Sjáðu mögulegan martraðariðil Liverpool í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 10:00 Dagurinn gæti endað illa fyrir Jürgen Klopp. Vísir/Getty Liverpool fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra en það hjálpar liðinu ekki mikið þegar kemur að styrkleikaröðun fyrir Meistaradeildardráttinn seinna í dag. Liverpool er í þriðja styrkleikaflokki og fær því tvö mjög sterk lið í sinn riðil. Það eru síðan aðeins tvö lið úr hverjum riðli sem komast í sextán liða úrslit keppninnar.Liverpool may be in for a tough draw... pic.twitter.com/eUlSw0QDpC — ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2018 Síðasta tímabil var aðeins annað Meistaradeildatímabil Liverpool á síðustu átta árum og það er aðalástæðan af hverju lærisveinar Jürgen Klopp fengu ekki meiri ást í styrkleikaröðuninni. Það munaði samt mjög litlu á Liverpool og ítalska liðinu Roma sem rétt slapp inn í annan styrkleikaflokk. Manchester City er í fyrsta styrkleikaflokki og hin tvö ensku liðin, Manchester United og Tottenham, eru síðan í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þetta þýðir að það er ekki erfitt að setja saman mögulegan martraðariðil Liverpool í Meistaradeildinni.Manchester City, Tottenham, Manchester United and Liverpool will find out their Champions League groups today. More: https://t.co/qMl10xMfN6pic.twitter.com/psgL91ecos — Sky Sports Football (@SkyFootball) August 30, 2018 Liverpool gæti nefnilega lent í riðli með spænska liðinu Real Madrid, þýska liðinu Borussia Dortmund og ítalska liðinu Internazionale Milan. Annar mögulegur martraðarriðill væri riðill með Barcelona, Napoli og Hoffenheim. Liverpool gæti reyndar líka lent í riðli með Lokomotiv Moskvu, Benfica og Young Boys og það er talsverður styrkleikamunur á þessum tveimur riðlum. Fyrirfram má búast við því að erfiðustu mögulegu mótherjarnir í öðrum styrkleikaflokki séu Borussia Dortmund, Napoli og Roma. Léttasti riðill Liverpool ætti að vera riðill með Lokomotiv Moskvu, Shaktar Donetsk og AEK Aþenu.Safe to say Liverpool fans wouldn’t be too happy with this! City & Shakhtar playing against each other for a change... The official draw is tomorrow! pic.twitter.com/wSbmbKOOXf — Footy Accumulators (@FootyAccums) August 29, 2018 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Liverpool fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra en það hjálpar liðinu ekki mikið þegar kemur að styrkleikaröðun fyrir Meistaradeildardráttinn seinna í dag. Liverpool er í þriðja styrkleikaflokki og fær því tvö mjög sterk lið í sinn riðil. Það eru síðan aðeins tvö lið úr hverjum riðli sem komast í sextán liða úrslit keppninnar.Liverpool may be in for a tough draw... pic.twitter.com/eUlSw0QDpC — ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2018 Síðasta tímabil var aðeins annað Meistaradeildatímabil Liverpool á síðustu átta árum og það er aðalástæðan af hverju lærisveinar Jürgen Klopp fengu ekki meiri ást í styrkleikaröðuninni. Það munaði samt mjög litlu á Liverpool og ítalska liðinu Roma sem rétt slapp inn í annan styrkleikaflokk. Manchester City er í fyrsta styrkleikaflokki og hin tvö ensku liðin, Manchester United og Tottenham, eru síðan í öðrum styrkleikaflokki. Lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Þetta þýðir að það er ekki erfitt að setja saman mögulegan martraðariðil Liverpool í Meistaradeildinni.Manchester City, Tottenham, Manchester United and Liverpool will find out their Champions League groups today. More: https://t.co/qMl10xMfN6pic.twitter.com/psgL91ecos — Sky Sports Football (@SkyFootball) August 30, 2018 Liverpool gæti nefnilega lent í riðli með spænska liðinu Real Madrid, þýska liðinu Borussia Dortmund og ítalska liðinu Internazionale Milan. Annar mögulegur martraðarriðill væri riðill með Barcelona, Napoli og Hoffenheim. Liverpool gæti reyndar líka lent í riðli með Lokomotiv Moskvu, Benfica og Young Boys og það er talsverður styrkleikamunur á þessum tveimur riðlum. Fyrirfram má búast við því að erfiðustu mögulegu mótherjarnir í öðrum styrkleikaflokki séu Borussia Dortmund, Napoli og Roma. Léttasti riðill Liverpool ætti að vera riðill með Lokomotiv Moskvu, Shaktar Donetsk og AEK Aþenu.Safe to say Liverpool fans wouldn’t be too happy with this! City & Shakhtar playing against each other for a change... The official draw is tomorrow! pic.twitter.com/wSbmbKOOXf — Footy Accumulators (@FootyAccums) August 29, 2018
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira