Innlent

Há­værar flug­vélar sem vöktu at­hygli í gær voru á æfingu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Orystuþota danska hersins. Myndin er úr safni.
Orystuþota danska hersins. Myndin er úr safni. Getty

Flug tveggja véla, annars vegar franskrar eldsneytisvélar og hins vegar danskrar herþotu, vakti athygli einhverra landsmanna um miðjan dag í gær.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að um æfingaflug hafi verið að ræða. Flugvélarnar tvær hafi flogið yfir hálendið og svo tekið aðflugsæfingu að Akureyrarflugvelli.

Fréttastofu bárust ábendingar um vélina í gær. Einn sagðist hafa heyrt frá þeim miklar drunur í Skorradal.

Daníel Hjálmtýsson tónlistarmaður velti vélunum fyrir sér í færslu og Facebook, þær hefðu flogið yfir garðinn hans og honum ekki verið skemmt. Hann sagðist aldrei hafa séð flugvélar fljúga eins þétt við hlið hvorrar annarrar áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×