Umsvif við Skógafoss trufla ekki Landvernd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. september 2018 07:00 Kvikmyndagerðarfólki er uppálagt að taka tilliti til erlendra ferðamanna sem flestir komi bara einu sinni á ævinni að skoða Skógafoss. Fréttablaðið/Eyþór „Rask vegna kvikmyndatökunnar þarf ekki að vera meira en rask vegna ferðamanna sem ganga þarna um,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um umsvif kvikmyndagerðarmanna við Skógafoss og vestan Dyrhólaeyjar. Umhverfisstofnun hefur veitt kvikmyndagerðarfyrirtækinu Pegasusi leyfi til að setja upp vinnupalla í Skógafossi og aka 500 metra utanvega og bora holur í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. Að auki var veitt heimild til að mynda með dróna í friðlandinu við Gullfoss. Um er að ræða tökur fyrir Netflix á annarri syrpu sjónvarpsþáttanna Lost in Space. Leyfið tók gildi á þriðjudag og rennur út á morgun. Við Skógafoss er leyft að aka sexhjóli með kerru alveg upp að fossinum enda eru tökurnar inni í vatnsúðanum frá fossinum. Koma átti 20 fermetra palli fyrir í ánni í gærkvöldi og moka til efni í henni til að til að festa flekann. Stillans verður á bakkanum við fossinn. „Ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafossi einungis einu sinni yfir ævina,“ segir í leyfisbréfi Umhverfisstofnunar varðandi Skógafoss.„Við vitum að Umhverfisstofnun hefur vandað vel til verka hingað til þegar þau hafa gefið út þessi leyfi. Þannig að við treystum því sem þau gera í þessum málum. Þetta verður undir eftirliti landvarða Umhverfisstofnunar,“ segir Auður hjá Landvernd. „Hafandi ekki skoðað þetta meira, þá hef ég ekki neitt sérstakt um það að segja,“ segir Auður aðspurð hvort Landvernd leggi þá ekki sjálfstætt mat á málið. „Kvikmyndataka getur valdið raski eins og öll önnur starfsemi en Umhverfisstofnun hefur hingað til verið fremur ströng á þessum leyfum og fylgst mjög vel með. Þetta kannski snertir ferðaþjónustuna verr.“ Í júní í fyrra tilkynnti Umhverfisstofnun að „náttúruvættið Skógafoss“ færi af svokölluðum appelsínugulum lista á rauðan lista. „Svæðið lætur mikið á sjá vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant.“ Auður leggur áherslu á að utanvegaakstur sem leyfður sé verði ekki sýnilegur. „Ef utanvegaakstur sést á mynd er það fordæmisgefandi fyrir aðra – og það er eitthvað sem við þurfum að passa upp á.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
„Rask vegna kvikmyndatökunnar þarf ekki að vera meira en rask vegna ferðamanna sem ganga þarna um,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um umsvif kvikmyndagerðarmanna við Skógafoss og vestan Dyrhólaeyjar. Umhverfisstofnun hefur veitt kvikmyndagerðarfyrirtækinu Pegasusi leyfi til að setja upp vinnupalla í Skógafossi og aka 500 metra utanvega og bora holur í fjöru vestan Dyrhólaeyjar. Að auki var veitt heimild til að mynda með dróna í friðlandinu við Gullfoss. Um er að ræða tökur fyrir Netflix á annarri syrpu sjónvarpsþáttanna Lost in Space. Leyfið tók gildi á þriðjudag og rennur út á morgun. Við Skógafoss er leyft að aka sexhjóli með kerru alveg upp að fossinum enda eru tökurnar inni í vatnsúðanum frá fossinum. Koma átti 20 fermetra palli fyrir í ánni í gærkvöldi og moka til efni í henni til að til að festa flekann. Stillans verður á bakkanum við fossinn. „Ljóst er að verkefnið mun rýra upplifun þeirra gesta sem koma á svæðið þessa tvo daga sem tökurnar fara fram en flestir erlendir gestir koma að Skógafossi einungis einu sinni yfir ævina,“ segir í leyfisbréfi Umhverfisstofnunar varðandi Skógafoss.„Við vitum að Umhverfisstofnun hefur vandað vel til verka hingað til þegar þau hafa gefið út þessi leyfi. Þannig að við treystum því sem þau gera í þessum málum. Þetta verður undir eftirliti landvarða Umhverfisstofnunar,“ segir Auður hjá Landvernd. „Hafandi ekki skoðað þetta meira, þá hef ég ekki neitt sérstakt um það að segja,“ segir Auður aðspurð hvort Landvernd leggi þá ekki sjálfstætt mat á málið. „Kvikmyndataka getur valdið raski eins og öll önnur starfsemi en Umhverfisstofnun hefur hingað til verið fremur ströng á þessum leyfum og fylgst mjög vel með. Þetta kannski snertir ferðaþjónustuna verr.“ Í júní í fyrra tilkynnti Umhverfisstofnun að „náttúruvættið Skógafoss“ færi af svokölluðum appelsínugulum lista á rauðan lista. „Svæðið lætur mikið á sjá vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant.“ Auður leggur áherslu á að utanvegaakstur sem leyfður sé verði ekki sýnilegur. „Ef utanvegaakstur sést á mynd er það fordæmisgefandi fyrir aðra – og það er eitthvað sem við þurfum að passa upp á.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira