
Viðskiptamenn ársins
Hvað gerðist?
Ég velti stundum fyrir mér og ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um svarið: Hvað er góður viðskiptamaður? Hvað er góður stjórnandi í fyrirtæki? Nú hefur maður lesið af athygli og með þónokkurri undrun fréttir af íslensku flugfélögunum. Þeim hafa stýrt á undanförnum árum miklir mógúlar í viðskiptalífinu. Ég hugsa að þetta séu alveg ágætismenn. Hugmyndaríkir og áræðnir. Snjallir í tölunum. En vangavelturnar sem æpa á mig eru samt sem áður þessar: Það hefur beinlínis orðið fordæmalaus sprenging í túrisma á Íslandi á undanförnum árum. Fjöldi ferðafólks hingað til lands hefur aukist stjarnfræðilega. Flugfélögin hafa flutt hingað fólkið frá öllum heimshornum. Eldsneytisverð hefur verið í sögulegum lægðum. Hafa ekki ríkt kjörskilyrði til þess að reka flugfélag? Af hverju eiga félögin, eftir svona langan og góðan uppgangstíma, ekki haug af seðlum?
Innistæðulaust tal
Glætan spætan. Eldsneytisverð hækkar (eins og við mátti búast, ekki satt?) og vá. Allt er í steik. Ég veit ekki hvernig á að reka flugfélag. Kannski er samkeppnin svo mikil að öll flugfélög eru í raun nauðbeygð til að verðleggja sig í þrot. Það kann að vera. Ef til vill hafði Richard Branson rétt fyrir sér þegar hann sagði að besta leiðin fyrir milljarðamæring til þess að verða milljónamæringur sé að eiga flugfélag. En hversu heimskulegt er þetta samt? Sem Íslendingur er maður orðinn æði vanur því að fólk í viðskiptum sé dásamað og vöxtur fyrirtækja þeirra álitinn ríkulegt aðdáunarefni. Valdir eru viðskiptamenn ársins og tekin drottningarviðtöl um framtíðaráætlanir og hvernig ebitada og skúbidada og cashflow og margína muni skrilljónfaldast. Í hruninu var þjóðin rækilega minnt á það hvernig allt svona tal getur verið algjörlega innistæðulaust. Að baki velsældinni eru alltaf skuldir. Á bak við allt lán er lán. Eftir hrun liðu nokkur ár þar sem beinlínis allt fólk í viðskiptum var litið hornauga. Á tímabili fannst mér eins og stemningin væri þannig að enginn mætti yfirhöfuð hafa nein áform um neitt, ekki fjárfesta í neinu, ekki byggja neitt, nema kannski mögulega frú Vigdís Finnbogadóttir. Allir aðrir voru tortryggilegir.
Það má eitthvað á milli vera. Við þurfum góð, vel rekin fyrirtæki. Þá kom einmitt ferðaþjónustan og allur uppgangurinn. Maður gladdist yfir því að leiðsögufólk í lopapeysum náði loksins að græða fé. Konur á fjallahjólum stofnuðu fyrirtæki. Iðnaðarhúsnæði varð gistihús. Líf spratt. Var ljóðrænt réttlæti að verki? Nýtt heilbrigt viðskiptalíf að verða til?
Sami lærdómurinn
Stinga þá ekki þessir viðskiptamenn ársins aftur upp kollinum. Hressir. Öruggir. Búnir að hugsa þetta. Staðan er borðleggjandi. Þetta getur ekki klikkað. Þeirra tími er kominn. Í framtíðinni verður flug ókeypis. Ársreikningar sýna trausta stöðu. Frábær milliuppgjör.
Fregnirnar af vandræðum WOW í liðinni viku sýndu manni enn og aftur hversu fyndið og fáránlegt allt þetta tal er í raun og veru. Einn daginn eru peningarnir bara búnir. Allir hressir samt. Svona er lífið. Sjitt happens. Þetta reddaðist ekki.
Kannski reddast WOW og kannski reddast Icelandair. Eftir stendur þó enn einn harður lærdómurinn um sífellt það sama: Þeir sem fljúga hæst falla hraðast. Einhvern tímann verður vonandi í fararbroddi í viðskiptalífinu fólk sem er raunsærra, jarðbundnara, ekki of bjartsýnt. Það má vel vera eldhugar. Oft er hæfilegt óraunsæi drifkraftur framkvæmda. Það má vera áræðið. Það má vera hugmyndaríkt. Bara ekki hringja í okkur hin úr tíkallasímanum á Kvíabryggju enn eina ferðina til að segja okkur að peningarnir séu búnir.
Skoðun

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar