Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2018 11:00 Pistill Halldórs birtist fyrst á Moggablogginu hans í gær. „Ekki er víst að óhætt sé að endurbirta pistil Halldórs Jónssonar.“ Þannig hefjast Staksteinar Morgunblaðsins í dag, með fyrirvara á pistilinn sem fylgir í kjölfarið. Um er að ræða endurbirtingu á pistlinum „Dömufrí“ sem Halldór, verkfræðingur og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði á bloggsíðu sína í gær. Þar snertir Halldór á funheitu máli vestan hafs sem snýr að skipun nýs Hæstaréttardómara og ber saman við hvernig hann reyndi að vingast við stúlkur á dansæfingum í Menntaskólanum í Reykjavík á árum áður. „Þegar ég hugsa til baka hvernig maður hegðaði sér á dansæfingum í MR. Búinn að tendra sig upp á brennivíni og Camelsmóki bauð maður stelpunum upp og reyndi allt til að vanga þær og trukka og helst að komast í sleik,“ segir Halldór í pistli sínum sem vakið hefur athygli í morgunsárið. „Þessi hegðun myndi koma í veg fyrir að ég yrði samþykktur í embætti ef Trump myndi vilja hygla mér eins og Kawanough eða hvernig það er stafað. Sá kall hegðaði sér eitthvað svona á menntaskólaböllum fyrir einum þrjátíu árum. Nú ætla demókratarnir að nota það til að hindra að þessi dóni komist í Hæstarétt Bandaríkjanna.“Ritstjórnargrein í Mbl. Um pistil sem lýsir því yfir að það sé bölvað vesen og réttrúnaður að mega ekki lengur drekka sig í gang til að 'trukka“ og troða sér í sleik við konur sem vilja það ekki. Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur. #gamlirhvítirkarlar pic.twitter.com/9szflEfNHT— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) September 19, 2018 Sakaður um tilraun til nauðgunar Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í embætti Hæstaréttardómara, er sakaður um að hafa á framhaldsskólaaldri veist að stúlku, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni á meðan vinur horfði á. Þessu heldur sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford fram fullum fetum. Kavanaugh segist tilbúinn að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar, í annað skipti. „Ef bara hefðu verið dömufrí í MR í gamla daga hefði mér líklega sjaldnar verið boðið upp en þeim myndarlegri. Fyrir bragðið hefði ég líklega minna á samviskunni varðandi mögulegt embættisgengi og færri stelpur hefði talið sig geta hankað mig á einhverju, þó svo að ég hafi ekki orðið var við mikla mótspyrnu þeirra á þeim tíma .En kannski hef ég bara fattað þetta vitlaust eins og þeir í Orkuveitunni,“ segir Halldór. „Ef bara konur mættu hafa kynferðislegt frumkvæði í formi almenns dömufrís en ekki þessir ólaungröðu kallar sem vaða allstaðar uppi, bæði prelátar, paragraffistar og pólitíkusar, þá yrðu kannski færri vandræði en nú ríða allstaðar húsum.“Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna.Vísir/EPABrotið á rétti til að „niðurlægja konur“ Pistill Halldórs er birtur í Staksteinum undir titlinum „Samfélag heilagra“. Nokkur umræða hefur skapast um hann á Twitter þar sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV, hneykslast á skrifunum. „Þetta er svo sjúkt. Vilja Staksteinar ekki líka endurbirta pistilinn hans Halldórs um hvað það er skrýtið það séu engin takmörk fyrir því „hvers konar útlendingar mega flytjast hingað“ þegar hundar þurfa að fara í Hrísey og sænskar getur mega ekki menga Þingvallavatn,“ segir Stígur. „Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur,“ segir Þórður.Að „trukka“ konur Velta margir fyrir sér hvað sögnin „trukka“ þýði. Í Slangurorðabókinni segir að „trukka“ þýði að koma kvenmanni til, eins og Bergur Ebbi Benediktsson sagði frá á Lestrarhátíð 2012. Eða að þrýsta konu að sér, eins og í dansi. Þá getur verið að Halldór sé undir áhrifum úr sænsku en orðið Tryckare þýðir vangadans. Þá er komið inn á að trukka í texta við lagið Ó Jósep Jósep.Ó, Jósep, Jósep láttu bílinn brunaog byrjaðu sem fyrst að trukka mig.Við keyrum út í græna náttúruna,sem gerir viðkvæm bæði mig og þig.Ó, Jósep, Jósep hvar er karlmannslundinog kjarkur sá er prýðir hraustan mann.hvenær má ég klerkinn pantakjarkinn má ei vanta.Jósep, Jósep nefndu daginn þann. Bandaríkin MeToo Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
„Ekki er víst að óhætt sé að endurbirta pistil Halldórs Jónssonar.“ Þannig hefjast Staksteinar Morgunblaðsins í dag, með fyrirvara á pistilinn sem fylgir í kjölfarið. Um er að ræða endurbirtingu á pistlinum „Dömufrí“ sem Halldór, verkfræðingur og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði á bloggsíðu sína í gær. Þar snertir Halldór á funheitu máli vestan hafs sem snýr að skipun nýs Hæstaréttardómara og ber saman við hvernig hann reyndi að vingast við stúlkur á dansæfingum í Menntaskólanum í Reykjavík á árum áður. „Þegar ég hugsa til baka hvernig maður hegðaði sér á dansæfingum í MR. Búinn að tendra sig upp á brennivíni og Camelsmóki bauð maður stelpunum upp og reyndi allt til að vanga þær og trukka og helst að komast í sleik,“ segir Halldór í pistli sínum sem vakið hefur athygli í morgunsárið. „Þessi hegðun myndi koma í veg fyrir að ég yrði samþykktur í embætti ef Trump myndi vilja hygla mér eins og Kawanough eða hvernig það er stafað. Sá kall hegðaði sér eitthvað svona á menntaskólaböllum fyrir einum þrjátíu árum. Nú ætla demókratarnir að nota það til að hindra að þessi dóni komist í Hæstarétt Bandaríkjanna.“Ritstjórnargrein í Mbl. Um pistil sem lýsir því yfir að það sé bölvað vesen og réttrúnaður að mega ekki lengur drekka sig í gang til að 'trukka“ og troða sér í sleik við konur sem vilja það ekki. Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur. #gamlirhvítirkarlar pic.twitter.com/9szflEfNHT— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) September 19, 2018 Sakaður um tilraun til nauðgunar Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í embætti Hæstaréttardómara, er sakaður um að hafa á framhaldsskólaaldri veist að stúlku, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni á meðan vinur horfði á. Þessu heldur sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford fram fullum fetum. Kavanaugh segist tilbúinn að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar, í annað skipti. „Ef bara hefðu verið dömufrí í MR í gamla daga hefði mér líklega sjaldnar verið boðið upp en þeim myndarlegri. Fyrir bragðið hefði ég líklega minna á samviskunni varðandi mögulegt embættisgengi og færri stelpur hefði talið sig geta hankað mig á einhverju, þó svo að ég hafi ekki orðið var við mikla mótspyrnu þeirra á þeim tíma .En kannski hef ég bara fattað þetta vitlaust eins og þeir í Orkuveitunni,“ segir Halldór. „Ef bara konur mættu hafa kynferðislegt frumkvæði í formi almenns dömufrís en ekki þessir ólaungröðu kallar sem vaða allstaðar uppi, bæði prelátar, paragraffistar og pólitíkusar, þá yrðu kannski færri vandræði en nú ríða allstaðar húsum.“Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna.Vísir/EPABrotið á rétti til að „niðurlægja konur“ Pistill Halldórs er birtur í Staksteinum undir titlinum „Samfélag heilagra“. Nokkur umræða hefur skapast um hann á Twitter þar sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV, hneykslast á skrifunum. „Þetta er svo sjúkt. Vilja Staksteinar ekki líka endurbirta pistilinn hans Halldórs um hvað það er skrýtið það séu engin takmörk fyrir því „hvers konar útlendingar mega flytjast hingað“ þegar hundar þurfa að fara í Hrísey og sænskar getur mega ekki menga Þingvallavatn,“ segir Stígur. „Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur,“ segir Þórður.Að „trukka“ konur Velta margir fyrir sér hvað sögnin „trukka“ þýði. Í Slangurorðabókinni segir að „trukka“ þýði að koma kvenmanni til, eins og Bergur Ebbi Benediktsson sagði frá á Lestrarhátíð 2012. Eða að þrýsta konu að sér, eins og í dansi. Þá getur verið að Halldór sé undir áhrifum úr sænsku en orðið Tryckare þýðir vangadans. Þá er komið inn á að trukka í texta við lagið Ó Jósep Jósep.Ó, Jósep, Jósep láttu bílinn brunaog byrjaðu sem fyrst að trukka mig.Við keyrum út í græna náttúruna,sem gerir viðkvæm bæði mig og þig.Ó, Jósep, Jósep hvar er karlmannslundinog kjarkur sá er prýðir hraustan mann.hvenær má ég klerkinn pantakjarkinn má ei vanta.Jósep, Jósep nefndu daginn þann.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent