Ísland tapar stigum Þorvaldur Gylfason skrifar 13. september 2018 07:00 Reykjavík – Lýðræði á nú undir högg að sækja víða um heim, einnig í nálægum löndum þar sem sízt skyldi. Ógnin blasir við í Bandaríkjunum og einnig sums staðar í Evrópu. Þetta gerðist ekki í einu vetfangi heldur smám saman. Stjórnmálamenn og flokkar daðra nú sumir opinskátt við fasisma og dásama einræðisseggi. Sums staðar hafa slíkir menn og flokkar náð völdum, t.d. í Póllandi og Ungverjalandi. Annars staðar sækja þeir í sig veðrið í stjórnarandstöðu, jafnvel í Svíþjóð. Sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar í Bandaríkjunum senda frá sér bók eftir bók til að vara fólk við. Hér eru fjórar slíkar frá 2014-2018:Um harðstjórn (Timothy Snyder í Yale-háskóla, On Tyranny),Lýðræði í Bandaríkjunum? (Benjamin Page í Northwestern-háskóla og Martin Gilens í Princeton-háskóla, Democracy in America?),Hvernig lýðræðisríki líða undir lok (Steven Levitsky og Daniel Ziblatt í Harvard-háskóla, How Democracies Die) ogFólkið andspænis lýðræðinu: Hvers vegna frelsi okkar er í hættu og hvernig við getum staðið vörð um það (Yascha Mounk í Harvard-háskóla, The People vs. Democracy: Why Our Freedom Is in Danger and How to Save It).Finnar og Norðmenn með fullt hús stigaMörgum kann að bregða við vitnisburði framangreindra höfunda og annarra um hnignun lýðræðis í Bandaríkjunum sem margir hafa litið á sem forusturíki hins frjálsa heims. Skýrslur Freedom House í Bandaríkjunum, óháðrar stofnunar sem hefur fylgzt með lýðræði um allan heim og kortlagt það samfleytt frá 1972, sýna þó að þessi hnignun hefur átt sér aðdraganda. Frá aldamótum hefur Bandaríkin vantað talsvert upp á fullt hús stiga (100) á lýðræðiskvarða Freedom House þar eð talsvert skortir þar á óskoruð stjórnmála- og borgararéttindi. Frá 2010 til 2018 lækkaði lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna úr 94 í 86 (Pólland fær 85). Noregur hefur alltaf fengið fullt hús stiga, 100, og einnig Finnland frá 2005. Svíar duttu niður í 99 stig 2014 og 2015 vegna óblíðrar meðferðar á flóttamönnum. Danir hafa nú 97 stig af sömu ástæðu og Hollendingar 99. Ástralía og Nýja-Sjáland hafa 98 stig þar eð frumbyggjar landanna þykja ekki búa við sömu réttindi og aðrir borgarar.Fimm ástæðurÍsland hafði fullt hús stiga hjá Freedom House 2004-2009 og datt af ótilgreindum ástæðum niður í 99 stig eftir hrun 2010-2012, fékk síðan aftur 100 stig 2013, 2014 og 2016 og hefur síðan þá fallið niður í 19. sæti listans með 95 stig. Þau hjá Freedom House tilgreina fimm ástæður þess að Ísland tapar stigum:Of náið samband stjórnmálamanna við ýmsa viðskiptahagsmuni.Ónógar varnir gegn spillingu.Ónógt gegnsæi (formaður Sjálfstæðisflokksins er nefndur sérstaklega í skýrslunni).Ónógt frelsi fjölmiðla (lögbannið gegn Stundinni er nefnt sérstaklega og formaður Sjálfstæðisflokksins einnig í því sambandi).Ill meðferð á flóttamönnum.Stjórnarskrá í salti Til samanburðar hafa Finnland, Noregur og Svíþjóð 100 stig á lýðræðislista Freedom House. Holland og Kanada hafa 99 stig, Lúxemborg og Úrúgvæ 98 eins og Ástralía og Nýja-Sjáland. Danmörk, Portúgal og San Marínó hafa 97 stig, Andorra, Barbados, Írland, Japan og Sviss 96 og Belgía og Ísland 95. Ætla má að Ísland færist lengra niður listann þegar þau hjá Freedom House kynnast Alþingi betur og komast að því að þingið hefur m.a. látið undir höfuð leggjast að rannsaka einkavæðingu bankanna og staðfesta nýju stjórnarskrána sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi hélt 2012. Fólkið í landinu þarf að vakna – aftur! – og taka í taumana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Lýðræði á nú undir högg að sækja víða um heim, einnig í nálægum löndum þar sem sízt skyldi. Ógnin blasir við í Bandaríkjunum og einnig sums staðar í Evrópu. Þetta gerðist ekki í einu vetfangi heldur smám saman. Stjórnmálamenn og flokkar daðra nú sumir opinskátt við fasisma og dásama einræðisseggi. Sums staðar hafa slíkir menn og flokkar náð völdum, t.d. í Póllandi og Ungverjalandi. Annars staðar sækja þeir í sig veðrið í stjórnarandstöðu, jafnvel í Svíþjóð. Sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar í Bandaríkjunum senda frá sér bók eftir bók til að vara fólk við. Hér eru fjórar slíkar frá 2014-2018:Um harðstjórn (Timothy Snyder í Yale-háskóla, On Tyranny),Lýðræði í Bandaríkjunum? (Benjamin Page í Northwestern-háskóla og Martin Gilens í Princeton-háskóla, Democracy in America?),Hvernig lýðræðisríki líða undir lok (Steven Levitsky og Daniel Ziblatt í Harvard-háskóla, How Democracies Die) ogFólkið andspænis lýðræðinu: Hvers vegna frelsi okkar er í hættu og hvernig við getum staðið vörð um það (Yascha Mounk í Harvard-háskóla, The People vs. Democracy: Why Our Freedom Is in Danger and How to Save It).Finnar og Norðmenn með fullt hús stigaMörgum kann að bregða við vitnisburði framangreindra höfunda og annarra um hnignun lýðræðis í Bandaríkjunum sem margir hafa litið á sem forusturíki hins frjálsa heims. Skýrslur Freedom House í Bandaríkjunum, óháðrar stofnunar sem hefur fylgzt með lýðræði um allan heim og kortlagt það samfleytt frá 1972, sýna þó að þessi hnignun hefur átt sér aðdraganda. Frá aldamótum hefur Bandaríkin vantað talsvert upp á fullt hús stiga (100) á lýðræðiskvarða Freedom House þar eð talsvert skortir þar á óskoruð stjórnmála- og borgararéttindi. Frá 2010 til 2018 lækkaði lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna úr 94 í 86 (Pólland fær 85). Noregur hefur alltaf fengið fullt hús stiga, 100, og einnig Finnland frá 2005. Svíar duttu niður í 99 stig 2014 og 2015 vegna óblíðrar meðferðar á flóttamönnum. Danir hafa nú 97 stig af sömu ástæðu og Hollendingar 99. Ástralía og Nýja-Sjáland hafa 98 stig þar eð frumbyggjar landanna þykja ekki búa við sömu réttindi og aðrir borgarar.Fimm ástæðurÍsland hafði fullt hús stiga hjá Freedom House 2004-2009 og datt af ótilgreindum ástæðum niður í 99 stig eftir hrun 2010-2012, fékk síðan aftur 100 stig 2013, 2014 og 2016 og hefur síðan þá fallið niður í 19. sæti listans með 95 stig. Þau hjá Freedom House tilgreina fimm ástæður þess að Ísland tapar stigum:Of náið samband stjórnmálamanna við ýmsa viðskiptahagsmuni.Ónógar varnir gegn spillingu.Ónógt gegnsæi (formaður Sjálfstæðisflokksins er nefndur sérstaklega í skýrslunni).Ónógt frelsi fjölmiðla (lögbannið gegn Stundinni er nefnt sérstaklega og formaður Sjálfstæðisflokksins einnig í því sambandi).Ill meðferð á flóttamönnum.Stjórnarskrá í salti Til samanburðar hafa Finnland, Noregur og Svíþjóð 100 stig á lýðræðislista Freedom House. Holland og Kanada hafa 99 stig, Lúxemborg og Úrúgvæ 98 eins og Ástralía og Nýja-Sjáland. Danmörk, Portúgal og San Marínó hafa 97 stig, Andorra, Barbados, Írland, Japan og Sviss 96 og Belgía og Ísland 95. Ætla má að Ísland færist lengra niður listann þegar þau hjá Freedom House kynnast Alþingi betur og komast að því að þingið hefur m.a. látið undir höfuð leggjast að rannsaka einkavæðingu bankanna og staðfesta nýju stjórnarskrána sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem Alþingi hélt 2012. Fólkið í landinu þarf að vakna – aftur! – og taka í taumana.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun