Fótbolti

Roma glutraði niður tveggja marka forystu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Frá Ólympíuleikvangnum í Róm í dag.
Frá Ólympíuleikvangnum í Róm í dag. vísir/getty
AS Roma byrjar tímabilið illa í ítölsku úrvalsdeildinni en liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum.

Í dag fengu Rómverjar botnlið Chievo í heimsókn og stefndi allt í þægilegt dagsverk hjá heimamönnum því þeir komust í 2-0 á fyrsta hálftímanum með mörkum Stephan El Shaarawy og Bryan Cristante. Staðan í leikhléi 2-0 fyrir Roma.

Chievo, sem var með tvö stig í mínus á botninum fyrir leikinn, neitaði að gefast upp og Valter Birsa minnkaði muninn strax á 52.mínútu.

Pólverjinn Mariusz Stepinski skoraði svo síðasta mark leiksins og jafnaði metin fyrir Chievo á 83.mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×