Haustveiðin oft ágæt í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 19. september 2018 13:00 Haustveiðin getur oft verið ágæt í Ytri Rangá Mynd: Bjarki Már Jóhannsson Veiðin í Rangánum heldur áfram vel inní október en það veiðist oft ágætlega á þessum tíma. Heildarveiðin í Rangánum var 3.445 laxar þegar tölur voru gerðar upp síðasta miðvikudag en von er á nýjum veiðitölum úr laxveiðiánum í dag og verður uppfærslan birt sem endranær inná www.angling.is. Veiðin síðustu daga hefur verið ágæt í Ytri Rangá en á mánudaginn komu 24 laxar á land og í gær veiddust 34 laxar sem er fín veiði í alla staði miðað við árstíma. Það virðist vera töluvert af laxi á nokkrum veiðistöðum en þó minna en var í fyrra enda sést það á heildarveiðinni en það munar um helming á veiddum löxum það sem af er tímabili og heildarveiðinni í fyrra en það ár var eins og unnendur Ytri Rangár muna eftir gott veiðisumar í ánni þó það hafi ekki verið það besta sem áin hefur sýnt. Haldi áin þessum takti sem hún er í núna út veiðitímann er ekki loku fyrir það skotið að hún geti skorað vel yfir 4.000 laxa svo við vonum að veður haldist gott fram að því. Mest lesið Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Tók 50 silunga á einni morgunstund í Sauðlauksvatni Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði
Veiðin í Rangánum heldur áfram vel inní október en það veiðist oft ágætlega á þessum tíma. Heildarveiðin í Rangánum var 3.445 laxar þegar tölur voru gerðar upp síðasta miðvikudag en von er á nýjum veiðitölum úr laxveiðiánum í dag og verður uppfærslan birt sem endranær inná www.angling.is. Veiðin síðustu daga hefur verið ágæt í Ytri Rangá en á mánudaginn komu 24 laxar á land og í gær veiddust 34 laxar sem er fín veiði í alla staði miðað við árstíma. Það virðist vera töluvert af laxi á nokkrum veiðistöðum en þó minna en var í fyrra enda sést það á heildarveiðinni en það munar um helming á veiddum löxum það sem af er tímabili og heildarveiðinni í fyrra en það ár var eins og unnendur Ytri Rangár muna eftir gott veiðisumar í ánni þó það hafi ekki verið það besta sem áin hefur sýnt. Haldi áin þessum takti sem hún er í núna út veiðitímann er ekki loku fyrir það skotið að hún geti skorað vel yfir 4.000 laxa svo við vonum að veður haldist gott fram að því.
Mest lesið Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði Tók 50 silunga á einni morgunstund í Sauðlauksvatni Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Laxá í Dölum pökkuð af laxi Veiði