Áhyggjur fólks af öðrum Guðmundur Steingrímsson skrifar 3. september 2018 07:00 Í vaxandi mæli hef ég tekið eftir því að hér á landi ríkir fremur djúp tilhneiging til miðstýringar eða einhvers konar forsjárhyggju. Fólki er ekki treyst mikið. Frelsi er talið hættulegt. Ég er sífellt að reka mig á dæmi um þetta. Í vikunni þurfti ég að kaupa lúsasjampó vegna þess að skólinn er byrjaður og lúsin þar með komin. Að kvöldlagi er ein búð í Lágmúla sem selur lúsasjampó. Ég spurði mig: Hverju sætir? Af hverju er ekki hægt að kaupa svona vöru í kjörbúð? Ríkir hér ótti við að fólk myndi kaupa of mikið lúsasjampó ef það fengist víðar? Yrði lúsasjampóæði? Áfengi er annað. Ef rauðvín fengist í kjörbúð, er viðbúið — að margra dómi — að landið færi á hliðina. Fólki er ekki treystandi til slíkra valkosta. Það yrði blekölvað alla daga. Ekki má heldur kaupa bjór á fótboltaleik. Það myndi enginn horfa á leikinn. Bara drekka. Ekki má heldur velja börnum sínum hvaða nöfn sem er. Það þarf leyfi. Leyfi þarf til að keyra annað fólk heim til sín gegn gjaldi. Og til að skjóta skjólshúsi yfir ferðafólk. Af þessu hefur kerfið greinilega miklar áhyggjur.Gluggalöggan Stundum fara áhyggjur fólks af hegðun annarra yfir mörk hins súrrealíska. Undanfarin ár höfum við hjónin verið að gera upp hús. Sérstaklega eftirminnilegt var þegar ég sem húseigandi átti fund á Skipulagssviði Reykjavíkurborgar til þess að ræða teikningarnar. Tveir borgararkitektar mættu á fundinn til þess að súpa hveljur og fórna höndum til skiptis yfir því að við ætluðum ekki að hafa gluggapósta á svefnherbergisglugganum. Mér var sagt að yfirmaðurinn hefði hreinlega misst kjálkann niður á bringu þegar hann sá teikninguna. Hann hefði aldrei séð annað eins. Mér var tjáð að póstalaus færi teikningin ekki í gegn. Hér náði forræðishyggjan nýjum hæðum. Hún var komin inn á svið hins fagurfræðilega. Í huganum velti ég fyrir mér hvort gluggalöggan myndi handtaka mig ef ég hlýddi ekki. Á sama fundi var gerð athugasemd við það hvar við hjónin hygðumst hafa baðkarið (inni á baði, semsagt). Baðkarslöggan yrði ekki ánægð. Ég reyndi auðvitað að vera kurteis og hlýðinn. Mig langaði þó mjög til að stinga upp á því að þetta fólk léti sér nægja að spá í sín hús og við hjónin fengjum frið til að spá í okkar. Það er hins vegar lýsandi fyrir ótta manns við yfirvaldið, hræðsluna við duttlungafullt kerfið, að nú þegar ég skrifa þetta — þegar nokkur ár eru liðin frá þessum fundi — finn ég til kvíða yfir mögulegum afleiðingum þess að ég skuli játa hér og nú að við hjónin óhlýðnuðumst. Til að þóknast Skipulagssviði breyttum við bara teikningunum. Í raunveruleikanum er glugginn hins vegar án pósta. Og þannig er nú það. Nú er ég líklega í djúpum skít.Ég kann ekki að skrifa Boðin og bönnin eru út um allt. Stjórnsemin virðist efalaus og óbilgjörn. Hún hvikar hvergi. Um árabil hef ég klórað mér í hausnum yfir miðstýringaráráttunni í skólakerfinu. Þrátt fyrir linnulaust tal um aukið frelsi í skólastarfi og sveigjanleika í þágu nemendanna, er þörfin til almennrar, einstrengingslegrar samræmingar svo yfirdrifin að það virðist ekki vera nokkur leið að breyta því. Samræmd, stöðluð próf skulu send á nemendur eins og tundurskeyti frá djöflinum. Annað dæmi er þó jafnvel enn betra: Skriftarkennslan. Einhvern tímann ákvað einhver að það væri sérstaklega aðkallandi að öll börn á grunnskólaaldri skyldu læra tengiskrift, sem mér skilst að heiti Ítalíuskrift. Ítalíuskrift var fundin upp af Niccolò Niccoli fræðimanni í Flórens á Ítalíu í kringum árið 1400 og þykir svona líka ægilega smekkleg, sérstaklega ef dregið er til stafs með fjöður. Ég get ekki hætt að láta þetta fara í taugarnar á mér. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju börnin mín þurfa að læra þessa skrift. Má fólk ekki skrifa eins og því sýnist? Er ekki aðalatriðið að skriftin sé skiljanleg? Ég þekki dæmi af ágætum nemendum, með góðar einkunnir í öllum fögum nema þessari furðulegu tengiskrift. Skriftin er farin að leggjast á sálina á þeim. Og reyndar mér. Eitt kvöldið, þegar dóttir mín fyrir nokkrum árum átti að skrifa skrilljón eins k í Ítalíuskrift í línustrikað hefti uppgötvaði ég sjálfur að ég gat ekki fyrir nokkra muni hjálpað henni. Ég gat ekki skrifað þetta k. K-ið háir mér þó ekki. Mér finnst skipta meira máli hvað fólk skrifar, heldur en hvernig. En guði sé lof fyrir forræðishyggjufólkið samt. Annars væru ógeðslegir póstalausir gluggar út um allt og þjóðfélagið vaðandi í pöddufullu fólki með fáránleg nöfn að drekka lúsasjampó. Illa skrifandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Í vaxandi mæli hef ég tekið eftir því að hér á landi ríkir fremur djúp tilhneiging til miðstýringar eða einhvers konar forsjárhyggju. Fólki er ekki treyst mikið. Frelsi er talið hættulegt. Ég er sífellt að reka mig á dæmi um þetta. Í vikunni þurfti ég að kaupa lúsasjampó vegna þess að skólinn er byrjaður og lúsin þar með komin. Að kvöldlagi er ein búð í Lágmúla sem selur lúsasjampó. Ég spurði mig: Hverju sætir? Af hverju er ekki hægt að kaupa svona vöru í kjörbúð? Ríkir hér ótti við að fólk myndi kaupa of mikið lúsasjampó ef það fengist víðar? Yrði lúsasjampóæði? Áfengi er annað. Ef rauðvín fengist í kjörbúð, er viðbúið — að margra dómi — að landið færi á hliðina. Fólki er ekki treystandi til slíkra valkosta. Það yrði blekölvað alla daga. Ekki má heldur kaupa bjór á fótboltaleik. Það myndi enginn horfa á leikinn. Bara drekka. Ekki má heldur velja börnum sínum hvaða nöfn sem er. Það þarf leyfi. Leyfi þarf til að keyra annað fólk heim til sín gegn gjaldi. Og til að skjóta skjólshúsi yfir ferðafólk. Af þessu hefur kerfið greinilega miklar áhyggjur.Gluggalöggan Stundum fara áhyggjur fólks af hegðun annarra yfir mörk hins súrrealíska. Undanfarin ár höfum við hjónin verið að gera upp hús. Sérstaklega eftirminnilegt var þegar ég sem húseigandi átti fund á Skipulagssviði Reykjavíkurborgar til þess að ræða teikningarnar. Tveir borgararkitektar mættu á fundinn til þess að súpa hveljur og fórna höndum til skiptis yfir því að við ætluðum ekki að hafa gluggapósta á svefnherbergisglugganum. Mér var sagt að yfirmaðurinn hefði hreinlega misst kjálkann niður á bringu þegar hann sá teikninguna. Hann hefði aldrei séð annað eins. Mér var tjáð að póstalaus færi teikningin ekki í gegn. Hér náði forræðishyggjan nýjum hæðum. Hún var komin inn á svið hins fagurfræðilega. Í huganum velti ég fyrir mér hvort gluggalöggan myndi handtaka mig ef ég hlýddi ekki. Á sama fundi var gerð athugasemd við það hvar við hjónin hygðumst hafa baðkarið (inni á baði, semsagt). Baðkarslöggan yrði ekki ánægð. Ég reyndi auðvitað að vera kurteis og hlýðinn. Mig langaði þó mjög til að stinga upp á því að þetta fólk léti sér nægja að spá í sín hús og við hjónin fengjum frið til að spá í okkar. Það er hins vegar lýsandi fyrir ótta manns við yfirvaldið, hræðsluna við duttlungafullt kerfið, að nú þegar ég skrifa þetta — þegar nokkur ár eru liðin frá þessum fundi — finn ég til kvíða yfir mögulegum afleiðingum þess að ég skuli játa hér og nú að við hjónin óhlýðnuðumst. Til að þóknast Skipulagssviði breyttum við bara teikningunum. Í raunveruleikanum er glugginn hins vegar án pósta. Og þannig er nú það. Nú er ég líklega í djúpum skít.Ég kann ekki að skrifa Boðin og bönnin eru út um allt. Stjórnsemin virðist efalaus og óbilgjörn. Hún hvikar hvergi. Um árabil hef ég klórað mér í hausnum yfir miðstýringaráráttunni í skólakerfinu. Þrátt fyrir linnulaust tal um aukið frelsi í skólastarfi og sveigjanleika í þágu nemendanna, er þörfin til almennrar, einstrengingslegrar samræmingar svo yfirdrifin að það virðist ekki vera nokkur leið að breyta því. Samræmd, stöðluð próf skulu send á nemendur eins og tundurskeyti frá djöflinum. Annað dæmi er þó jafnvel enn betra: Skriftarkennslan. Einhvern tímann ákvað einhver að það væri sérstaklega aðkallandi að öll börn á grunnskólaaldri skyldu læra tengiskrift, sem mér skilst að heiti Ítalíuskrift. Ítalíuskrift var fundin upp af Niccolò Niccoli fræðimanni í Flórens á Ítalíu í kringum árið 1400 og þykir svona líka ægilega smekkleg, sérstaklega ef dregið er til stafs með fjöður. Ég get ekki hætt að láta þetta fara í taugarnar á mér. Mér er fyrirmunað að skilja af hverju börnin mín þurfa að læra þessa skrift. Má fólk ekki skrifa eins og því sýnist? Er ekki aðalatriðið að skriftin sé skiljanleg? Ég þekki dæmi af ágætum nemendum, með góðar einkunnir í öllum fögum nema þessari furðulegu tengiskrift. Skriftin er farin að leggjast á sálina á þeim. Og reyndar mér. Eitt kvöldið, þegar dóttir mín fyrir nokkrum árum átti að skrifa skrilljón eins k í Ítalíuskrift í línustrikað hefti uppgötvaði ég sjálfur að ég gat ekki fyrir nokkra muni hjálpað henni. Ég gat ekki skrifað þetta k. K-ið háir mér þó ekki. Mér finnst skipta meira máli hvað fólk skrifar, heldur en hvernig. En guði sé lof fyrir forræðishyggjufólkið samt. Annars væru ógeðslegir póstalausir gluggar út um allt og þjóðfélagið vaðandi í pöddufullu fólki með fáránleg nöfn að drekka lúsasjampó. Illa skrifandi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun