Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna um nýtt veiðigjaldafrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 6. september 2018 12:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Vísir/Hanna Sjávarútvegsráðherra boðar nýtt frumvarp um veiðigjöld á haustþingi en ekki tókst að koma frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum í gegn á Alþingi í vor. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að ekki hafi verið reynt að ná breiðri samstöðu um málið en ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á vorþingi sem fól í sér nokkra lækkun á gjöldunum, með þeim rökum að litlar og meðalstórar útgerðir stæðu ekki undir gjaldtökunni. Stjórnarandstaðan stöðvaði afgreiðslu málsins og var gildandi lögum því framlengt til áramóta en þau hefðu annars fallið úr gildi hinn 1. september. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. „Þetta kemur svosem ekki á óvart því sjálfstæðismenn boðuðu strax í vor að þeir myndu koma aftur með veiðigjaldafrumvarp. Þá er það bara þannig en mér finnst auðvitað sérstakt ef menn reyna ekki að ná breiðari sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ég er líka hrædd um að þær breytingar sem verða á frumvarpinu, ef þær verða einhverjar, að þetta verði óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska,” segir Þorgerður Katrín. Það fari eftir stjórnarflokkunum hvort haustmánuðirnir dugi til að afgreiða nýtt veiðigjaldafrumvarp og hvað Vinstri græn verði tilbúin að gera til að þrýsta frumvarpinu í gegn án samráðs við stjórnarandstöðuna. „Mér finnst hins vegar miður að menn eru ekki að reyna að leggja sig fram um að ná breiðri sátt um sjávarútveginn og auðlindagjald. Það skiptir máli til lengri og skemmri tíma. Fyrir smærri útgerðir sem og stærri útgerðir,” segir formaður Viðreisnar. Auðlindanefnd með fulltrúum allra flokka hafi til að mynda ekki komið saman en henni er ætlað að skoða auðlindagjöld í víðu samhengi, ekki bara á sjávarútveginn. Það þurfi breiða sátt um þessi mál. Vilji menn taka sérstaklega á stöðu lítilla og meðalstórra útgerða eigi menn að vinda sér í það. „Það er meðal annars hægt að búa til kerfi sem hentar þeim sérstaklega. En sú vinna er á borðum ríkisstjórnarinnar og það er ekki að sjá að hún vilji teygja sig yfir til stjórnarandstöðunnar hvað þetta varðar,” segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Stjórnarandstaðan var ekki öll á móti frumvarpi atvinnuveganefndar í vor því Miðflokkurinn hefði að öllum líkindum greitt frumvarpinu atkvæði sitt. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra boðar nýtt frumvarp um veiðigjöld á haustþingi en ekki tókst að koma frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum í gegn á Alþingi í vor. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að ekki hafi verið reynt að ná breiðri samstöðu um málið en ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Atvinnuveganefnd Alþingis lagði fram frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á vorþingi sem fól í sér nokkra lækkun á gjöldunum, með þeim rökum að litlar og meðalstórar útgerðir stæðu ekki undir gjaldtökunni. Stjórnarandstaðan stöðvaði afgreiðslu málsins og var gildandi lögum því framlengt til áramóta en þau hefðu annars fallið úr gildi hinn 1. september. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir ekkert samráð hafa verið haft við stjórnarandstöðuna í sumar um nýtt frumvarp um veiðigjöldin sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra boðar í haust. „Þetta kemur svosem ekki á óvart því sjálfstæðismenn boðuðu strax í vor að þeir myndu koma aftur með veiðigjaldafrumvarp. Þá er það bara þannig en mér finnst auðvitað sérstakt ef menn reyna ekki að ná breiðari sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein. Ég er líka hrædd um að þær breytingar sem verða á frumvarpinu, ef þær verða einhverjar, að þetta verði óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska,” segir Þorgerður Katrín. Það fari eftir stjórnarflokkunum hvort haustmánuðirnir dugi til að afgreiða nýtt veiðigjaldafrumvarp og hvað Vinstri græn verði tilbúin að gera til að þrýsta frumvarpinu í gegn án samráðs við stjórnarandstöðuna. „Mér finnst hins vegar miður að menn eru ekki að reyna að leggja sig fram um að ná breiðri sátt um sjávarútveginn og auðlindagjald. Það skiptir máli til lengri og skemmri tíma. Fyrir smærri útgerðir sem og stærri útgerðir,” segir formaður Viðreisnar. Auðlindanefnd með fulltrúum allra flokka hafi til að mynda ekki komið saman en henni er ætlað að skoða auðlindagjöld í víðu samhengi, ekki bara á sjávarútveginn. Það þurfi breiða sátt um þessi mál. Vilji menn taka sérstaklega á stöðu lítilla og meðalstórra útgerða eigi menn að vinda sér í það. „Það er meðal annars hægt að búa til kerfi sem hentar þeim sérstaklega. En sú vinna er á borðum ríkisstjórnarinnar og það er ekki að sjá að hún vilji teygja sig yfir til stjórnarandstöðunnar hvað þetta varðar,” segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Stjórnarandstaðan var ekki öll á móti frumvarpi atvinnuveganefndar í vor því Miðflokkurinn hefði að öllum líkindum greitt frumvarpinu atkvæði sitt.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira