Rassálfar í leikhúsinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. september 2018 10:00 Leikritið um Ronju ræningjadóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í dag. Leikritið um Ronju ræningjadóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í dag. Leikritið er byggt á einni vinsælustu skáldsögu Astrid Lindgren og Selma Björnsdóttir fer með leikstjórn. Söngkonan Salka Sól Eyfeld er í hlutverki hinnar hugrökku Ronju. Í leikritinu fara alls fjórtán börn með hlutverk. Þau leika meðal annars skondna rassálfa, hina ógnvænlegu grádverga og yrðlinga skógarins. Börnunum er skipt í tvo hópa til að minnka álagið á þeim en nú þegar er uppselt á þrjátíu sýningar. Nokkur barnanna eru í förðun og hárgreiðslu fyrir lokaæfingu á verkinu þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Þeirra á meðal er Hrafnhildur Hekla Hólmsteinsdóttir, ellefu ára. „Ég leik rassálf, yrðling og grádverg. Þannig að ég skipti oft um gervi, en mér finnst bara skemmtilegt að láta greiða mér og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur sem segir æfingaferlið hafa verið mikið fjör. „Þetta er búið að vera svo gaman. Það er skemmtilegast að vera á rennsli, sýna allt verkið í einu. Ég hlakka alveg ótrúlega mikið til að standa á sviðinu fyrir gesti. Ég er búin að eignast marga vini hér,“ segir Hrafnhildur sem segir alls ekki erfitt að vera leikari. Við hlið Hrafnhildar situr Daði Víðisson, ellefu að verða tólf ára. Það er verið að leggja lokahönd á hárgreiðsluna. „Ég er rassálfur og grádvergur í sýningunni, mér finnst skemmtilegast að leika rassálfana, það eru virkilega skemmtilegar senur,“ segir Daði sem kveður það mikla vinnu að læra hlutverk undir svona stóra sýningu. Hann er nemandi í Melaskóla. „Auðvitað missi ég smá úr skóla, en það er líka skóli að vera hér,“ segir hann. Mikael Guðmundsson, 10 ára, gengur í Vesturbæjarskóla og segir flest börnin bregða sér í mörg gervi. „Ég leik rassálf, grádverg og yrðling. Það er gaman að fara í svona mörg hlutverk og það er gaman að leika rassálf. Þeir eru mikið inni á sviðinu og þeir spyrja margra spurninga. Þeir spyrja í sífellu, af hverju, af hverju? Þeir eru svolítið fyndnir, finnst mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira
Leikritið um Ronju ræningjadóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í dag. Leikritið er byggt á einni vinsælustu skáldsögu Astrid Lindgren og Selma Björnsdóttir fer með leikstjórn. Söngkonan Salka Sól Eyfeld er í hlutverki hinnar hugrökku Ronju. Í leikritinu fara alls fjórtán börn með hlutverk. Þau leika meðal annars skondna rassálfa, hina ógnvænlegu grádverga og yrðlinga skógarins. Börnunum er skipt í tvo hópa til að minnka álagið á þeim en nú þegar er uppselt á þrjátíu sýningar. Nokkur barnanna eru í förðun og hárgreiðslu fyrir lokaæfingu á verkinu þegar blaðamann og ljósmyndara ber að garði. Þeirra á meðal er Hrafnhildur Hekla Hólmsteinsdóttir, ellefu ára. „Ég leik rassálf, yrðling og grádverg. Þannig að ég skipti oft um gervi, en mér finnst bara skemmtilegt að láta greiða mér og svoleiðis,“ segir Hrafnhildur sem segir æfingaferlið hafa verið mikið fjör. „Þetta er búið að vera svo gaman. Það er skemmtilegast að vera á rennsli, sýna allt verkið í einu. Ég hlakka alveg ótrúlega mikið til að standa á sviðinu fyrir gesti. Ég er búin að eignast marga vini hér,“ segir Hrafnhildur sem segir alls ekki erfitt að vera leikari. Við hlið Hrafnhildar situr Daði Víðisson, ellefu að verða tólf ára. Það er verið að leggja lokahönd á hárgreiðsluna. „Ég er rassálfur og grádvergur í sýningunni, mér finnst skemmtilegast að leika rassálfana, það eru virkilega skemmtilegar senur,“ segir Daði sem kveður það mikla vinnu að læra hlutverk undir svona stóra sýningu. Hann er nemandi í Melaskóla. „Auðvitað missi ég smá úr skóla, en það er líka skóli að vera hér,“ segir hann. Mikael Guðmundsson, 10 ára, gengur í Vesturbæjarskóla og segir flest börnin bregða sér í mörg gervi. „Ég leik rassálf, grádverg og yrðling. Það er gaman að fara í svona mörg hlutverk og það er gaman að leika rassálf. Þeir eru mikið inni á sviðinu og þeir spyrja margra spurninga. Þeir spyrja í sífellu, af hverju, af hverju? Þeir eru svolítið fyndnir, finnst mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Sjá meira