Eldislax líkast til í Eyjafjarðará Sveinn Arnarsson skrifar 14. september 2018 06:00 Eins og sjá má á myndunum ber laxinn ytri merki þess að vera ekki villtur. Lax, sem veiddist í Eyjafjarðará að kveldi 4. september síðastliðins, er mjög líklega ættaður úr eldiskví að sögn fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Útlitsgallar á fiskinum sem og samgróningar í kviðarholi hans benda eindregið til þess að um eldisfisk úr sjókví sé að ræða. Þann 4. september var Gísli Sigurður Gíslason að veiðum í Eyjafjarðará og setti í rúmlega áttatíu sentimetra lax um kvöldmatarleytið.Uggarnir eru vansakapaðir og sárir.„Hann þumbaðist við í smá stund en svo var bara eins og ég væri að draga inn ruslapoka fullan af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja. Ég hef reynslu af því að veiða villtan lax í þessari stærð og þetta var ekki í nokkurri líkingu við það,“ segir Gísli Sigurður. „Hann barðist ekkert og þetta setti leiðan svip á veiðitúrinn.“ Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, segir ýmislegt benda sterklega til þess að um eldisfisk sé að ræða. „Við fyrstu sýn lítur fiskurinn út fyrir að vera eldisfiskur og ýmis utanáliggjandi ummerki um að hann sé ættaður úr sjókvíaeldi. Það er hægt að sjá bæði á áverkum sem og á uggum og öðrum þáttum sem eru frábrugðnir villtum laxi við strendur landsins,“ segir Guðni. Að sögn Guðna eru einnig ummerki um samgróninga í kviðarholi fisksins. „Þessir samgróningar finnast ekki í villtum laxi. Ástæður þessa er að þegar seiði eru bólusett eru þau sprautuð með bóluefninu sem er sett saman við formalín. Bólusetningin veldur þessum samgróningi,“ segir Guðni. Er þetta annar fiskurinn sem veiðist í Eyjafjarðará sem talinn er vera ættaður úr sjókvíaeldi. Hinn fiskurinn veiddist snemma í vor og er einnig í rannsókn hjá Hafrannsóknastofnun. Von er á niðurstöðum úr erfðagreiningu á næstu dögum og verður þá hægt að sjá með eins nákvæmum hætti og unnt er hvort fiskurinn er úr eldi. Guðni segir að gen foreldrafiska í sjókvíaeldi hér við land séu geymd og því sé mögulegt að komast að því úr hvaða fiskeldi þetta dýr sé. Hins vegar hafi sýnin aldrei verið greind sökum kostnaðar við það. Sé vilji til þess að vita nákvæmlega hvaðan eldisfiskur komi þá er möguleiki til þess. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Lax, sem veiddist í Eyjafjarðará að kveldi 4. september síðastliðins, er mjög líklega ættaður úr eldiskví að sögn fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Útlitsgallar á fiskinum sem og samgróningar í kviðarholi hans benda eindregið til þess að um eldisfisk úr sjókví sé að ræða. Þann 4. september var Gísli Sigurður Gíslason að veiðum í Eyjafjarðará og setti í rúmlega áttatíu sentimetra lax um kvöldmatarleytið.Uggarnir eru vansakapaðir og sárir.„Hann þumbaðist við í smá stund en svo var bara eins og ég væri að draga inn ruslapoka fullan af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja. Ég hef reynslu af því að veiða villtan lax í þessari stærð og þetta var ekki í nokkurri líkingu við það,“ segir Gísli Sigurður. „Hann barðist ekkert og þetta setti leiðan svip á veiðitúrinn.“ Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri og sérfræðingur ferskvatnsfiska hjá Hafrannsóknastofnun, segir ýmislegt benda sterklega til þess að um eldisfisk sé að ræða. „Við fyrstu sýn lítur fiskurinn út fyrir að vera eldisfiskur og ýmis utanáliggjandi ummerki um að hann sé ættaður úr sjókvíaeldi. Það er hægt að sjá bæði á áverkum sem og á uggum og öðrum þáttum sem eru frábrugðnir villtum laxi við strendur landsins,“ segir Guðni. Að sögn Guðna eru einnig ummerki um samgróninga í kviðarholi fisksins. „Þessir samgróningar finnast ekki í villtum laxi. Ástæður þessa er að þegar seiði eru bólusett eru þau sprautuð með bóluefninu sem er sett saman við formalín. Bólusetningin veldur þessum samgróningi,“ segir Guðni. Er þetta annar fiskurinn sem veiðist í Eyjafjarðará sem talinn er vera ættaður úr sjókvíaeldi. Hinn fiskurinn veiddist snemma í vor og er einnig í rannsókn hjá Hafrannsóknastofnun. Von er á niðurstöðum úr erfðagreiningu á næstu dögum og verður þá hægt að sjá með eins nákvæmum hætti og unnt er hvort fiskurinn er úr eldi. Guðni segir að gen foreldrafiska í sjókvíaeldi hér við land séu geymd og því sé mögulegt að komast að því úr hvaða fiskeldi þetta dýr sé. Hins vegar hafi sýnin aldrei verið greind sökum kostnaðar við það. Sé vilji til þess að vita nákvæmlega hvaðan eldisfiskur komi þá er möguleiki til þess.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira