Sjötta og síðasta þáttaröðin af þáttunum House of Cards kemur inn á Netflix þann 2. nóvember. Í fyrsti fimm þáttaröðunum var aðalpersónan Frank Underwood og var sá orðinn forseti Bandaríkjanna í fimmtu þáttaröðinni.
Átta einstaklingar stigu fram í lok síðasta árs með ásakanir um kynferðislega áreitni Kevin Spacey á tökustað Netflix-þáttaraðarinnar en hann lék einmitt hlutverk Frank Underwood.
Fjallað var um málið og fjölmörg önnur mál tengd kynferðisbrotum leikarans í fjölmiðlum um heim allan.
Spacey var í kjölfarið rekinn úr þáttunum og var sjötta og síðasta þáttaröðin í miklum uppnámi á tímabili.
Netflix tók að lokum ákvörðun um að halda framleiðslu á seríunni áfram, en í henni verður enginn Frank Underwood.
Nú hefur glæný stikla úr nýrri þáttaröð House of Cards verið frumsýnd og þar kemur í ljós hvað varð um Underwood í þáttunum.
Robin Wright mun vera ein í aðalhlutverki sem Claire Underwood í lokaseríunni.