Fótbolti

Balague: Ástin dó á milli Ronaldo og Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronaldo í búningi Juventus.
Ronaldo í búningi Juventus. vísir/getty
Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague, sem skrifaði einnig ævisögu Cristiano Ronaldo, heldur því fram að Ronaldo hafi ekki viljað fara frá Real Madrid síðasta sumar.

Balague er nýbúinn að gefa út uppfærða útgáfu af bókinni sinni á Ítalíu og ræddi mál Ronaldo við þarlenda blaðamenn.

„Cristiano fann ekki lengur neina ást frá Real. Hún dó. Hann vildi ekki bara meiri pening frá Real heldur allan pakkann. Ég er sannfærður um að þegar hann fundaði með forseta Real að þá átti hann von á kauphækkun en ekki því að hann yrði að fara,“ sagði Balague.

„Nú þarf hann að lækka væntingar sínar og er byrjaður á því enda verður Juventus aldrei Real Madrid.“

Ronaldo var ekkert allt of sáttur við það að Balague skildi skrifa bók um hann. Sérstaklega var hann reiður yfir því að Balague skildi birta ljót orð sem Ronaldo sagði um Messi.

„Hann fyrirgaf mér þetta aldrei. Ég mætti svo á fyrsta leikinn hans á Ítalíu. Við hittumst og höfum þekkst lengi. Hann sagðist ekki vilja tala við mig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×