Borgarstjórn samþykkir tillögu um sumaropnun leikskóla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. september 2018 22:33 Tillaga meirihlutans um sumaropnun leikskóla var samþykkt með 22 atkvæðum. vísir/vilhelm Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að fela skóla- og frístundasviði að hefja undirbúning á tilraunaverkefni um að einn leikskóli í hverju hverfi skuli vera opinn allt sumarið árið 2019 var samþykkt í kvöld með 22 atkvæðum. Einn borgarfulltrúi sat hjá. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, kynnti tillöguna og sagði hana eiga sér stoð í samstarfssáttmála meirihlutans hjá Reykjavíkurborg. Í greinargerð með tillögunni segir að tilraunaverkefnið líkist því sem tíðkist í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á borð við Mosfellsbæ og Garðabæ en þar sameina leikskólarnir starfsemi sína í eina starfsstöð yfir sumartímann. Borgarfulltrúar voru flestir sammála um að hér væri um jákvætt skref að ræða enda ættu ekki allir foreldrar kost á því að taka sér frí á þeim tíma sem leikskólarnir eru lokaðir. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, tók fram að hún væri ekki á móti tillögunni en hefði þó áhyggjur af því hvaða áhrif breytingin og aukin opnun hefði á börn og starfsfólk leikskólanna. Áfram verður miðað við þá reglu að börnin fái samfellt sumarfrí í að lágmarki 4 vikur en tillagan miðar að auknu valfrelsi foreldra til að skipuleggja sjálfir sumarfrí fjölskyldunnar.Hér er hægt að lesa sér nánar til um tillögu meirihlutans í borgarstjórn um sumaropnun leikskóla. Borgarstjórn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Tillaga borgarfulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um að fela skóla- og frístundasviði að hefja undirbúning á tilraunaverkefni um að einn leikskóli í hverju hverfi skuli vera opinn allt sumarið árið 2019 var samþykkt í kvöld með 22 atkvæðum. Einn borgarfulltrúi sat hjá. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, kynnti tillöguna og sagði hana eiga sér stoð í samstarfssáttmála meirihlutans hjá Reykjavíkurborg. Í greinargerð með tillögunni segir að tilraunaverkefnið líkist því sem tíðkist í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu á borð við Mosfellsbæ og Garðabæ en þar sameina leikskólarnir starfsemi sína í eina starfsstöð yfir sumartímann. Borgarfulltrúar voru flestir sammála um að hér væri um jákvætt skref að ræða enda ættu ekki allir foreldrar kost á því að taka sér frí á þeim tíma sem leikskólarnir eru lokaðir. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands, tók fram að hún væri ekki á móti tillögunni en hefði þó áhyggjur af því hvaða áhrif breytingin og aukin opnun hefði á börn og starfsfólk leikskólanna. Áfram verður miðað við þá reglu að börnin fái samfellt sumarfrí í að lágmarki 4 vikur en tillagan miðar að auknu valfrelsi foreldra til að skipuleggja sjálfir sumarfrí fjölskyldunnar.Hér er hægt að lesa sér nánar til um tillögu meirihlutans í borgarstjórn um sumaropnun leikskóla.
Borgarstjórn Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira