Byggingaframkvæmdir valda krókaleiðum í miðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2018 20:15 Miklar byggingaframkvæmdir í miðborginni undanfarin misseri hafa raskað þar umferð og eiga eftir að gera það næstu tvö árin að minnsta kosti. Akstursstefnu hefur verið breytt í Hafnarstræti sem nú er einstefnugata í vestur en í þá átt hefur ekki mátt keyra í götunni í áratugi. Akstursleiðir eru víða með öðrum hætti í Kvosinni um þessar mundir en fólk hefur átt að venjast, til að mynda í Lækjargötu og nærliggjandi götum. það er orðið flóknara að keyra Lækjargötuna en áður. Það er búið að fækka þar akreinum vegna byggingaframkvæmda á gömlu Íslandsbanka lóðinni og nú mega eingöngu strætisvagnar og hópferðabílar keyra vestur eftir Vonarstrætinu.Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Sett hafa verið upp umferðarljós við Iðnó til að stýra umferð austur eftir Vonarstræti út að Lækjargötu. Þar hefur akreinum verið fækkað um tvær og búið að mála nýjar krókaleiðir framan við Íslandsbanka lóðina. Í sumar hefur Pósthússtræti verið göngugata og því lokað fyrir bílaumferð frá Hótel Borg að Tryggvagötu. En nú er búið að opna Pósthússtrætið og á sama tíma búið að snúa við einstefnuátt frá austri til vesturs í Hafnarstræti.Það hefur nú ekki verið í áratugi sem bílar hafa mátt keyra vestur eftir Hafnarstræti. Hvers vegna er það núna?„Þetta er aðallega vegna framkvæmda í Tryggvagötu og við Hafnartorgið. Vegna framkvæmdanna þar þurfa gatnamótin við Tryggvagötu og Pósthússtræti að vera lokuð,“ segir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Hvað heldur þú að þetta ástand vari lengi?„Það er pínu óljóst út af steinbryggjunni sem kom í ljós þegar menn fóru að grafa þarna í gatnamótunum. Þetta tefst eitthvað aðeins en menn eru að gera ráð fyrir að þetta verði október, nóvember. Þá verði hægt að fara að aka um Tryggvagötu na aftur með eðlilegum hætti,“ segir Guðbjörg Lilja. En þótt framkvæmdum ljúki bráðlega við Hafnartorg er byggingaframkvæmdum langt í frá lokið í Kvosinni. Enn á eftir að byggja á Íslandsbankalóðinni, þá eru framkvæmdir að hefjast við Hótel við gamla Landsímahúsinu við Austurvöll. Á næsta ári verður svo hafist handa við að byggja nýja skrifstofubyggingu Alþingis. „Jú, jú það eru framkvæmdir núna í borginni og verða áfram næstu ár. Við erum í umbreytingatíma, þetta er allt að þróast og breytast. Ég held samt að menn muni finna minna fyrir framkvæmdunum við alþingishúsið,“ segir Guðbjörg Lilja. Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. 6. september 2018 13:00 Hafnartorg að taka á sig lokamynd Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna. 12. september 2018 20:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Miklar byggingaframkvæmdir í miðborginni undanfarin misseri hafa raskað þar umferð og eiga eftir að gera það næstu tvö árin að minnsta kosti. Akstursstefnu hefur verið breytt í Hafnarstræti sem nú er einstefnugata í vestur en í þá átt hefur ekki mátt keyra í götunni í áratugi. Akstursleiðir eru víða með öðrum hætti í Kvosinni um þessar mundir en fólk hefur átt að venjast, til að mynda í Lækjargötu og nærliggjandi götum. það er orðið flóknara að keyra Lækjargötuna en áður. Það er búið að fækka þar akreinum vegna byggingaframkvæmda á gömlu Íslandsbanka lóðinni og nú mega eingöngu strætisvagnar og hópferðabílar keyra vestur eftir Vonarstrætinu.Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Sett hafa verið upp umferðarljós við Iðnó til að stýra umferð austur eftir Vonarstræti út að Lækjargötu. Þar hefur akreinum verið fækkað um tvær og búið að mála nýjar krókaleiðir framan við Íslandsbanka lóðina. Í sumar hefur Pósthússtræti verið göngugata og því lokað fyrir bílaumferð frá Hótel Borg að Tryggvagötu. En nú er búið að opna Pósthússtrætið og á sama tíma búið að snúa við einstefnuátt frá austri til vesturs í Hafnarstræti.Það hefur nú ekki verið í áratugi sem bílar hafa mátt keyra vestur eftir Hafnarstræti. Hvers vegna er það núna?„Þetta er aðallega vegna framkvæmda í Tryggvagötu og við Hafnartorgið. Vegna framkvæmdanna þar þurfa gatnamótin við Tryggvagötu og Pósthússtræti að vera lokuð,“ segir Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir yfirverkfræðingur hjá Reykjavíkurborg.Hvað heldur þú að þetta ástand vari lengi?„Það er pínu óljóst út af steinbryggjunni sem kom í ljós þegar menn fóru að grafa þarna í gatnamótunum. Þetta tefst eitthvað aðeins en menn eru að gera ráð fyrir að þetta verði október, nóvember. Þá verði hægt að fara að aka um Tryggvagötu na aftur með eðlilegum hætti,“ segir Guðbjörg Lilja. En þótt framkvæmdum ljúki bráðlega við Hafnartorg er byggingaframkvæmdum langt í frá lokið í Kvosinni. Enn á eftir að byggja á Íslandsbankalóðinni, þá eru framkvæmdir að hefjast við Hótel við gamla Landsímahúsinu við Austurvöll. Á næsta ári verður svo hafist handa við að byggja nýja skrifstofubyggingu Alþingis. „Jú, jú það eru framkvæmdir núna í borginni og verða áfram næstu ár. Við erum í umbreytingatíma, þetta er allt að þróast og breytast. Ég held samt að menn muni finna minna fyrir framkvæmdunum við alþingishúsið,“ segir Guðbjörg Lilja.
Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. 6. september 2018 13:00 Hafnartorg að taka á sig lokamynd Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna. 12. september 2018 20:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Sátt um að Steinbryggjan verði sýnileg til frambúðar Tillaga um hvernig gera megi Steinbryggjuna gömlu sem grafið var niður á í síðasta mánuði í miðborg Reykjavíkur sýnilega til frambúðar var kynnt í samgöngu- og skipulagsráði borgarinnar í gær. 6. september 2018 13:00
Hafnartorg að taka á sig lokamynd Það styttist í iðandi mannlíf á Hafnartorgi í miðborg Reykjavíkur en fyrstu verslanirnar opna þar innan nokkurra vikna. 12. september 2018 20:00