Trúir því að fólk fái frí til að fara á leikinn Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. september 2018 07:30 Laugardalsvöllur verður ekki jafn þéttsetinn í dag og á laugardaginn þegar tæplega tíu þúsund manns mættu á leik Íslands og Þýskalands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag á Laugardalsvelli afar mikilvægan leik við Tékkland í undankeppni HM. Með sigri á Ísland góða von um sæti í umspili um laust sæti á HM á næsta ári. Jafntefli gæti dugað en þá þyrftu önnur úrslit að vera hagstæð. Leiktíminn í dag er óvenjulegur fyrir leik í miðri viku en hann hefst kl. 15. Ástæðan er sú að spila þarf þá leiki á sama tíma sem geta haft áhrif á það hvaða lið komast beint á HM eða í umspilið. Einn þeirra fer fram í Kasakstan en tímamunur á Íslandi og Kasakstan er sex klukkustundir. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að þessum leiktíma hafi verið mótmælt en sambandið skilji rökin á bak við þetta. „Vonandi verður þetta lagað og verður ekki vandamál í framtíðinni.“ Hún segist ekki búast við miklu fjölmenni og þá verði ekki sett upp sérstakt stuðningsmannasvæði fyrir leikinn eins og undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ höfðu síðdegis í gær selst um tvö þúsund miðar á leikinn. „Við finnum það að fólk vill koma en getur það ekki til dæmis vegna vinnu. Markmið okkar er skýrt. Við ætlum að spila leikinn og fá þrjú stig. Annað skiptir minna máli.“Þorkell Máni PéturssonÞorkell Máni Pétursson sparkspekingur viðurkennir að leiktíminn sé mjög sérstakur. „Tímasetningin er samt frábær að því leyti að fólk getur hætt snemma í vinnunni á þriðjudegi. Ég held að þetta verði ekki vandamál. Allir sem munu vilja fá frí munu fá það. Annað kæmi mér verulega á óvart í jafn réttsýnu samfélagi og okkar.“ Hann bendir á að margir vinnustaðir hafi gefið frí þegar karlalandsliðið var að spila á HM í sumar. Varðandi sjálfan leikinn segir Þorkell Máni að það sé alltaf hætta á að leikurinn við Þjóðverja sitji í liðinu. „Ég hef samt trú á því að við siglum þessu heim. Við erum með það gott lið að við eigum að vinna leikinn en þetta verður erfitt.“ Eins og fram hefur komið var uppselt á leikinn við Þýskaland á laugardaginn. „Þótt það væri frábært að komast á HM held ég að stærsti sigurinn hafi klárlega verið fullur völlur á laugardaginn. Að hafa fengið um tíu þúsund manns á völlinn. Við munum alltaf eiga það.“ Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Sjáðu mörkin sem komu í veg fyrir HM fögnuð Íslendinga Þjóðverjar eru svo gott sem komnir á HM 2019 í Frakklandi eftir 0-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í dag. Svenja Huth gerði bæði mörk Þjóðverja. 1. september 2018 18:44 Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Eftir 0-2 tap fyrir Þýskalandi á Laugardalsvelli er möguleiki kvennalandsliðsins á að vinna sinn riðil í undankeppni HM, og komast þar með beint í lokakeppnina, úr sögunni. 3. september 2018 07:30 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið leikur í dag á Laugardalsvelli afar mikilvægan leik við Tékkland í undankeppni HM. Með sigri á Ísland góða von um sæti í umspili um laust sæti á HM á næsta ári. Jafntefli gæti dugað en þá þyrftu önnur úrslit að vera hagstæð. Leiktíminn í dag er óvenjulegur fyrir leik í miðri viku en hann hefst kl. 15. Ástæðan er sú að spila þarf þá leiki á sama tíma sem geta haft áhrif á það hvaða lið komast beint á HM eða í umspilið. Einn þeirra fer fram í Kasakstan en tímamunur á Íslandi og Kasakstan er sex klukkustundir. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir að þessum leiktíma hafi verið mótmælt en sambandið skilji rökin á bak við þetta. „Vonandi verður þetta lagað og verður ekki vandamál í framtíðinni.“ Hún segist ekki búast við miklu fjölmenni og þá verði ekki sett upp sérstakt stuðningsmannasvæði fyrir leikinn eins og undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ höfðu síðdegis í gær selst um tvö þúsund miðar á leikinn. „Við finnum það að fólk vill koma en getur það ekki til dæmis vegna vinnu. Markmið okkar er skýrt. Við ætlum að spila leikinn og fá þrjú stig. Annað skiptir minna máli.“Þorkell Máni PéturssonÞorkell Máni Pétursson sparkspekingur viðurkennir að leiktíminn sé mjög sérstakur. „Tímasetningin er samt frábær að því leyti að fólk getur hætt snemma í vinnunni á þriðjudegi. Ég held að þetta verði ekki vandamál. Allir sem munu vilja fá frí munu fá það. Annað kæmi mér verulega á óvart í jafn réttsýnu samfélagi og okkar.“ Hann bendir á að margir vinnustaðir hafi gefið frí þegar karlalandsliðið var að spila á HM í sumar. Varðandi sjálfan leikinn segir Þorkell Máni að það sé alltaf hætta á að leikurinn við Þjóðverja sitji í liðinu. „Ég hef samt trú á því að við siglum þessu heim. Við erum með það gott lið að við eigum að vinna leikinn en þetta verður erfitt.“ Eins og fram hefur komið var uppselt á leikinn við Þýskaland á laugardaginn. „Þótt það væri frábært að komast á HM held ég að stærsti sigurinn hafi klárlega verið fullur völlur á laugardaginn. Að hafa fengið um tíu þúsund manns á völlinn. Við munum alltaf eiga það.“ Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00 Sjáðu mörkin sem komu í veg fyrir HM fögnuð Íslendinga Þjóðverjar eru svo gott sem komnir á HM 2019 í Frakklandi eftir 0-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í dag. Svenja Huth gerði bæði mörk Þjóðverja. 1. september 2018 18:44 Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Eftir 0-2 tap fyrir Þýskalandi á Laugardalsvelli er möguleiki kvennalandsliðsins á að vinna sinn riðil í undankeppni HM, og komast þar með beint í lokakeppnina, úr sögunni. 3. september 2018 07:30 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Þjóðverjar í bílstjórasætið eftir sigur á Íslandi Draumur íslenska landsliðsins um að komast á HM í Frakklandi næsta sumar lifir enn þrátt fyrir 2-0 tap á Laugardalsvelli gegn Ólympíumeisturum Þýskalands í dag. Sigur í leiknum í dag hefði tryggt Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu en nú þurfa stelpurnar að fara lengri leiðina inn á mótið. 1. september 2018 17:00
Sjáðu mörkin sem komu í veg fyrir HM fögnuð Íslendinga Þjóðverjar eru svo gott sem komnir á HM 2019 í Frakklandi eftir 0-2 sigur á Íslandi á Laugardalsvelli í dag. Svenja Huth gerði bæði mörk Þjóðverja. 1. september 2018 18:44
Þurfa að fara fjallabaksleiðina til Frakklands Eftir 0-2 tap fyrir Þýskalandi á Laugardalsvelli er möguleiki kvennalandsliðsins á að vinna sinn riðil í undankeppni HM, og komast þar með beint í lokakeppnina, úr sögunni. 3. september 2018 07:30