Gaman að djöflast aðeins Starri Freyr Jónsson skrifar 18. september 2018 16:30 Hólmfríður Guðmundsdóttir er á fullu í Cross-fit. Fréttablaðið/sigtryggur Hólmfríður Guðmundsdóttir hóf að æfa CrossFit í upphafi síðasta sumars með hópi fólks á aldrinum 70-80 ára. Sjálf er hún áttræð og segir í algjörum forgangi að hreyfa sig enda sé hún óvenju sprækt gamalmenni. Það var fyrir algjöra tilviljun sem hin áttræða Hólmfríður Guðmundsdóttir hóf að stunda CrossFit-íþróttina síðasta sumar. Hún hafði sótt jógatíma og stundað dansleikfimi í Kramhúsinu í miðbæ Reykjavíkur í aldarfjórðung auk þess sem hún sótti vatnsleikfimi á Seltjarnarnesinu í 28 ár. Þegar Kramhúsið fór í hefðbundið þriggja mánaða sumarfrí í upphafi síðasta sumars hugðist Hólmfríður sækja tækjasal úti á Seltjarnarnesi en þá gripu örlögin í taumana að hennar sögn. „Það má svo sannarlega segja að þetta hafi allt saman verið mikil tilviljun. Ég hitti mann á tónleikum á Jómfrúnni í upphafi sumars. Hann hafði æft CrossFit í allan vetur ásamt félaga sínum og fannst þeim báðum mjög gaman. Ég hreifst svo af frásögn hans að ég sagði bara við hann að ég skyldi mæta strax.“Bjóst ekki við neinu Hún mætti í næsta tíma og tók tvær vinkonur sínar með. „Ef ég á að vera hreinskilin vissi ég ekki hverju ég átti von á og bjóst því svo sem ekki við einu né neinu. En tímarnir eru búnir að vera mjög skemmtilegir og það gerir eiginlega útslagið hversu góður og skemmtilegur þjálfari okkar, Sólveig Gísladóttir, er. Hún vakir yfir okkur með arnfrán augu sín og ef við gerum eitthvað vitlaust þá leiðréttir hún okkur fallega.“ Það hefur fjölgað talsvert í hópnum frá því Hólmfríður byrjaði. „Ríkissjónvarpið leit til dæmis í heimsókn til okkar og þá fjölgaði í hópnum í kjölfarið. Mig grunað að vinsældir CrossFit eigi eftir að aukast enn frekar í vetur enda erum við Íslendingar duglegir að taka ýmis æði.“Mikil fjölbreytni Hólmfríður segist ekki eiga neinar uppáhaldsæfingar enda séu þær fjölbreyttar og stoppað sé stutt á hverri æfingastöð. „Það eru svo hraðar skiptingar og margvíslegar æfingar að maður nær ekki að verða leiður. Svo fann ég fljótt að ég styrktist við þessar æfingar. Við hjólum, róum, lyftum lóðum, hendum boltum og margt fleira skemmtilegt þannig að fjölbreytnin er mikil sem er mikill kostur. Ef ungur iðkandi myndi kíkja inn í salinn til okkar þætti honum vafa laust fyndið að sjá okkur gamalmennin djöflast.“Byrjaði um fimmtugt Þrátt fyrir að vera duglegri en margar áttræðar konur í kringum hana hefur Hólmfríður ekki alltaf stundað útivist og líkamsrækt. „Ég byrjaði ekki fyrst á þessu fyrr en um fimmtugt. Í fyrstu var ég í jóga hér á landi en síðan bjó ég í San Francisco í fimm ár en þar stundaði ég mikla og stífa leikfimi. Eftir árin í Bandaríkjunum bjó ég í Kaupmannahöfn og þar tók jóga aftur við. Fyrir þennan tíma gerði ég aldrei neitt sérstakt þegar kom að hreyfingu.“Styrkjandi og hressandi Hólmfríði finnst afar mikilvægt að eldra fólk stundi einhvers konar hreyfingu eða líkamsrækt við sitt hæfi. „Fyrir mig og flesta sem ég þekki er það í algjörum forgangi að hreyfa sig. Þótt það sé bara að skreppa í góðan göngutúr eða kíkja í sund. Ég kem alltaf svo endurnærð til baka. Svo eru það svona hóptímar eins og CrossFit sem eru mjög styrkjandi og hressandi á allan hátt. Það má eiginlega segja að maður yngist við að stunda CrossFit sem þýðir auðvitað að ég og fleiri geta búið lengur heima í stað þess að fara á elliheimili. Þannig græða allir. Ég get að minnsta kosti ekki hætt, enda 80 ára og óvenju sprækt gamalmenni.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Hólmfríður Guðmundsdóttir hóf að æfa CrossFit í upphafi síðasta sumars með hópi fólks á aldrinum 70-80 ára. Sjálf er hún áttræð og segir í algjörum forgangi að hreyfa sig enda sé hún óvenju sprækt gamalmenni. Það var fyrir algjöra tilviljun sem hin áttræða Hólmfríður Guðmundsdóttir hóf að stunda CrossFit-íþróttina síðasta sumar. Hún hafði sótt jógatíma og stundað dansleikfimi í Kramhúsinu í miðbæ Reykjavíkur í aldarfjórðung auk þess sem hún sótti vatnsleikfimi á Seltjarnarnesinu í 28 ár. Þegar Kramhúsið fór í hefðbundið þriggja mánaða sumarfrí í upphafi síðasta sumars hugðist Hólmfríður sækja tækjasal úti á Seltjarnarnesi en þá gripu örlögin í taumana að hennar sögn. „Það má svo sannarlega segja að þetta hafi allt saman verið mikil tilviljun. Ég hitti mann á tónleikum á Jómfrúnni í upphafi sumars. Hann hafði æft CrossFit í allan vetur ásamt félaga sínum og fannst þeim báðum mjög gaman. Ég hreifst svo af frásögn hans að ég sagði bara við hann að ég skyldi mæta strax.“Bjóst ekki við neinu Hún mætti í næsta tíma og tók tvær vinkonur sínar með. „Ef ég á að vera hreinskilin vissi ég ekki hverju ég átti von á og bjóst því svo sem ekki við einu né neinu. En tímarnir eru búnir að vera mjög skemmtilegir og það gerir eiginlega útslagið hversu góður og skemmtilegur þjálfari okkar, Sólveig Gísladóttir, er. Hún vakir yfir okkur með arnfrán augu sín og ef við gerum eitthvað vitlaust þá leiðréttir hún okkur fallega.“ Það hefur fjölgað talsvert í hópnum frá því Hólmfríður byrjaði. „Ríkissjónvarpið leit til dæmis í heimsókn til okkar og þá fjölgaði í hópnum í kjölfarið. Mig grunað að vinsældir CrossFit eigi eftir að aukast enn frekar í vetur enda erum við Íslendingar duglegir að taka ýmis æði.“Mikil fjölbreytni Hólmfríður segist ekki eiga neinar uppáhaldsæfingar enda séu þær fjölbreyttar og stoppað sé stutt á hverri æfingastöð. „Það eru svo hraðar skiptingar og margvíslegar æfingar að maður nær ekki að verða leiður. Svo fann ég fljótt að ég styrktist við þessar æfingar. Við hjólum, róum, lyftum lóðum, hendum boltum og margt fleira skemmtilegt þannig að fjölbreytnin er mikil sem er mikill kostur. Ef ungur iðkandi myndi kíkja inn í salinn til okkar þætti honum vafa laust fyndið að sjá okkur gamalmennin djöflast.“Byrjaði um fimmtugt Þrátt fyrir að vera duglegri en margar áttræðar konur í kringum hana hefur Hólmfríður ekki alltaf stundað útivist og líkamsrækt. „Ég byrjaði ekki fyrst á þessu fyrr en um fimmtugt. Í fyrstu var ég í jóga hér á landi en síðan bjó ég í San Francisco í fimm ár en þar stundaði ég mikla og stífa leikfimi. Eftir árin í Bandaríkjunum bjó ég í Kaupmannahöfn og þar tók jóga aftur við. Fyrir þennan tíma gerði ég aldrei neitt sérstakt þegar kom að hreyfingu.“Styrkjandi og hressandi Hólmfríði finnst afar mikilvægt að eldra fólk stundi einhvers konar hreyfingu eða líkamsrækt við sitt hæfi. „Fyrir mig og flesta sem ég þekki er það í algjörum forgangi að hreyfa sig. Þótt það sé bara að skreppa í góðan göngutúr eða kíkja í sund. Ég kem alltaf svo endurnærð til baka. Svo eru það svona hóptímar eins og CrossFit sem eru mjög styrkjandi og hressandi á allan hátt. Það má eiginlega segja að maður yngist við að stunda CrossFit sem þýðir auðvitað að ég og fleiri geta búið lengur heima í stað þess að fara á elliheimili. Þannig græða allir. Ég get að minnsta kosti ekki hætt, enda 80 ára og óvenju sprækt gamalmenni.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“