Fótbolti

„Firmino þarf ekki augað til að spila“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Firmino fagnar marki sínu með því að slá á létta strengi og halda fyrir meidda augað
Firmino fagnar marki sínu með því að slá á létta strengi og halda fyrir meidda augað vísir/getty
Roberto Firmino tryggði Liverpool sigur á PSG í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld. Mikil óvissa var með þátttöku hans í leiknum vegna augnmeiðsa.

Firmino fór meiddur af velli í leik Liverpool og Tottenham um helgina og æfði ekki með Liverpool daginn fyrir leik. Hann var settur á bekkinn gegn PSG en kom inn í seinni hálfleik og skoraði dramatískt sigurmark í uppbótartíma.

Liðsfélagi hans, Sadio Mane, segist hafa kvatt Firmino til þess að spila.

„Ég held hann þurfi ekki augað á sér til þess að spila svo ég sendi honum skilaboð á mánudag og sagði að við þyrftum á honum að halda,“ sagði Mane eftir leikinn.

„Þið hafið öll séð mörkin sem hann skorar án þess að horfa svo ég held hann þurfi ekki augað á sér til þess að spila.“

Liverpool komst 2-0 yfir í leiknum en PSG náði að jafna metin undir lok leiksins áður en Firmino tryggði heimamönnum sigurinn á 92. mínútu leiksins.

„Þetta eru stór úrslit og mjög mikilvægt fyrir okkur að halda áfram að ná í góð úrslit.“

„PSG er eitt besta lið heims en við spiluðum vel og áttum skilið að vinna,“ sagði Sadio Mane.


Tengdar fréttir

Firmino ekki alvarlega meiddur

Roberto Firmino, sóknarmaður Liverpool, kveðst ekki vera alvarlega meiddur þrátt fyrir að hafa þurft að fara útaf í stórleiknum gegn Tottenham í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×