Engar vísbendingar um að hið banvæna efni DNP sé í umferð á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2018 14:30 Þátttakendur í vaxtarrækt eru á meðal þeirra sem efnið er markaðssett fyrir. Vísir/Getty Matvælastofnun hefur ekki borist neinar vísbendingar um að efnið 2,4 dínótrófenól, kallað DNP, sem notað er sem fæðubótarefni í megrunartilgangi sé í umferð á Íslandi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi frá 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi.Stofnunin hefur ítrekað varað við efninu, nú síðast í ágúst þegar dómur féll yfir manni í Bretlandi sem seldi efnið DNP á netinu sem fæðubótarefni til megrunar. Ungur háskólanemi lést eftir að hafa innbyrt efnið. Seljandinn var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að selja hættulegt efni til manneldis.Óskaði Matvælastofnun eftir því að stofnunni yrði gert viðvart ef vörur sem innihalda DNP væru seldar eru hér á landi í gegnum vefsíður eða í annars konar sölu.Ætlað í framleiðslu á viðarvörn og sprengiefni, ekki til manneldis Í samtali við Vísi segir Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, að engar ábendingar um að efnið væri í umferð hér á landi hafi borist Matvælastofnun frá því að tilkynningin var birt í síðasta mánuði.Efnið er selt á netinu en yfirvöld víða í Evrópu vilja koma í veg fyrir að það sé notað til manneldis.Vísir/GettyYfirvöld í Bretlandi hafa greint frá því að sala efnisins, sem bannað er að selja til manneldis, hafi aukist að undanförnu á vefsíðum en efnið getur reynst baneitrað. Er það meðal annars notað við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, varnarefnum og sprengjuefnum. Ólöglegt er að selja DNP til manneldis vegna alvarlegra aukaverkana sem því fylgja og geta leitt til dauða. Þrátt fyrir það er enn verið að selja og neyta efnisins því það stuðlar að þyngdartapi hjá fólki. BBC fjallaði fyrr í sumar ítarlega um efnið. Þar var meðal annars rætt við Simon Thomas, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Newcastle. Sagði hann efnið vera gríðarlega hættulegt og að af öllum þeim eitrunum sem hann kæmi að væri eitrun af völdun DNP sú sem ylli hæstu hlutfalli dauðsfalla af völdum eitrunar. Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. 9. ágúst 2018 16:31 Vilja vita af allri sölu á banvænu megrunarefni Maður á Bretlandi var nýlega dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja megrunartöflur sem innihéldu efnið. 23. ágúst 2018 12:09 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Matvælastofnun hefur ekki borist neinar vísbendingar um að efnið 2,4 dínótrófenól, kallað DNP, sem notað er sem fæðubótarefni í megrunartilgangi sé í umferð á Íslandi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi frá 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi.Stofnunin hefur ítrekað varað við efninu, nú síðast í ágúst þegar dómur féll yfir manni í Bretlandi sem seldi efnið DNP á netinu sem fæðubótarefni til megrunar. Ungur háskólanemi lést eftir að hafa innbyrt efnið. Seljandinn var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að selja hættulegt efni til manneldis.Óskaði Matvælastofnun eftir því að stofnunni yrði gert viðvart ef vörur sem innihalda DNP væru seldar eru hér á landi í gegnum vefsíður eða í annars konar sölu.Ætlað í framleiðslu á viðarvörn og sprengiefni, ekki til manneldis Í samtali við Vísi segir Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, að engar ábendingar um að efnið væri í umferð hér á landi hafi borist Matvælastofnun frá því að tilkynningin var birt í síðasta mánuði.Efnið er selt á netinu en yfirvöld víða í Evrópu vilja koma í veg fyrir að það sé notað til manneldis.Vísir/GettyYfirvöld í Bretlandi hafa greint frá því að sala efnisins, sem bannað er að selja til manneldis, hafi aukist að undanförnu á vefsíðum en efnið getur reynst baneitrað. Er það meðal annars notað við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, varnarefnum og sprengjuefnum. Ólöglegt er að selja DNP til manneldis vegna alvarlegra aukaverkana sem því fylgja og geta leitt til dauða. Þrátt fyrir það er enn verið að selja og neyta efnisins því það stuðlar að þyngdartapi hjá fólki. BBC fjallaði fyrr í sumar ítarlega um efnið. Þar var meðal annars rætt við Simon Thomas, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Newcastle. Sagði hann efnið vera gríðarlega hættulegt og að af öllum þeim eitrunum sem hann kæmi að væri eitrun af völdun DNP sú sem ylli hæstu hlutfalli dauðsfalla af völdum eitrunar.
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. 9. ágúst 2018 16:31 Vilja vita af allri sölu á banvænu megrunarefni Maður á Bretlandi var nýlega dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja megrunartöflur sem innihéldu efnið. 23. ágúst 2018 12:09 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. 9. ágúst 2018 16:31
Vilja vita af allri sölu á banvænu megrunarefni Maður á Bretlandi var nýlega dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja megrunartöflur sem innihéldu efnið. 23. ágúst 2018 12:09