Bjarni Bjarnason var kosinn stjórnandi ársins 2014 Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2018 13:19 Bjarni Bjarnason hefur staðið í ströngu sem forstjóri OR. Ekki er langt síðan hann greindi frá rakaskemmdum í umdeildum húsakynnum stofnunarinnar og nú hefur fallið skuggi á áður rómaða hæfni hans sem stjórnanda. Öll spjót standa nú á Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur sem og stjórn hins opinbera fyrirtækisins, eftir harðorðar útlistanir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar – dótturfyrirtækis OR, á samskiptum sínum við forstjórann. Sem kemur á óvart því fyrir fjórum árum var Bjarni sérstaklega kjörinn stjórnandi ársins.Stjórnandi ársins árið 2014 Áslaug Thelma heldur því fram að Bjarna hafi verið kunnugt um ruddalega framgöngu framkvæmdastjóra ON, sem kvartað var undan, en hafi snúið blinda auganu að því á þeim forsendum að framkvæmdastjórinn væri svo góður rekstrarmaður. Málið hefur vakið mikla athygli en Bjarni sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stundu þar sem hann segist ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu.Á vef OR er að finna frásögn af því þegar Bjarni Bjarnason þáði viðurkenningu úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar sem snéri að því að Bjarni væri afbragð annarra stjórnenda.skjáskot af vef orÞetta klandur forstjórans hlýtur að koma mörgum í opna skjöldu. Þó ekki sé nema vegna þess að árið 2014 var Bjarni sérstaklega kosinn stjórnandi ársins af Stjórnvísi og þáði sem slíkur sérstaka viðurkenningu sem þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti við hátíðlega athöfn.Nýtur virðingar starfsfólks að sögn Orkuveita Reykjavíkur greindi frá þeim viðburði á vef sínum og vitnar skilmerkilega í afar lofsamlega umsögn dómnefndar um hæfi Bjarna sem stjórnanda. Hann er sagður öflugur leiðtogi, með sterka framtíðarsýn og hefur, að mati samstarfsmanna sinna, tekist að fylkja starfsfólkinu á bak við sig. Jafnframt að hann hafi látið jafnréttismál sérstaklega til sín taka. Ef marka má umsagnir eru starfsmenn OR honum þakklátir fyrir að hafa náð að bjarga fyrirtækinu úr ógöngum. „Hann er sagður sýna ótrúlega elju og dugnað, vera sanngjarn en kröfuharður og einnig góð fyrirmynd; hann fari fram af ákveðni en sýni mýkt þegar það á við og hlusti vel. Hann nýtur virðingar jafnt inni á vinnustaðnum sem og utan hans.“Vakinn og sofinn yfir velferð starfsfólks En, sem áður sagði er Áslaug Thelma ekki í hópi aðdáenda Bjarna. Og svo enn sé vitnað í umsagnir dómnefndar Stjórnvísis: „Um leið og hann hafi náð gríðarlegum árangri í fjármálastjórnun, þá hafi hann fundið tíma til að sinna þáttum eins og upplýsingagjöf til starfsmanna, jafnréttismálum og umhverfismálum, auk þess sem þjónustumenningin hafi batnað með mælanlegum hætti undir hans forystu.“ Bjarni er aukinheldur sagður óhræddur við að hugsa út fyrir boxið hvort sem um er að ræða aðgerðir til hagræðingar eða að bæta starfsumhverfi starfsfólks. MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Öll spjót standa nú á Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur sem og stjórn hins opinbera fyrirtækisins, eftir harðorðar útlistanir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fráfarandi forstöðumanns forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá Orku Náttúrunnar – dótturfyrirtækis OR, á samskiptum sínum við forstjórann. Sem kemur á óvart því fyrir fjórum árum var Bjarni sérstaklega kjörinn stjórnandi ársins.Stjórnandi ársins árið 2014 Áslaug Thelma heldur því fram að Bjarna hafi verið kunnugt um ruddalega framgöngu framkvæmdastjóra ON, sem kvartað var undan, en hafi snúið blinda auganu að því á þeim forsendum að framkvæmdastjórinn væri svo góður rekstrarmaður. Málið hefur vakið mikla athygli en Bjarni sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stundu þar sem hann segist ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu.Á vef OR er að finna frásögn af því þegar Bjarni Bjarnason þáði viðurkenningu úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar sem snéri að því að Bjarni væri afbragð annarra stjórnenda.skjáskot af vef orÞetta klandur forstjórans hlýtur að koma mörgum í opna skjöldu. Þó ekki sé nema vegna þess að árið 2014 var Bjarni sérstaklega kosinn stjórnandi ársins af Stjórnvísi og þáði sem slíkur sérstaka viðurkenningu sem þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti við hátíðlega athöfn.Nýtur virðingar starfsfólks að sögn Orkuveita Reykjavíkur greindi frá þeim viðburði á vef sínum og vitnar skilmerkilega í afar lofsamlega umsögn dómnefndar um hæfi Bjarna sem stjórnanda. Hann er sagður öflugur leiðtogi, með sterka framtíðarsýn og hefur, að mati samstarfsmanna sinna, tekist að fylkja starfsfólkinu á bak við sig. Jafnframt að hann hafi látið jafnréttismál sérstaklega til sín taka. Ef marka má umsagnir eru starfsmenn OR honum þakklátir fyrir að hafa náð að bjarga fyrirtækinu úr ógöngum. „Hann er sagður sýna ótrúlega elju og dugnað, vera sanngjarn en kröfuharður og einnig góð fyrirmynd; hann fari fram af ákveðni en sýni mýkt þegar það á við og hlusti vel. Hann nýtur virðingar jafnt inni á vinnustaðnum sem og utan hans.“Vakinn og sofinn yfir velferð starfsfólks En, sem áður sagði er Áslaug Thelma ekki í hópi aðdáenda Bjarna. Og svo enn sé vitnað í umsagnir dómnefndar Stjórnvísis: „Um leið og hann hafi náð gríðarlegum árangri í fjármálastjórnun, þá hafi hann fundið tíma til að sinna þáttum eins og upplýsingagjöf til starfsmanna, jafnréttismálum og umhverfismálum, auk þess sem þjónustumenningin hafi batnað með mælanlegum hætti undir hans forystu.“ Bjarni er aukinheldur sagður óhræddur við að hugsa út fyrir boxið hvort sem um er að ræða aðgerðir til hagræðingar eða að bæta starfsumhverfi starfsfólks.
MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21 Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23 Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Segir forstjóra OR meðvitað styðja ruddalega framkomu gagnvart konum Áslaug Thelma lýsir yfir miklum vonbrigðum með Bjarna Bjarnason forstjóra OR. 17. september 2018 11:21
Bjarni ætlar ekki að tjá sig Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitur Reykjavíkur, ætlar að svo stöddu ekki að tjá sig opinberlega um starfslok starfsfólks hjá Orkuveitunni eða dótturfélaginu, Orku náttúrunnar. 17. september 2018 12:23
Segir uppsögnina hjá ON algerlega tilhæfulausa Áslaug Thelma fer ítarlega yfir uppsögnina hjá ON. 17. september 2018 09:51