Byggingaframkvæmdir valda krókaleiðum í miðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2018 20:15 Miklar byggingaframkvæmdir í miðborginni undanfarin misseri hafa raskað þar umferð og eiga eftir að gera það næstu tvö árin að minnsta kosti. Akstursstefnu hefur verið breytt í Hafnarstræti sem nú er einstefnugata í vestur en í þá átt hefur ekki mátt keyra í götunni í áratugi. Akstursleiðir eru víða með öðrum hætti í Kvosinni um þessar mundir en fólk hefur átt að venjast, til að mynda í Lækjargötu og nærliggjandi götum. það er orðið flóknara að keyra Lækjargötuna en áður. Það er búið að fækka þar akreinum vegna byggingaframkvæmda á gömlu Íslandsbanka lóðinni og nú mega eingöngu strætisvagnar og hópferðabílar keyra vestur eftir Vonarstrætinu.Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Sett hafa verið upp umferðarljós við Iðnó til að stýra umferð austur eftir Vonarstræti út að Lækjargötu. Þar hefur akreinum verið fækkað um tvær og búið að mála nýjar krókaleiðir framan við Íslandsbanka lóðina. Í sumar hefur Pósthússtræti verið göngugata og því lokað fyrir bílaumferð frá Hótel Borg að Tryggvagötu. En nú er búið að opna Pósthússtrætið og á sama tíma búið að snúa við einstefnuátt frá austri til vesturs í Hafnarstræti.Það hefur nú ekki verið í áratugi sem bílar hafa mátt keyra vestur eftir Hafnarstræti. Hvers vegna er það núna?„Þetta er aðallega vegna framkvæmda í Tryggvagötu og við Hafnartorgið. Vegna framkvæmdanna þar þurfa gatnamótin við Tryggvagötu og Pósthússtræti að vera lokuð,“ segir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Hvað heldur þú að þetta ástand vari lengi?„Það er pínu óljóst út af steinbryggjunni sem kom í ljós þegar menn fóru að grafa þarna í gatnamótunum. Þetta tefst eitthvað aðeins en menn eru að gera ráð fyrir að þetta verði október, nóvember. Þá verði hægt að fara að aka um Tryggvagötu na aftur með eðlilegum hætti,“ segir Guðbjörg Lilja. En þótt framkvæmdum ljúki bráðlega við Hafnartorg er byggingaframkvæmdum langt í frá lokið í Kvosinni. Enn á eftir að byggja á Íslandsbankalóðinni, þá eru framkvæmdir að hefjast við Hótel við gamla Landsímahúsinu við Austurvöll. Á næsta ári verður svo hafist handa við að byggja nýja skrifstofubyggingu Alþingis. „Jú, jú það eru framkvæmdir núna í borginni og verða áfram næstu ár. Við erum í umbreytingatíma, þetta er allt að þróast og breytast. Ég held samt að menn muni finna minna fyrir framkvæmdunum við alþingishúsið,“ segir Guðbjörg Lilja. Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. 6. september 2018 13:00 Hafnartorg að taka á sig lokamynd Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Miklar byggingaframkvæmdir í miðborginni undanfarin misseri hafa raskað þar umferð og eiga eftir að gera það næstu tvö árin að minnsta kosti. Akstursstefnu hefur verið breytt í Hafnarstræti sem nú er einstefnugata í vestur en í þá átt hefur ekki mátt keyra í götunni í áratugi. Akstursleiðir eru víða með öðrum hætti í Kvosinni um þessar mundir en fólk hefur átt að venjast, til að mynda í Lækjargötu og nærliggjandi götum. það er orðið flóknara að keyra Lækjargötuna en áður. Það er búið að fækka þar akreinum vegna byggingaframkvæmda á gömlu Íslandsbanka lóðinni og nú mega eingöngu strætisvagnar og hópferðabílar keyra vestur eftir Vonarstrætinu.Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Sett hafa verið upp umferðarljós við Iðnó til að stýra umferð austur eftir Vonarstræti út að Lækjargötu. Þar hefur akreinum verið fækkað um tvær og búið að mála nýjar krókaleiðir framan við Íslandsbanka lóðina. Í sumar hefur Pósthússtræti verið göngugata og því lokað fyrir bílaumferð frá Hótel Borg að Tryggvagötu. En nú er búið að opna Pósthússtrætið og á sama tíma búið að snúa við einstefnuátt frá austri til vesturs í Hafnarstræti.Það hefur nú ekki verið í áratugi sem bílar hafa mátt keyra vestur eftir Hafnarstræti. Hvers vegna er það núna?„Þetta er aðallega vegna framkvæmda í Tryggvagötu og við Hafnartorgið. Vegna framkvæmdanna þar þurfa gatnamótin við Tryggvagötu og Pósthússtræti að vera lokuð,“ segir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Hvað heldur þú að þetta ástand vari lengi?„Það er pínu óljóst út af steinbryggjunni sem kom í ljós þegar menn fóru að grafa þarna í gatnamótunum. Þetta tefst eitthvað aðeins en menn eru að gera ráð fyrir að þetta verði október, nóvember. Þá verði hægt að fara að aka um Tryggvagötu na aftur með eðlilegum hætti,“ segir Guðbjörg Lilja. En þótt framkvæmdum ljúki bráðlega við Hafnartorg er byggingaframkvæmdum langt í frá lokið í Kvosinni. Enn á eftir að byggja á Íslandsbankalóðinni, þá eru framkvæmdir að hefjast við Hótel við gamla Landsímahúsinu við Austurvöll. Á næsta ári verður svo hafist handa við að byggja nýja skrifstofubyggingu Alþingis. „Jú, jú það eru framkvæmdir núna í borginni og verða áfram næstu ár. Við erum í umbreytingatíma, þetta er allt að þróast og breytast. Ég held samt að menn muni finna minna fyrir framkvæmdunum við alþingishúsið,“ segir Guðbjörg Lilja.
Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. 6. september 2018 13:00 Hafnartorg að taka á sig lokamynd Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna. 12. september 2018 20:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. 6. september 2018 13:00
Hafnartorg að taka á sig lokamynd Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna. 12. september 2018 20:00