Minnisleysi lögreglu og sakborninga rætt í gær Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. september 2018 07:15 Verjendur Tryggva Rúnars og Kristjáns Viðars, Jón Magnússon og Jón Steinar Gunnlaugsson. Fréttablaðið/ERNIR Málflutningi lauk í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í gær. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, fluttu mál sinna skjólstæðinga sem voru báðir sakfelldir fyrir aðild að Guðmundarmálinu. Verjendum varð tíðrætt um minnisleysi rannsóknaraðila málsins sem kvaddir voru til skýrslutöku um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. janúar 2016 þar sem þeir voru spurðir um upphaf rannsóknar Guðmundarmálsins fjörutíu árum áður, í desember 1975. Fulltrúi sakadómara hafi sagt að hann gæti ekki svarað því hvaðan orðrómurinn hefði komið. Hafi hann vitað það væri hann búinn að gleyma því. Lögreglumennirnir fyrrverandi mundu þetta hvorugur. Furðuðu verjendur sig á því að rannsóknaraðilar hefðu ekki munað hvað hleypti málinu af stað og hvers vegna grunur beindist að þeim sem að lokum voru dæmd fyrir málið. Vísaði Jón Magnússon til gagna sem sýndu að vitnisburður þáverandi refsifanga á Litla-Hrauni hefði sett málið af stað og hefði hann gengist við því sjálfur að hafa logið að rannsóknarmönnum til að sleppa úr fangelsi. Vitni sem gaf sig fram við lögreglu 2014 sagði umræddan mann hafa ekið á Guðmund Einarsson nóttina sem hann hvarf. Var hann handtekinn og yfirheyrður í kjölfarið. Verjendur Tryggva Rúnars og Alberts lýstu því hvað skjólstæðingum þeirra hefði gengið illa að muna þá atburði sem þeim var gefið að sök að hafa átt þátt í en hefðu engu að síður verið óhemju samvinnuþýðir og lagt sig alla fram við að aðstoða lögreglumennina sem þeir litu á sem vini sína meðan á einangrunarvist þeirra stóð. Verjandi Alberts lýsti því hvernig ólöglegum og óeðlilegum rannsóknaraðferðum hefði verið beitt til að hjálpa Alberti að muna eftir atburðum sem hann upplifði aldrei og vísaði þar til svokallaðra sefjunarfunda. Verjandi Tryggva Rúnars vísaði til játningaskýrslna hans þar sem hann skráði slagsmál sem hann mundi eftir og smávægileg afbrot. Skýrslunnar er getið í úrskurðum endurupptökunefndar. Hún er stíluð á tiltekinn rannsóknarlögreglumann, frá Tryggva Rúnari. Á forsíðu hennar er skrifuð þessi athugasemd: „P.s. það sem mér rifjast upp og ég festi á blað, til minnis hjá mér og verði vonandi til góðs í þessu leiðindamáli sem við getum kallað „mál minnisleysisins hjá mér“ og ég held að það megi fullyrði Kristjáni [sic].“ Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00 Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00 Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Málflutningi lauk í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í gær. Guðjón Ólafur Jónsson, verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, og Jón Magnússon, verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, fluttu mál sinna skjólstæðinga sem voru báðir sakfelldir fyrir aðild að Guðmundarmálinu. Verjendum varð tíðrætt um minnisleysi rannsóknaraðila málsins sem kvaddir voru til skýrslutöku um málið í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. janúar 2016 þar sem þeir voru spurðir um upphaf rannsóknar Guðmundarmálsins fjörutíu árum áður, í desember 1975. Fulltrúi sakadómara hafi sagt að hann gæti ekki svarað því hvaðan orðrómurinn hefði komið. Hafi hann vitað það væri hann búinn að gleyma því. Lögreglumennirnir fyrrverandi mundu þetta hvorugur. Furðuðu verjendur sig á því að rannsóknaraðilar hefðu ekki munað hvað hleypti málinu af stað og hvers vegna grunur beindist að þeim sem að lokum voru dæmd fyrir málið. Vísaði Jón Magnússon til gagna sem sýndu að vitnisburður þáverandi refsifanga á Litla-Hrauni hefði sett málið af stað og hefði hann gengist við því sjálfur að hafa logið að rannsóknarmönnum til að sleppa úr fangelsi. Vitni sem gaf sig fram við lögreglu 2014 sagði umræddan mann hafa ekið á Guðmund Einarsson nóttina sem hann hvarf. Var hann handtekinn og yfirheyrður í kjölfarið. Verjendur Tryggva Rúnars og Alberts lýstu því hvað skjólstæðingum þeirra hefði gengið illa að muna þá atburði sem þeim var gefið að sök að hafa átt þátt í en hefðu engu að síður verið óhemju samvinnuþýðir og lagt sig alla fram við að aðstoða lögreglumennina sem þeir litu á sem vini sína meðan á einangrunarvist þeirra stóð. Verjandi Alberts lýsti því hvernig ólöglegum og óeðlilegum rannsóknaraðferðum hefði verið beitt til að hjálpa Alberti að muna eftir atburðum sem hann upplifði aldrei og vísaði þar til svokallaðra sefjunarfunda. Verjandi Tryggva Rúnars vísaði til játningaskýrslna hans þar sem hann skráði slagsmál sem hann mundi eftir og smávægileg afbrot. Skýrslunnar er getið í úrskurðum endurupptökunefndar. Hún er stíluð á tiltekinn rannsóknarlögreglumann, frá Tryggva Rúnari. Á forsíðu hennar er skrifuð þessi athugasemd: „P.s. það sem mér rifjast upp og ég festi á blað, til minnis hjá mér og verði vonandi til góðs í þessu leiðindamáli sem við getum kallað „mál minnisleysisins hjá mér“ og ég held að það megi fullyrði Kristjáni [sic].“
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00 Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00 Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Málin erfið fyrir dómara Hæstaréttar Munnlegur málflutningur hófst í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í gær. Enginn dómfelldu var viðstaddur nema Erla. Verjendur brýndu dómara til að leiðrétta mistök Hæstaréttar í málinu. 14. september 2018 06:00
Í beinni: Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála heldur áfram í dag. 14. september 2018 08:00
Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. 14. september 2018 17:00