Segir kokkana ekki hafa vitað að semja ætti við Arnarlax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2018 15:33 Ylfa hefur nóg að gera, bæði á eigin veitingastað, Kopar, og með kokkalandsliðinu þar sem hún er fyrirliði. Fréttablaðið/GVA Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, fagnar ákvörðun stjórnar Klúbbs matreiðslumanna að rifta styrktarsamningi við Arnarlax. Hún segir þá tvo fulltrúa kokkalandsliðsins sem mættu í hádegisverði í Hörpu á miðvikudag, settu á sig svuntur merktar Arnarlaxi og elduðu kræsingar úr réttunum ekki hafa vitað að um væri að ræða samning við fiskeldisfyrirtækið. Kokkalandsliðsfólk sagði sig úr Klúbbi matreiðslumanna og um leið úr landsliðinu í skyndi í gærkvöldi rúmum sólarhring eftir undirritun styrktarsamningsins. Sögðu þau hugsa um ímynd sína og vilja vera fyrirmynd. „Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti,“ sagði í yfirlýsingunni. Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, tjáði Vísi í morgun að málið væri alls ekki einfalt. Reynt yrði að finna á því farsæla lausn. Tveimur tímum síðar hafði samningnum verið rift vegna þess að peningar hefðu ekki borist á réttum tíma frá Arnarlaxi.Fréttablaðið/stefán Pæla ekki í samningum klúbbsins Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, lýsti ástandinu sem krísu í morgun og fundað væri stöðugt vegna málsins. Forsvarsmaður Arnarlax lýsti yfir vonbrigðum með stöðuna og sagði fyrirtækið hafa hlotið skaða af. Skyldi hann ekki í svo seinum viðbrögðum eftir langan aðdraganda að samningnum. Forsvarsmaðurinn, Þorsteinn Másson hjá Arnarlaxi í Bolungarvík, minntist sérstaklega á að fulltrúar liðsins hefðu verið mættir í Hörpu á miðvikudag og engar athugasemdir gerðar við samninginn þá frekar en vikurnar á undan. Í hádeginu barst svo tilkynning frá Klúbbi matreiðslumanna. Sögðust þeir hafa sagt upp samningnum vegna vannefnda. Lögmaður klúbbsisn tjáði Vísi að málið snerist um greiðslur sem áttu að berast 1. september en hefðu ekki borist. Ylfa Helgadóttir, fyrirliði landsliðsins, útskýrir samband landsliðsins við Klúbbs matreiðslumanna í samtali við Vísi. Líkja megi því við tengsl Knattspyrnusambands Íslands og landsliðanna. Landsliðsmenn pæli allajafna ekkert í þeim samningum sem KSÍ geri við utanaðkomandi aðila. Þá séu þau þakklát því fólki sem standi í brúnni hjá Klúbbi Matreiðslumeistara og fari fyrir fjáröflun. Fulltrúar Arnarlax og kokkalandsliðsmenn í hádegisverðinum í Hörpu á miðvikudaginn meðan allt lék í lyndi.Arnarlax Alltaf talað við fólk sem sé kokkum samboðið „Það hefur ekki tíðkast í gegnum tíðina að rætt sé við kokkalandsliðsmenn um undirritun samninga, hvaða fólk er verið að semja við. Við treystum þeim að þeir séu að tala við fólk sem sé okkur samboðið,“ segir Ylfa. Það hafi alltaf verið raunin. Á meðan einbeiti landsliðsfólkið sér að æfingum. Hún líti svo á að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Það voru tveir virkir landsliðsmenn, partur af liðinu, sem vissu ekki af því að það væri þetta fyrirtæki,“ segir Ylfa um fulltrúa landsliðsins í Hörpu. „Þeir hefðu ekki mætt á þennan viðburð hefðu þeir vitað hvaða fyrirtæki átti að skrifa undir við.“ Ylfa segist afar ánægð með viðbrögð Klúbbs matreiðslumeistara eftir útgöngu landsliðsfólksins í gær. Viðbrögðin hafi verið framar vonum og á undan áætlun. Klúbbur matreiðslumeistara bar því fyrir sig að vangoldin greiðsla væri ástæða riftunar. Hvort það sé hin raunverulega ástæða fyrir riftun segist Ylfa ekkert vita og vísar á K.M. Aðspurð hvort landsliðsfólkið snúi aftur um leið bendir hún á orðalag í yfirlýsingu þeirra í gær. Fólkið ætlaði að draga sig úr landsliðinu „að svo stöddu“. Segir kokka hafa lent misilla í storminum „Það gaf í skyn að ef aðstæður breyttust myndu okkar aðstæður breytast. Nú hefur takmarkinu okkar verið náð fyrr en við reiknuðum með,“ segir Ylfa. Landsliðsfólkið verði hvert fyrir sig að ákveða með framhaldið hjá sér. Sumir þurfi tíma til að melta eftir storminn. „Fólk lenti misilla í þessu, þetta var mismikið áfall fyrir fólk. Það var mjög mikil samstaða um þetta innan hópsins. Við verðum að sjá til hvort það verði jafnmikil samstaða að ganga aftur til landsliðsverkefna.“ Landsliðið hefur æft undanfarna tólf mánuði fyrir HM í Lúxemborg sem fram fer í nóvember. Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, í Hörpu á miðvikudaginn. Grímulaus hagsmunabarátta Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, segir í tilkynningu síðdegis að fyrirtækið sé hugsi yfir þeim óvæntu atburðum og umræðu sem hefur átt sér stað í kjölfar samkomulags Arnarlax og Klúbbs matreiðslumanna um að hið vestfirska fiskeldi Arnarlax verði bakhjarl Kokkalandsliðsins. „Samningurinn var undirritaður í góðri trú og við hátíðlega athöfn í Hörpu á miðvikudaginn að viðstöddu fjölmenni þar á meðal liðsmönnum Kokkalandsliðsins. Verkefnið er spennandi og hefur verið í undirbúningi í tvo mánuði.“ Þeim finnist ákaflega leitt að unga landsliðsfólkið hafi verið dregið inn í grímulausa hagsmunabaráttu með þvingunum veiðileyfahafa og hatursfullum áróðri þeirra gegn uppbyggingu sjókvíeldi hér á landi að farsælli fyrirmynd nágrannalanda okkar. „Hjá Arnarlaxi starfa um 200 manns, starfsmenn og verktakar. Fyrirtækið er rekið af ábyrgð og með virðingu fyrir umhverfi og samfélagslegum gildum og árið 2017 var skattspor Arnarlax á sunnanverðum Vestfjörðum tæpar 700 milljónir króna. Leyfi Arnarlax til laxeldis eru gefin út í samræmi við stjórnarsáttmálann og stefnu yfirvalda er lýtur umsjón opinberra stofnanna eins og Umhverfisstofnunar, Matvælastofnunar og er upbyggingin á höndum færustu vísindamanna okkar hjá Hafrannsóknarstofnun. Áhugavert væri að til samanburðar og til að gæta jafnræðis að skoða skattspor veiðileyfahafa af rekstri laxveiðiáa, veitinga- og gistiþjónustu og þjónustu leiðsögumanna í veiðinni.“ Arnarlax á Bíldudal er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins.Fréttablaðið/Pjetur Telja riftun ekki standast skoðun Nú sé kominn upp sú einkennilega staða að Kokkalandsliðið hafi látið undan þrýstingi áróðurshóps tiltekinna sérhagsmuna og taki afstöðu gegn íslenskum matvælum, eldislaxi. „Arnarlaxi hefur borist skeyti þar sem stjórn Klúbbs matreiðslumeistara riftir samningnum á forsendum sem við teljum að standist ekki skoðun og höfum óskað eftir viðræðum við þá eftir helgi um farsæla lausn málsins svo tryggja megi atvinnuöryggi landsliðsins. Við munum auk þess eiga fundi með öðrum bakhjörlum landsliðsins um siðferði þess að landslið taki afstöð byggða á grímulausum áróðri og efnahagsþvingunum gegn einstökum fyrirtækjum og vörum þess.“ Kristian óskar því unga og efnilega fólki sem kemur að Kokkalandsliðinu alls hins besta og góðu gengi á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg í lok nóvember. Sjávarútvegur Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Kokkarnir rifta samningnum við Arnarlax Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax. 7. september 2018 11:53 Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08 Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Ylfa Helgadóttir, fyrirliði kokkalandsliðsins, fagnar ákvörðun stjórnar Klúbbs matreiðslumanna að rifta styrktarsamningi við Arnarlax. Hún segir þá tvo fulltrúa kokkalandsliðsins sem mættu í hádegisverði í Hörpu á miðvikudag, settu á sig svuntur merktar Arnarlaxi og elduðu kræsingar úr réttunum ekki hafa vitað að um væri að ræða samning við fiskeldisfyrirtækið. Kokkalandsliðsfólk sagði sig úr Klúbbi matreiðslumanna og um leið úr landsliðinu í skyndi í gærkvöldi rúmum sólarhring eftir undirritun styrktarsamningsins. Sögðu þau hugsa um ímynd sína og vilja vera fyrirmynd. „Ég nota eingöngu afurðir sem framleiddar eru á sjálfbæran hátt og í sátt við náttúruna og get ekki tekið þátt í því að kynna, fyrir hönd Íslands, vörur sem framleiddar eru með þessum hætti,“ sagði í yfirlýsingunni. Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, tjáði Vísi í morgun að málið væri alls ekki einfalt. Reynt yrði að finna á því farsæla lausn. Tveimur tímum síðar hafði samningnum verið rift vegna þess að peningar hefðu ekki borist á réttum tíma frá Arnarlaxi.Fréttablaðið/stefán Pæla ekki í samningum klúbbsins Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, lýsti ástandinu sem krísu í morgun og fundað væri stöðugt vegna málsins. Forsvarsmaður Arnarlax lýsti yfir vonbrigðum með stöðuna og sagði fyrirtækið hafa hlotið skaða af. Skyldi hann ekki í svo seinum viðbrögðum eftir langan aðdraganda að samningnum. Forsvarsmaðurinn, Þorsteinn Másson hjá Arnarlaxi í Bolungarvík, minntist sérstaklega á að fulltrúar liðsins hefðu verið mættir í Hörpu á miðvikudag og engar athugasemdir gerðar við samninginn þá frekar en vikurnar á undan. Í hádeginu barst svo tilkynning frá Klúbbi matreiðslumanna. Sögðust þeir hafa sagt upp samningnum vegna vannefnda. Lögmaður klúbbsisn tjáði Vísi að málið snerist um greiðslur sem áttu að berast 1. september en hefðu ekki borist. Ylfa Helgadóttir, fyrirliði landsliðsins, útskýrir samband landsliðsins við Klúbbs matreiðslumanna í samtali við Vísi. Líkja megi því við tengsl Knattspyrnusambands Íslands og landsliðanna. Landsliðsmenn pæli allajafna ekkert í þeim samningum sem KSÍ geri við utanaðkomandi aðila. Þá séu þau þakklát því fólki sem standi í brúnni hjá Klúbbi Matreiðslumeistara og fari fyrir fjáröflun. Fulltrúar Arnarlax og kokkalandsliðsmenn í hádegisverðinum í Hörpu á miðvikudaginn meðan allt lék í lyndi.Arnarlax Alltaf talað við fólk sem sé kokkum samboðið „Það hefur ekki tíðkast í gegnum tíðina að rætt sé við kokkalandsliðsmenn um undirritun samninga, hvaða fólk er verið að semja við. Við treystum þeim að þeir séu að tala við fólk sem sé okkur samboðið,“ segir Ylfa. Það hafi alltaf verið raunin. Á meðan einbeiti landsliðsfólkið sér að æfingum. Hún líti svo á að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Það voru tveir virkir landsliðsmenn, partur af liðinu, sem vissu ekki af því að það væri þetta fyrirtæki,“ segir Ylfa um fulltrúa landsliðsins í Hörpu. „Þeir hefðu ekki mætt á þennan viðburð hefðu þeir vitað hvaða fyrirtæki átti að skrifa undir við.“ Ylfa segist afar ánægð með viðbrögð Klúbbs matreiðslumeistara eftir útgöngu landsliðsfólksins í gær. Viðbrögðin hafi verið framar vonum og á undan áætlun. Klúbbur matreiðslumeistara bar því fyrir sig að vangoldin greiðsla væri ástæða riftunar. Hvort það sé hin raunverulega ástæða fyrir riftun segist Ylfa ekkert vita og vísar á K.M. Aðspurð hvort landsliðsfólkið snúi aftur um leið bendir hún á orðalag í yfirlýsingu þeirra í gær. Fólkið ætlaði að draga sig úr landsliðinu „að svo stöddu“. Segir kokka hafa lent misilla í storminum „Það gaf í skyn að ef aðstæður breyttust myndu okkar aðstæður breytast. Nú hefur takmarkinu okkar verið náð fyrr en við reiknuðum með,“ segir Ylfa. Landsliðsfólkið verði hvert fyrir sig að ákveða með framhaldið hjá sér. Sumir þurfi tíma til að melta eftir storminn. „Fólk lenti misilla í þessu, þetta var mismikið áfall fyrir fólk. Það var mjög mikil samstaða um þetta innan hópsins. Við verðum að sjá til hvort það verði jafnmikil samstaða að ganga aftur til landsliðsverkefna.“ Landsliðið hefur æft undanfarna tólf mánuði fyrir HM í Lúxemborg sem fram fer í nóvember. Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, í Hörpu á miðvikudaginn. Grímulaus hagsmunabarátta Kristian Matthíasson, forstjóri Arnarlax, segir í tilkynningu síðdegis að fyrirtækið sé hugsi yfir þeim óvæntu atburðum og umræðu sem hefur átt sér stað í kjölfar samkomulags Arnarlax og Klúbbs matreiðslumanna um að hið vestfirska fiskeldi Arnarlax verði bakhjarl Kokkalandsliðsins. „Samningurinn var undirritaður í góðri trú og við hátíðlega athöfn í Hörpu á miðvikudaginn að viðstöddu fjölmenni þar á meðal liðsmönnum Kokkalandsliðsins. Verkefnið er spennandi og hefur verið í undirbúningi í tvo mánuði.“ Þeim finnist ákaflega leitt að unga landsliðsfólkið hafi verið dregið inn í grímulausa hagsmunabaráttu með þvingunum veiðileyfahafa og hatursfullum áróðri þeirra gegn uppbyggingu sjókvíeldi hér á landi að farsælli fyrirmynd nágrannalanda okkar. „Hjá Arnarlaxi starfa um 200 manns, starfsmenn og verktakar. Fyrirtækið er rekið af ábyrgð og með virðingu fyrir umhverfi og samfélagslegum gildum og árið 2017 var skattspor Arnarlax á sunnanverðum Vestfjörðum tæpar 700 milljónir króna. Leyfi Arnarlax til laxeldis eru gefin út í samræmi við stjórnarsáttmálann og stefnu yfirvalda er lýtur umsjón opinberra stofnanna eins og Umhverfisstofnunar, Matvælastofnunar og er upbyggingin á höndum færustu vísindamanna okkar hjá Hafrannsóknarstofnun. Áhugavert væri að til samanburðar og til að gæta jafnræðis að skoða skattspor veiðileyfahafa af rekstri laxveiðiáa, veitinga- og gistiþjónustu og þjónustu leiðsögumanna í veiðinni.“ Arnarlax á Bíldudal er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins.Fréttablaðið/Pjetur Telja riftun ekki standast skoðun Nú sé kominn upp sú einkennilega staða að Kokkalandsliðið hafi látið undan þrýstingi áróðurshóps tiltekinna sérhagsmuna og taki afstöðu gegn íslenskum matvælum, eldislaxi. „Arnarlaxi hefur borist skeyti þar sem stjórn Klúbbs matreiðslumeistara riftir samningnum á forsendum sem við teljum að standist ekki skoðun og höfum óskað eftir viðræðum við þá eftir helgi um farsæla lausn málsins svo tryggja megi atvinnuöryggi landsliðsins. Við munum auk þess eiga fundi með öðrum bakhjörlum landsliðsins um siðferði þess að landslið taki afstöð byggða á grímulausum áróðri og efnahagsþvingunum gegn einstökum fyrirtækjum og vörum þess.“ Kristian óskar því unga og efnilega fólki sem kemur að Kokkalandsliðinu alls hins besta og góðu gengi á heimsmeistaramótinu í Lúxemborg í lok nóvember.
Sjávarútvegur Kokkalandsliðið Tengdar fréttir Kokkarnir rifta samningnum við Arnarlax Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax. 7. september 2018 11:53 Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08 Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Kokkarnir rifta samningnum við Arnarlax Stjórn Klúbbs matreiðslumanna (K.M.) hefur tekið ákvörðun að rifta samstarfssamningi kokkalandsliðsins við Arnarlax. 7. september 2018 11:53
Telja andstæðinga fiskeldis hafa hótað landsliðskokkum Þorsteinn Másson, útibússtjóri Arnarlax í Bolungarvík, segir viðbrögð kokkalandsliðsmanna við styrktarsamningi við Arnarlax hafa komið sér mjög á óvart. 7. september 2018 11:08
Brugðið og átti ekki von á svo hörðum aðgerðum Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri kokkalandsliðsins, segir það nýja upplifun að vera kominn í krísustjórnun. 7. september 2018 09:57