Logi og Rósa fóru ekki í flugmóðurskipið: „Hef nóg að gera á þinginu“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2018 17:57 Logi Már og Rósa Björk. Vísir/Vilhelm/Stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þáðu ekki boð bandaríska sendiráðsins á Íslandi um að fara um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman.Utanríkisráðherra, þingmönnum í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO var boðið um borð í skipið. Rósa Björk og Logi eru í utanríkismálanefnd Alþingis. Rósa Björk segist í samtali við Vísi hafa afþakkað boðið. „Þetta er ekki minn tebolli og samræmist ekki alveg mínum pólitískum skoðunum eða áhugasviði, þannig að ég var ekki að fara,“ segir Rósa. Logi segir í samtali við Vísi að hann hefði takmarkaðan áhuga á flugmóðurskipum. „Ég hef nóg að gera á þinginu og alveg óskaplega lítinn áhuga á flugmóðurskipum. Ég ákvað því að sleppa þessu.“Mynd tekin af flugmóðurskipinu Harry S. Truman í Norður-Atlantshafi í gær.Bandaríski sjóherinnHann segist halda að tilgangur ferðarinnar hafi verið að kynna varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, sem haldin verður í Norður-Atlantshafi, í Noregi og á Íslandi í október og nóvember næstkomandi. „Ég fékk bara fullnægjandi kynningu á þessu öllu utanríkismálafundi í morgun og taldi það nægja,“ segir Logi. Flogið var með tveimur Gumnman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Var það talið athyglisvert í ljósi þess að samningur á milli Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll frá árinu 2013 kveður á um að hernaðarumsvif skuli vera eins lítil og mögulegt er. Staðfest er að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fóru um borð í flugmóðurskipið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var einnig þar ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, þáðu ekki boð bandaríska sendiráðsins á Íslandi um að fara um borð í flugmóðurskipið USS Harry S. Truman.Utanríkisráðherra, þingmönnum í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO var boðið um borð í skipið. Rósa Björk og Logi eru í utanríkismálanefnd Alþingis. Rósa Björk segist í samtali við Vísi hafa afþakkað boðið. „Þetta er ekki minn tebolli og samræmist ekki alveg mínum pólitískum skoðunum eða áhugasviði, þannig að ég var ekki að fara,“ segir Rósa. Logi segir í samtali við Vísi að hann hefði takmarkaðan áhuga á flugmóðurskipum. „Ég hef nóg að gera á þinginu og alveg óskaplega lítinn áhuga á flugmóðurskipum. Ég ákvað því að sleppa þessu.“Mynd tekin af flugmóðurskipinu Harry S. Truman í Norður-Atlantshafi í gær.Bandaríski sjóherinnHann segist halda að tilgangur ferðarinnar hafi verið að kynna varnaræfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, sem haldin verður í Norður-Atlantshafi, í Noregi og á Íslandi í október og nóvember næstkomandi. „Ég fékk bara fullnægjandi kynningu á þessu öllu utanríkismálafundi í morgun og taldi það nægja,“ segir Logi. Flogið var með tveimur Gumnman C2 Grayhound flutningavélum frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan eitt í dag. Var það talið athyglisvert í ljósi þess að samningur á milli Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins um Reykjavíkurflugvöll frá árinu 2013 kveður á um að hernaðarumsvif skuli vera eins lítil og mögulegt er. Staðfest er að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Smári McCarthy þingmaður Pírata, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir þingmaður Samfylkingarinnar og Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fóru um borð í flugmóðurskipið. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var einnig þar ásamt starfsfólki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Tengdar fréttir Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Þingmenn í leyniferð um borð í bandarísku flugmóðurskipi Nokkrir þingmenn í utanríkismálanefnd og þingmannanefnd NATO eru þessa stundina um borð í bandarísku flugmóðurskipi suður af Íslandi í boði bandarískra stjórnvalda. 19. september 2018 16:11