Stjórnarmanni RÚV blöskrar tillögur ráðherra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2018 18:38 Mörður Árnason er stjórnarmaður RÚV Visir/Vilhelm Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera „skrýtin“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag aðgerðir sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Verja á um 400 milljónum til þess auk þess sem draga á úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði um 560 milljónir króna. „Enginn af stjórnendum RÚV virðist hafa verið látinn vita af þessu fyrir blaðamannafundinn í dag, þrátt fyrir hlý orð ráðherrans í garð Ríkisútvarpsins fyrr og síðar og beinar yfirýsingar um bætta stöðu þegar á líður. Þetta eru skrýtin vinnubrögð,“ segir Mörður í samtali við Vísi. Þá segir Mörður að jafnvel þótt hann sjálfur sé fylgjandi því að minni hluti tekna RÚV komi frá auglýsingum hafi ráðherra ekki slegið því föstu að slík skerðing verði bætt, né lýst því með hvaða hætti það geti orðið. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 kemur þó fram að hækka eigi útvarpsgjald um 2,5 prósent sem svarar til um 534 milljóna króna. „Þessu verður ráðherrann að svara, bæði stjórnendum RÚV, starfsmönnum og almenningi, í framhaldi af tilkynningu sinni í dag. Þá er mikilvægt að fram komi hvort ríkisstjórnin stendur sem heild að þessum aðgerðum,“ segir Mörður og spyr hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra styðji tillögur Lilju.Stjórn RÚV þurfi því að koma saman til þess að ræða tillögurnar sem allra fyrst að mati Marðar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Mörður Árnason, stjórnarmaður RÚV, telur að stjórn RÚV þurfi að koma saman sem allra fyrst til þess að fjalla um tillögur menntamálaráðherra sem kynntar voru í dag. Hann segir vinnubrögð ráðherra vera „skrýtin“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag aðgerðir sem miða að því að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Verja á um 400 milljónum til þess auk þess sem draga á úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði um 560 milljónir króna. „Enginn af stjórnendum RÚV virðist hafa verið látinn vita af þessu fyrir blaðamannafundinn í dag, þrátt fyrir hlý orð ráðherrans í garð Ríkisútvarpsins fyrr og síðar og beinar yfirýsingar um bætta stöðu þegar á líður. Þetta eru skrýtin vinnubrögð,“ segir Mörður í samtali við Vísi. Þá segir Mörður að jafnvel þótt hann sjálfur sé fylgjandi því að minni hluti tekna RÚV komi frá auglýsingum hafi ráðherra ekki slegið því föstu að slík skerðing verði bætt, né lýst því með hvaða hætti það geti orðið. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 kemur þó fram að hækka eigi útvarpsgjald um 2,5 prósent sem svarar til um 534 milljóna króna. „Þessu verður ráðherrann að svara, bæði stjórnendum RÚV, starfsmönnum og almenningi, í framhaldi af tilkynningu sinni í dag. Þá er mikilvægt að fram komi hvort ríkisstjórnin stendur sem heild að þessum aðgerðum,“ segir Mörður og spyr hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra styðji tillögur Lilju.Stjórn RÚV þurfi því að koma saman til þess að ræða tillögurnar sem allra fyrst að mati Marðar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Ráðherra ætlar að setja 400 milljónir í einkarekna fjölmiðla Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. 12. september 2018 14:26