Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Sigrún Edda fjallkona á leið í ræðustól að flytja ljóð á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Berlín er í uppáhaldi hjá mér. Ég hef oft komið þangað áður, það er menningin og andrúmsloftið í borginni sem togar,“ segir Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona hress. Hún er á leið úr landi þegar hringt er í hana og ætlar að vakna sextug í þýsku höfuðborginni.Skyldi hún vera með fríðan flokk með sér? „Við erum bara tvö, ég og maðurinn minn, hoppuðum bara í helgarferð og ætlum að hafa það kósí.“ Eiginmaður Sigrúnar Eddu er Axel Hallkell Jóhannesson, hönnuður og tónlistarmaður, betur þekktur sem Langi Seli. Sigrún trúir mér fyrir því að fljótlega muni þau líka skella sér til Suður-Afríku. „Við áttum nefnilega silfurbrúðkaupsafmæli, svo þetta er dálítið stórt ár hjá okkur og langar að skoða heiminn í tilefni þess. Verðum rúmar tvær vikur í Suður-Afríku, það veitir ekkert af því þegar farið er svona langt og á svona framandi slóðir. Svo tekur bara vinnan við, eins og gengur.“ Sigrún kveðst fara í það að æfa hlutverk sitt í Ríkharði 3., jólaleikriti Borgarleikhússins, þegar hún komi heim úr langferðinni. „Það er nú ekkert slor,“ segir hún og bætir við: „Ég ætla að leika móður illmennisins, sem verður athyglisvert, ég á nefnilega svo yndisleg börn svo ég þarf að fara í heilmikla rannsókn. En Shakespeare leiðir mann alltaf á einhverjar slóðir sem hjálpa manni að skilja hlutina, þannig að þetta verður mjög spennandi. Svo tökum við aftur upp sýninguna Fólk – staðir – hlutir þannig að það verður nóg að gera, engu að kvíða með það.“ Sigrún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1981 og hefur verið á sviðinu síðan. Það kveðst hún afskaplega þakklát fyrir, enda sé það ekkert sjálfgefið.Þreytist hún aldrei? „Nei, ef maður elskar ekki það sem maður gerir þá endist maður ekki, allra síst í þessum bransa. Þetta er töff bransi. Enda hef ég þurft að vera með aðra hluti á kantinum. Ef maður ætlar að gera leiklist að ævistarfi á Íslandi verður maður að vera líka með járn í öðrum eldum, eins og að skrifa, tala inn á teiknimyndir og leikstýra. En ég lít alltaf á leikkonuna sem aðalstarf.“ Börn Sigrúnar Eddu eru tvö, Guðrún Birna og Kormákur, mannvænleg börn, að sögn móðurinnar, en hvorugt fetaði listaslóðina. „Dóttir mín er verkefnastjóri hjá menntamálastofnun og sonur minn er stjórnmálafræðingur og vinnur hjá Alþingi, þannig að ég framleiði embættismenn,“ segir hún hlæjandi. Ekki vil ég að væntanlegt afmælisbarn missi af flugvélinni svo ég óska Sigrúnu Eddu til hamingju með tímamótin og góðrar ferðar. „Já, þakka þér fyrir. Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni. Bless, bless.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira
„Berlín er í uppáhaldi hjá mér. Ég hef oft komið þangað áður, það er menningin og andrúmsloftið í borginni sem togar,“ segir Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona hress. Hún er á leið úr landi þegar hringt er í hana og ætlar að vakna sextug í þýsku höfuðborginni.Skyldi hún vera með fríðan flokk með sér? „Við erum bara tvö, ég og maðurinn minn, hoppuðum bara í helgarferð og ætlum að hafa það kósí.“ Eiginmaður Sigrúnar Eddu er Axel Hallkell Jóhannesson, hönnuður og tónlistarmaður, betur þekktur sem Langi Seli. Sigrún trúir mér fyrir því að fljótlega muni þau líka skella sér til Suður-Afríku. „Við áttum nefnilega silfurbrúðkaupsafmæli, svo þetta er dálítið stórt ár hjá okkur og langar að skoða heiminn í tilefni þess. Verðum rúmar tvær vikur í Suður-Afríku, það veitir ekkert af því þegar farið er svona langt og á svona framandi slóðir. Svo tekur bara vinnan við, eins og gengur.“ Sigrún kveðst fara í það að æfa hlutverk sitt í Ríkharði 3., jólaleikriti Borgarleikhússins, þegar hún komi heim úr langferðinni. „Það er nú ekkert slor,“ segir hún og bætir við: „Ég ætla að leika móður illmennisins, sem verður athyglisvert, ég á nefnilega svo yndisleg börn svo ég þarf að fara í heilmikla rannsókn. En Shakespeare leiðir mann alltaf á einhverjar slóðir sem hjálpa manni að skilja hlutina, þannig að þetta verður mjög spennandi. Svo tökum við aftur upp sýninguna Fólk – staðir – hlutir þannig að það verður nóg að gera, engu að kvíða með það.“ Sigrún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1981 og hefur verið á sviðinu síðan. Það kveðst hún afskaplega þakklát fyrir, enda sé það ekkert sjálfgefið.Þreytist hún aldrei? „Nei, ef maður elskar ekki það sem maður gerir þá endist maður ekki, allra síst í þessum bransa. Þetta er töff bransi. Enda hef ég þurft að vera með aðra hluti á kantinum. Ef maður ætlar að gera leiklist að ævistarfi á Íslandi verður maður að vera líka með járn í öðrum eldum, eins og að skrifa, tala inn á teiknimyndir og leikstýra. En ég lít alltaf á leikkonuna sem aðalstarf.“ Börn Sigrúnar Eddu eru tvö, Guðrún Birna og Kormákur, mannvænleg börn, að sögn móðurinnar, en hvorugt fetaði listaslóðina. „Dóttir mín er verkefnastjóri hjá menntamálastofnun og sonur minn er stjórnmálafræðingur og vinnur hjá Alþingi, þannig að ég framleiði embættismenn,“ segir hún hlæjandi. Ekki vil ég að væntanlegt afmælisbarn missi af flugvélinni svo ég óska Sigrúnu Eddu til hamingju með tímamótin og góðrar ferðar. „Já, þakka þér fyrir. Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni. Bless, bless.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Sjá meira