara. Æ fleiri sækja sér aðstoð vegna kulnunar. Maður þarf í raun ekki að kafa lengi í sitt eigið sálarlíf til þess að uppgötva hvernig kulnun gæti átt sér stað. Oft hefur maður í gegnum tíðina fundið þessar tilfinningar í vinnu: Tilgangsleysi. Doða. Yfirþyrmandi leiða. Óbærilegt álag. Ef sú líðan yrði viðvarandi, en ekki bara tímabundin, myndi kulnun blasa við.Að þekkja mörkin Undanfarið hefur verið keyrð í fjölmiðlum ákaflega þörf auglýsingaherferð út af kulnun. Þar er því beint til fólks að það eigi að þekkja mörk sín. Jafnvel hetjur keyra sig út í starfi, er sagt. Það er hverju orði sannara. Hetja eða ekki hetja. Það gildir einu. Málið snýst ekki um, held ég, hvort viðkomandi manneskjur séu klárar, hæfar eða duglegar í vinnu. Málið snýst frekar um það, að einmitt klárar, hæfar, duglegar, samviskusamar manneskjur hætta að sjá tilgang með streði sínu. Lífið missir litina. Þannig að, já, þetta er líklega rétt, en hitt finnst mér aftur umdeilanlegra: Þekktu þín mörk, segir í auglýsingunni. Er það fyllilega sanngjörn beiðni?Annar fókus Ég er ekki frá því að viðureignin við kulnun sé mun fremur spurning um að samfélagið, vinnumarkaðurinn, læri að þekkja mörk vinnandi fólks. Hver er krafa fólks í dag og hvað vill það fá út úr lífinu? Hvernig hefur sú krafa breyst? Starfskraftur á vinnustað sem þekkir sín mörk og er síendurtekið að segja fólki frá þeim mörkum er ekki líklegur – og þetta er kalt mat – til þess að skapa sér miklar vinsældir samstarfsfólks eða vinnuveitanda. Þannig er menningin. Það eru afskaplega fáir í þeirri stöðu í vinnu sinni að geta sagt öðrum að nú sé komið gott í dag, og að nú sé mál til komið að fara heim og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. Fara í sund. Skreppa í Húsdýragarðinn. Þrýstingur flestra vinnustaða er algjörlega í hina áttina. Mættu, vertu, ekki væla. Við erum öll að streða hérna, manneskja. Fókusinn í auglýsingunni er því ekki alveg réttur, finnst mér. Ég er langt í frá sérfræðingur í málinu en ætla þó að kasta pælingum í púkkið: Mér sýnist hafa myndast gjá milli væntinga fólks til lífsins annars vegar og gildanna sem enn ríkja á vinnumarkaði hins vegar. Fjölskyldufólk er ekki reiðubúið lengur að fórna uppvaxtarárum barna sinna í það að ná einhverjum rosalegum árangri í vinnunni, jafnvel fyrir ókunnuga gaura úti í bæ sem græða á puðinu. Jafnvel hin göfugustu störf, þjónustuverk í almannaþágu eða leit að lækningu við krabbameini, geta kafnað í botnlausum leiðindum vegna starfsmannamála, tilætlunarsemi annarra eða ósanngjarnrar yfirstjórnar. Allt í einu fara sólarhringarnir að einkennast af vanlíðan. Það sem hefur breyst er þá semsagt þetta: Fólk er ekki lengur reiðubúið að eyða drjúgum hluta ævi sinnar í vanlíðan í vinnunni. Til hvers? Vinnan er ekki lengur númer eitt.Hvað er til ráða? En samt þarf að vinna. Það þarf að lækna, kenna, búa til hluti, þjónusta fólk, uppgötva, skemmta og skeina. Það er mikilvægt að störfum sé sinnt af metnaði. Hvernig fólk vinnur vinnuna sína getur haft úrslitaáhrif á gæði lífsins fyrir afskaplega marga. Hin gamla, rótgróna krafa um að fólk fórni sér, fjölskyldu sinni, sálarheill og heilbrigði fyrir vinnuna er hins vegar úrelt. Hvað er þá til ráða? Ég held að það þurfi auglýsingaherferð í kjölfarið á hinni þar sem skorað er á vinnuveitendur að kynna sér mörk starfsfólksins. Svo þarf að gjörbreyta atvinnulífinu. Kannski þarf atvinnulífið að verða meira eins og Reykjavíkurmaraþon. Þar tekst fólk á við alls konar mismunandi áskoranir, vegalengdir, á eigin forsendum, miðað við eigin getu og áhuga. Fólk leggur sig allt fram og það sem meira er, það er hvatt áfram af alls konar fólki á hliðarlínunni, en ekki drepið niður. Niðurstaðan er ótrúleg: Samanlagt hljóp fólk á laugardaginn, í alls konar formi, 176.994 kílómetra. Það er ríflega fjórum sinnum umhverfis jörðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég þekki fólk sem hefur upplifað kulnun í vinnu. Ég skal viðurkenna að mér fannst skrítið að heyra af þessu ástandi fyrst. Það passaði ekki alveg í hausnum á mér. Um er að ræða afskaplega duglegt fólk með sitt á hreinu og ofurklárt í sínu fagi. Svo frétti ég semsagt þetta: Það var komið í leyfi. Það gat ekki unnið meira. Vinnan var orðin óbærileg. Vinnuumhverfið niðurdrepandi. Allur sýnilegur tilgangur með vinnuálaginu var fokinn út í veður og vind. Ég held að flestir þekki fólk sem hefur kulnað í vinnu, ef það hefur ekki einfaldlega kulnað í vinnu sjálft. Nýjustu upplýsingar gefa til kynna að þetta ásigkomulag sé að verða sífellt algengara. Æ fleiri sækja sér aðstoð vegna kulnunar. Maður þarf í raun ekki að kafa lengi í sitt eigið sálarlíf til þess að uppgötva hvernig kulnun gæti átt sér stað. Oft hefur maður í gegnum tíðina fundið þessar tilfinningar í vinnu: Tilgangsleysi. Doða. Yfirþyrmandi leiða. Óbærilegt álag. Ef sú líðan yrði viðvarandi, en ekki bara tímabundin, myndi kulnun blasa við.Að þekkja mörkin Undanfarið hefur verið keyrð í fjölmiðlum ákaflega þörf auglýsingaherferð út af kulnun. Þar er því beint til fólks að það eigi að þekkja mörk sín. Jafnvel hetjur keyra sig út í starfi, er sagt. Það er hverju orði sannara. Hetja eða ekki hetja. Það gildir einu. Málið snýst ekki um, held ég, hvort viðkomandi manneskjur séu klárar, hæfar eða duglegar í vinnu. Málið snýst frekar um það, að einmitt klárar, hæfar, duglegar, samviskusamar manneskjur hætta að sjá tilgang með streði sínu. Lífið missir litina. Þannig að, já, þetta er líklega rétt, en hitt finnst mér aftur umdeilanlegra: Þekktu þín mörk, segir í auglýsingunni. Er það fyllilega sanngjörn beiðni?Annar fókus Ég er ekki frá því að viðureignin við kulnun sé mun fremur spurning um að samfélagið, vinnumarkaðurinn, læri að þekkja mörk vinnandi fólks. Hver er krafa fólks í dag og hvað vill það fá út úr lífinu? Hvernig hefur sú krafa breyst? Starfskraftur á vinnustað sem þekkir sín mörk og er síendurtekið að segja fólki frá þeim mörkum er ekki líklegur – og þetta er kalt mat – til þess að skapa sér miklar vinsældir samstarfsfólks eða vinnuveitanda. Þannig er menningin. Það eru afskaplega fáir í þeirri stöðu í vinnu sinni að geta sagt öðrum að nú sé komið gott í dag, og að nú sé mál til komið að fara heim og gera eitthvað skemmtilegt með börnunum. Fara í sund. Skreppa í Húsdýragarðinn. Þrýstingur flestra vinnustaða er algjörlega í hina áttina. Mættu, vertu, ekki væla. Við erum öll að streða hérna, manneskja. Fókusinn í auglýsingunni er því ekki alveg réttur, finnst mér. Ég er langt í frá sérfræðingur í málinu en ætla þó að kasta pælingum í púkkið: Mér sýnist hafa myndast gjá milli væntinga fólks til lífsins annars vegar og gildanna sem enn ríkja á vinnumarkaði hins vegar. Fjölskyldufólk er ekki reiðubúið lengur að fórna uppvaxtarárum barna sinna í það að ná einhverjum rosalegum árangri í vinnunni, jafnvel fyrir ókunnuga gaura úti í bæ sem græða á puðinu. Jafnvel hin göfugustu störf, þjónustuverk í almannaþágu eða leit að lækningu við krabbameini, geta kafnað í botnlausum leiðindum vegna starfsmannamála, tilætlunarsemi annarra eða ósanngjarnrar yfirstjórnar. Allt í einu fara sólarhringarnir að einkennast af vanlíðan. Það sem hefur breyst er þá semsagt þetta: Fólk er ekki lengur reiðubúið að eyða drjúgum hluta ævi sinnar í vanlíðan í vinnunni. Til hvers? Vinnan er ekki lengur númer eitt.Hvað er til ráða? En samt þarf að vinna. Það þarf að lækna, kenna, búa til hluti, þjónusta fólk, uppgötva, skemmta og skeina. Það er mikilvægt að störfum sé sinnt af metnaði. Hvernig fólk vinnur vinnuna sína getur haft úrslitaáhrif á gæði lífsins fyrir afskaplega marga. Hin gamla, rótgróna krafa um að fólk fórni sér, fjölskyldu sinni, sálarheill og heilbrigði fyrir vinnuna er hins vegar úrelt. Hvað er þá til ráða? Ég held að það þurfi auglýsingaherferð í kjölfarið á hinni þar sem skorað er á vinnuveitendur að kynna sér mörk starfsfólksins. Svo þarf að gjörbreyta atvinnulífinu. Kannski þarf atvinnulífið að verða meira eins og Reykjavíkurmaraþon. Þar tekst fólk á við alls konar mismunandi áskoranir, vegalengdir, á eigin forsendum, miðað við eigin getu og áhuga. Fólk leggur sig allt fram og það sem meira er, það er hvatt áfram af alls konar fólki á hliðarlínunni, en ekki drepið niður. Niðurstaðan er ótrúleg: Samanlagt hljóp fólk á laugardaginn, í alls konar formi, 176.994 kílómetra. Það er ríflega fjórum sinnum umhverfis jörðina.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar