Keli er hinn upprunalegi Harry Potter Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. september 2018 09:00 Keli í Agent Fresco var módelið fyrir teikninguna af Harry Potter í fyrstu útgáfu bókarinnar á íslensku. Ég get ekki sagt að þetta hafi haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta er aðallega bara ógeðslega fyndið. Það samt trúir mér aldrei neinn!“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson, eða Keli eins og hann er alltaf kallaður, þegar blaðamaður spyr hann hvernig tilfinningin sé að það sé orðið opinbert að hann sé fyrirmynd Harry Potter á kápu fyrstu bókarinnar um galdrastrákinn sem gefin var út hér á landi. Þeir sem þekkja Kela vita að hann er mikill brandarakall og eiga því erfitt með að trúa sumu af því sem hann segir og er sagan af honum sem fyrirmynd Harry Potter engin undantekning. Borgarbókasafnið skellti þessum fróðleik þó á Facebook-síðu sína á föstudaginn og með fylgdu ótvíræðar sannanir svo að þetta er bara algjörlega komið á hreint núna. Keli segir að hann hafi ekki uppskorið mikla frægð í æsku fyrir að vera módelið á teikningunni.Hér má sjá teikninguna á platta sem pabbi Kela gaf honum og á hinni myndinni er Keli með kápuna innrammaða.„Nei, ég lít ekkert út eins og Harry Potter – ég var bara einhver rauðhærður krullaður gaur. Pabbi minn teiknaði kápuna og ég fékk að vera með honum aðeins í þessu. Þetta var auðvitað bara fyrsta bókin og við vissum alls ekkert hvað þetta væri – þetta var bara bók um einhvern gaur. Ég var bara að leika mér með pabba að búa til einhvern karakter. Bækurnar voru auðvitað ekkert orðnar vinsælar og engar bíómyndir komnar eða neitt.“ Daniel Radcliffe var líklega bara í bleyju þegar Keli sat fyrir á þessari frægu mynd. „Ég vil halda það að hann hafi hannað sitt lúkk eftir þessari mynd af mér.“Þessar útgáfur af Harry Potter og viskusteininum eru núna orðnar gríðarlega sjaldgæfar og raunar safngripir. 1. og 2. prentun ganga kaupum og sölum á internetinu og hægt að fá töluvert fé fyrir. Guðjón Ketilsson, faðir Kela og listamaðurinn bak við myndina, gaf Kela svo upprunalegu myndina, skissurnar og ljósmyndina af honum að sitja fyrir – allt vafalaust eitthvað sem væri hægt að selja rándýrt á réttum stað. Þegar blaðamaður nær á Kela er hann í Sviss þar sem hann er að spila með hljómsveit sinni Agent Fresco. Hann segir túrinn ganga eins og í sögu og að þeir séu að taka gigg á dag. Aðspurður hvernig menn nái sér niður á milli tónleika segir Keli að fyrst hann sé í Sviss sé það aðallega gert með því að fá sér einn rjúkandi bolla af kakódrykknum Swiss Miss. „Þetta gengur miklu betur en við héldum og það er sturlaður fílingur. Við erum líka á flottustu rútu sem ég hef séð í lífinu. Við erum loksins orðnir stjörnur.“ Getur verið að þið hafið fengið svona flotta rútu vegna þess að þú ert hinn upprunalegi Harry Potter? „Já, það var þá! Það var einhver sem sagði að það gengi ekki að Harry Potter væri ekki í flottri rútu,“ segir Keli, eða Harry Potter, hlæjandi.Hér má sjá ljósmyndina sem var notuð sem fyrirmynd að teikningunni og svo hvernig krullurnar voru fjarlægðar af Kela. Rauði liturinn fékk svo loks að víkja og við tók dökkt hár. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira
Ég get ekki sagt að þetta hafi haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta er aðallega bara ógeðslega fyndið. Það samt trúir mér aldrei neinn!“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson, eða Keli eins og hann er alltaf kallaður, þegar blaðamaður spyr hann hvernig tilfinningin sé að það sé orðið opinbert að hann sé fyrirmynd Harry Potter á kápu fyrstu bókarinnar um galdrastrákinn sem gefin var út hér á landi. Þeir sem þekkja Kela vita að hann er mikill brandarakall og eiga því erfitt með að trúa sumu af því sem hann segir og er sagan af honum sem fyrirmynd Harry Potter engin undantekning. Borgarbókasafnið skellti þessum fróðleik þó á Facebook-síðu sína á föstudaginn og með fylgdu ótvíræðar sannanir svo að þetta er bara algjörlega komið á hreint núna. Keli segir að hann hafi ekki uppskorið mikla frægð í æsku fyrir að vera módelið á teikningunni.Hér má sjá teikninguna á platta sem pabbi Kela gaf honum og á hinni myndinni er Keli með kápuna innrammaða.„Nei, ég lít ekkert út eins og Harry Potter – ég var bara einhver rauðhærður krullaður gaur. Pabbi minn teiknaði kápuna og ég fékk að vera með honum aðeins í þessu. Þetta var auðvitað bara fyrsta bókin og við vissum alls ekkert hvað þetta væri – þetta var bara bók um einhvern gaur. Ég var bara að leika mér með pabba að búa til einhvern karakter. Bækurnar voru auðvitað ekkert orðnar vinsælar og engar bíómyndir komnar eða neitt.“ Daniel Radcliffe var líklega bara í bleyju þegar Keli sat fyrir á þessari frægu mynd. „Ég vil halda það að hann hafi hannað sitt lúkk eftir þessari mynd af mér.“Þessar útgáfur af Harry Potter og viskusteininum eru núna orðnar gríðarlega sjaldgæfar og raunar safngripir. 1. og 2. prentun ganga kaupum og sölum á internetinu og hægt að fá töluvert fé fyrir. Guðjón Ketilsson, faðir Kela og listamaðurinn bak við myndina, gaf Kela svo upprunalegu myndina, skissurnar og ljósmyndina af honum að sitja fyrir – allt vafalaust eitthvað sem væri hægt að selja rándýrt á réttum stað. Þegar blaðamaður nær á Kela er hann í Sviss þar sem hann er að spila með hljómsveit sinni Agent Fresco. Hann segir túrinn ganga eins og í sögu og að þeir séu að taka gigg á dag. Aðspurður hvernig menn nái sér niður á milli tónleika segir Keli að fyrst hann sé í Sviss sé það aðallega gert með því að fá sér einn rjúkandi bolla af kakódrykknum Swiss Miss. „Þetta gengur miklu betur en við héldum og það er sturlaður fílingur. Við erum líka á flottustu rútu sem ég hef séð í lífinu. Við erum loksins orðnir stjörnur.“ Getur verið að þið hafið fengið svona flotta rútu vegna þess að þú ert hinn upprunalegi Harry Potter? „Já, það var þá! Það var einhver sem sagði að það gengi ekki að Harry Potter væri ekki í flottri rútu,“ segir Keli, eða Harry Potter, hlæjandi.Hér má sjá ljósmyndina sem var notuð sem fyrirmynd að teikningunni og svo hvernig krullurnar voru fjarlægðar af Kela. Rauði liturinn fékk svo loks að víkja og við tók dökkt hár.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Fleiri fréttir Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Sjá meira