Enn fundað um knatthús í Hafnarfirði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. september 2018 06:00 Rósa Guðbjartsdóttir og Ágúst Bjarni Garðarsson. Fréttablaðið/ERNIR Hart var deilt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um lögmæti kaupa bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika. Fulltrúar minnihlutans telja ákvörðunartökuna og greiðslu fyrstu 100 milljónanna til FH ekki í samræmi við sveitarstjórnarlög enda gjörningarnir í bága við óbreytta fjárhagsáætlun bæjarins. Í svörum embættismanna bæjarins hafði verið vísað til undanþága í sveitarstjórnarlögum. Til að beita megi slíkum undanþágum þarf bæjarstjórn hins vegar að hafa sett sérstakar verklagsreglur. Þær hafa ekki verið settar í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, svaraði fyrirspurnum minnihlutans um lögmæti gerninganna hins vegar allt öðruvísi en embættismennirnir höfðu gert og sagði að það hefði verið skýr pólitísk ákvörðun að beygja af þeirri leið sem fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Meirihlutinn telji að samningurinn við FH veiti bænum heimild til þess. Við þennan rökstuðning sagðist Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, vera kjaftstopp og taldi bæjarstjórann hafa gengist við því að farið hafi verið á svig við sveitarstjórnarlög. Fulltrúar minnihlutans gerðu einnig að umræðuefni fyrirhuguð afdrif þeirra skulda sem hvíla á húsunum sem stendur til að kaupa af FH og hvernig leigugreiðslum bæjarins til félagsins hefur verið varið frá árinu 2007. Stóðu þessar umræður enn þegar Fréttablaðið fór í prentun. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00 Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Hart var deilt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í gær um lögmæti kaupa bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika. Fulltrúar minnihlutans telja ákvörðunartökuna og greiðslu fyrstu 100 milljónanna til FH ekki í samræmi við sveitarstjórnarlög enda gjörningarnir í bága við óbreytta fjárhagsáætlun bæjarins. Í svörum embættismanna bæjarins hafði verið vísað til undanþága í sveitarstjórnarlögum. Til að beita megi slíkum undanþágum þarf bæjarstjórn hins vegar að hafa sett sérstakar verklagsreglur. Þær hafa ekki verið settar í bænum. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, svaraði fyrirspurnum minnihlutans um lögmæti gerninganna hins vegar allt öðruvísi en embættismennirnir höfðu gert og sagði að það hefði verið skýr pólitísk ákvörðun að beygja af þeirri leið sem fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir. Meirihlutinn telji að samningurinn við FH veiti bænum heimild til þess. Við þennan rökstuðning sagðist Adda María Jóhannsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, vera kjaftstopp og taldi bæjarstjórann hafa gengist við því að farið hafi verið á svig við sveitarstjórnarlög. Fulltrúar minnihlutans gerðu einnig að umræðuefni fyrirhuguð afdrif þeirra skulda sem hvíla á húsunum sem stendur til að kaupa af FH og hvernig leigugreiðslum bæjarins til félagsins hefur verið varið frá árinu 2007. Stóðu þessar umræður enn þegar Fréttablaðið fór í prentun.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00 Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05
FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Formaður knattspyrnudeildar FH segir samninginn um kaup bæjarins á íþróttamannvirkjum í Kaplakrika aðeins fyrsta hluta uppgjörs og eigendaskipta á eignum í Kaplakrika. 27. ágúst 2018 08:00
Heilbrigðisráðherra tekur við kærumálum vegna Kaplakrika Sigurður Ingi Jóhannsson er talinn of tengdur bæjarstjórninni í Hafnarfirði. 4. september 2018 16:21