Eflum íslenskt mál Lilja Alfreðsdóttir skrifar 14. september 2018 07:00 Á dögunum voru kynntar aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskrar tungu. Þær snerta ólíkar hliðar þjóðlífsins en markmið þeirra allra ber að sama brunni; að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Heildstæð nálgun okkar til stuðnings íslenskunni tengist meðal annars íslenskum fjölmiðlum og þeirra hlutverki í framþróun tungumálsins okkar; þeir spegla sögu okkar og sjálfsmynd. Aðgerðir stjórnvalda til styrktar einkareknum fjölmiðlum á Íslandi marka ákveðin vatnaskil en við ráðgerum að verja um 400 milljónum í beinar aðgerðir þeim til stuðnings frá og með næsta ári. Þar mun mestu muna um ritstjórnarsjóð sem veita mun endurgreiðslur vegna hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Skilyrði fyrir slíkum endurgreiðslum verða skýr og einföld og styrkveitingar hans fyrirsjáanlegar og óháðar tæknilegum útfærslum. Frumvarp þess efnis mun fara í opið samráð síðar í vetur og verður síðan lagt fyrir í ársbyrjun 2019. Annað brýnt efni sem við höfum kynnt til þess að jafna hlut íslenskra fjölmiðla er að samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir fjölmiðlar standi jafnfætis erlendum netmiðlum. Til skoðunar er að skattleggja kaup á erlendum netauglýsingum til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra vefmiðla sem taka til sín ört stækkandi hluta auglýsingamarkaðar. Í þessu horfum við til nágrannalanda okkar og Evrópuríkja sem einnig hafa sambærileg mál til skoðunar. Aukinheldur munum við styðja betur við textun, talsetningu og táknmálstúlkun í myndmiðlum þar sem einkareknir fjölmiðlar munu geta sótt um endurgreiðslur til að mæta kostnaði vegna lögbundinnar textunar og talsetningar. Sérstök áhersla verður þar lögð á efni sem ætlað er börnum og ungmennum. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnvöld grípa til beinna aðgerða til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla en slíkt hefur þekkst á Norðurlöndunum um áratuga skeið. Það er von mín og vissa að þessar aðgerðir muni breyta miklu fyrir rekstrarumhverfi þeirra strax á næsta ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum voru kynntar aðgerðir sem miða að því að styrkja stöðu íslenskrar tungu. Þær snerta ólíkar hliðar þjóðlífsins en markmið þeirra allra ber að sama brunni; að tryggja að íslenska verði áfram notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Heildstæð nálgun okkar til stuðnings íslenskunni tengist meðal annars íslenskum fjölmiðlum og þeirra hlutverki í framþróun tungumálsins okkar; þeir spegla sögu okkar og sjálfsmynd. Aðgerðir stjórnvalda til styrktar einkareknum fjölmiðlum á Íslandi marka ákveðin vatnaskil en við ráðgerum að verja um 400 milljónum í beinar aðgerðir þeim til stuðnings frá og með næsta ári. Þar mun mestu muna um ritstjórnarsjóð sem veita mun endurgreiðslur vegna hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Skilyrði fyrir slíkum endurgreiðslum verða skýr og einföld og styrkveitingar hans fyrirsjáanlegar og óháðar tæknilegum útfærslum. Frumvarp þess efnis mun fara í opið samráð síðar í vetur og verður síðan lagt fyrir í ársbyrjun 2019. Annað brýnt efni sem við höfum kynnt til þess að jafna hlut íslenskra fjölmiðla er að samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir fjölmiðlar standi jafnfætis erlendum netmiðlum. Til skoðunar er að skattleggja kaup á erlendum netauglýsingum til þess að jafna stöðu innlendra fjölmiðla og erlendra vefmiðla sem taka til sín ört stækkandi hluta auglýsingamarkaðar. Í þessu horfum við til nágrannalanda okkar og Evrópuríkja sem einnig hafa sambærileg mál til skoðunar. Aukinheldur munum við styðja betur við textun, talsetningu og táknmálstúlkun í myndmiðlum þar sem einkareknir fjölmiðlar munu geta sótt um endurgreiðslur til að mæta kostnaði vegna lögbundinnar textunar og talsetningar. Sérstök áhersla verður þar lögð á efni sem ætlað er börnum og ungmennum. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórnvöld grípa til beinna aðgerða til að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla en slíkt hefur þekkst á Norðurlöndunum um áratuga skeið. Það er von mín og vissa að þessar aðgerðir muni breyta miklu fyrir rekstrarumhverfi þeirra strax á næsta ári.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar