Álfrún kveður með viðtali við Rúrik Benedikt Bóas skrifar 13. september 2018 06:30 Bak við tjöldin. Rúrik í förðunarstólnum með Álfrúnu sér við hlið. Mynd/Baldur Kristjánsson Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Álfrún fór til Þýskalands og hitti Rúrik en myndir og texti ættu að geta glatt ansi marga. Rúrik fer um víðan völl í viðtalinu sem nær yfir 18 síður ríkulega skreytt myndum.Meðal annars segist hann efast stórlega um að hann muni búa á Íslandi í framtíðinni, sjái sig jafnvel búa í Kaupmannahöfn, og tjáir sig að sjálfsögðu um Instagram-frægðina en hann hélt að það væri vírus í símanum sínum þegar hann sá fjöldann eftir fyrsta leik gegn Argentínu. „Auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann meðal annars og bætir við: „Mig langar að svara öllum sem senda mér falleg skilaboð, það er bara partur af minni persónu. En það er engin leið að fylgjast með þessu, og það getur auðveldlega misskilist þannig að ég sé hrokafullur og nenni ekki að svara. Það finnst mér leiðinlegt.“ Samfélagsmiðillinn Instagram hefur opnað alls konar dyr fyrir Rúrik sem hreinlega veður í tilboðum en er ekki á því að stökkva á hvaða tilboð sem er. „Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman. Núna er samt fókusinn á fótboltanum, ekki á þessu. Ég ætla bara að halda áfram að gera þetta, Instagram, eins og ég hef verið að gera þetta. Vera ég sjálfur á þessum miðli, annars er fólk fljótt farið að sjá í gegnum þetta,“ segir Rúrik. Myndirnar, sem Baldur Kristjánsson tekur, munu væntanlega gleðja marga en Rúrik þykir hafa fengið fimm rétta í genalottóinu. Meðal annars er heil opna af kauða að rífa sig úr peysunni með stinna magavöðvana að vopni.Rúrik ásamt móður sinni sem hann talar fallega um í viðtalinu.Vísir/Getty Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Álfrún fór til Þýskalands og hitti Rúrik en myndir og texti ættu að geta glatt ansi marga. Rúrik fer um víðan völl í viðtalinu sem nær yfir 18 síður ríkulega skreytt myndum.Meðal annars segist hann efast stórlega um að hann muni búa á Íslandi í framtíðinni, sjái sig jafnvel búa í Kaupmannahöfn, og tjáir sig að sjálfsögðu um Instagram-frægðina en hann hélt að það væri vírus í símanum sínum þegar hann sá fjöldann eftir fyrsta leik gegn Argentínu. „Auðvitað er spes að fá 240 þúsund nýja fylgjendur á einum degi. Með því að fá svona marga fylgjendur þá hættir maður eiginlega að hafa einhverja yfirsýn yfir þennan miðil. Sem er smá leiðinlegt því kannski byrjar einhver að fylgja mér sem mig langar til að fylgjast með á móti, eða sendir mér skilaboð sem ég væri til í að svara, en það er engin leið fyrir mig að sjá það,“ segir hann meðal annars og bætir við: „Mig langar að svara öllum sem senda mér falleg skilaboð, það er bara partur af minni persónu. En það er engin leið að fylgjast með þessu, og það getur auðveldlega misskilist þannig að ég sé hrokafullur og nenni ekki að svara. Það finnst mér leiðinlegt.“ Samfélagsmiðillinn Instagram hefur opnað alls konar dyr fyrir Rúrik sem hreinlega veður í tilboðum en er ekki á því að stökkva á hvaða tilboð sem er. „Ég hef fengið mikið af fáránlegum tilboðum í gegnum tíðina. Durex-auglýsingu í Tel Avív, til dæmis. Maður þarf að vanda valið á hvaða fyrirtækjum maður vill vinna með og hvert maður stefnir með þetta allt saman. Núna er samt fókusinn á fótboltanum, ekki á þessu. Ég ætla bara að halda áfram að gera þetta, Instagram, eins og ég hef verið að gera þetta. Vera ég sjálfur á þessum miðli, annars er fólk fljótt farið að sjá í gegnum þetta,“ segir Rúrik. Myndirnar, sem Baldur Kristjánsson tekur, munu væntanlega gleðja marga en Rúrik þykir hafa fengið fimm rétta í genalottóinu. Meðal annars er heil opna af kauða að rífa sig úr peysunni með stinna magavöðvana að vopni.Rúrik ásamt móður sinni sem hann talar fallega um í viðtalinu.Vísir/Getty
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Sjá meira