Guðlaugur Victor: Hef lagt hart að mér að komast aftur í þennan hóp Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2018 19:15 S2 Sport Guðlaugur Victor Pálsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hann spilaði síðast fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Síle í Kína. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Guðmund Benediktsson í Austurríki þar sem landsliðið er við æfingar. Ísland mætir Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Guðlaugur Victor ætti að þekkja nokkuð vel til nokkurra leikmanna liðsins þar sem hann hefur spilað í Sviss síðasta árið. „Það er mjög gaman að andstæðingurinn skuli vera Sviss. Það er búinn að vera mikill banter inn í klefa með það sem kannski gerir þetta aðeins skemmtilegra líka.“Guðlaugur Victor í vináttulandsleik með íslenska landsliðinuvísir/getty„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með að vera kominn aftur. Ég er búinn að leggja mjög hart að mér að koma aftur inn í þennan hóp. Núna hef ég fengið tækifærið.“ „Ný deild og nýr þjálfari, það er bara mjög spennandi verkefni. Hlutirnir sem Erik hefur verið að koma með eru nú ekkert öðruvísi en það sem við erum vanir. Þetta er mjög svipað allt saman.“ „En þetta er nýr einstaklingur og nýr persónuleiki og hann virkar bara mjög fínn.“ Guðlaugur Victor segir að landsliðsumhverfið hafi í raun ekkert breyst síðan hann var í A-landsliðs hóp fyrir keppnisleik síðast, sem var fyrir um þremur árum. „Mér líður ekkert eins og það séu þrjú ár síðan ég var hérna síðast.“ Sviss er í áttunda sæti á heimslista FIFA og er mjög sterkur andstæðingur. Hvað þarf Ísland að gera til þess að ná í góð úrslit á laugardaginn? „Halda í okkar styrkleika. Við höfum séð þeirra veikleika og það hentar okkur vel það sem þeir mættu vera betri í. Ef við spilum okkar leik þá eru möguleikarnir býsna góðir eins og alltaf,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Guðlaugur Victor Pálsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hann spilaði síðast fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Síle í Kína. „Tilfinningin er mjög skemmtileg. Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur,“ sagði Guðlaugur Victor í viðtali við Guðmund Benediktsson í Austurríki þar sem landsliðið er við æfingar. Ísland mætir Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á laugardaginn. Guðlaugur Victor ætti að þekkja nokkuð vel til nokkurra leikmanna liðsins þar sem hann hefur spilað í Sviss síðasta árið. „Það er mjög gaman að andstæðingurinn skuli vera Sviss. Það er búinn að vera mikill banter inn í klefa með það sem kannski gerir þetta aðeins skemmtilegra líka.“Guðlaugur Victor í vináttulandsleik með íslenska landsliðinuvísir/getty„Ég er fyrst og fremst mjög ánægður með að vera kominn aftur. Ég er búinn að leggja mjög hart að mér að koma aftur inn í þennan hóp. Núna hef ég fengið tækifærið.“ „Ný deild og nýr þjálfari, það er bara mjög spennandi verkefni. Hlutirnir sem Erik hefur verið að koma með eru nú ekkert öðruvísi en það sem við erum vanir. Þetta er mjög svipað allt saman.“ „En þetta er nýr einstaklingur og nýr persónuleiki og hann virkar bara mjög fínn.“ Guðlaugur Victor segir að landsliðsumhverfið hafi í raun ekkert breyst síðan hann var í A-landsliðs hóp fyrir keppnisleik síðast, sem var fyrir um þremur árum. „Mér líður ekkert eins og það séu þrjú ár síðan ég var hérna síðast.“ Sviss er í áttunda sæti á heimslista FIFA og er mjög sterkur andstæðingur. Hvað þarf Ísland að gera til þess að ná í góð úrslit á laugardaginn? „Halda í okkar styrkleika. Við höfum séð þeirra veikleika og það hentar okkur vel það sem þeir mættu vera betri í. Ef við spilum okkar leik þá eru möguleikarnir býsna góðir eins og alltaf,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira