Mads Mikkelsen mætir á RIFF þar sem hann verður heiðraður Stefán Árni Pálsson skrifar 12. september 2018 14:30 María Thelma og Mads Mikkelsen leika saman í myndinni Artic. Vísir/Getty Hinn danski Mads Dittmann Mikkelsen varð heimsþekktur sem illmennið Le Chiffre í James Bond bíómyndinni Casino Royal árið 2006. Hann var þó löngu áður orðinn þekktur í Evrópu fyrir hæfileika sína í leiklist. Mads mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik (Creative Excellence Award) en RIFF hátíðin hefst 27. september og lýkur 7. október. Mads mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október en þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Mads Mikkelsen fæddist í Østerbro í Kaupmannahöfn þann 22. nóvember 1965. Hann fór seint í leiklistina, hann lærði fimleika og fór í balletskóla í Gautaborg í Svíþjóð, og starfaði sem atvinnudansari í næstum áratug áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann sló fyrst í gegn í dönsku bíómyndinni Pusher (1996) þegar hann var 30 ára gamall. Sú mynd fór víða um Vesturlönd og vakti athygli á þessum sjarmerandi leikara. Mikkelsen hefur síðan þá leikið meðal annars Igor Stravinsky í frönsku myndinni Coco Chanel & Igor Stravinsky (2009) og hlutverk Lúkasar í dönsku myndinni Jagten (2012) eftir Thomas Vinterberg. Fyrir það hlutverk vann hann verðlaunin Besti leikari í aðalhlutverki í Cannes. Þá hefur hann fengið einróma lof fyrir hlutverk sitt sem Dr. Hannibal Lecter í sjónvarpsþáttaröðinni Hannibal. Þá var nýjasta myndin hans, Artic, öll tekin upp á Íslandi. Leikstjórinn er Joe Penna og verður hún frumsýnd í ár. Mads leikur aðalhlutverkið en næst stærsta hlutverkið er í höndum íslensku leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur. Myndin fjallar um mann á norðurslóðum sem bíður björgunar en þá brotlendir björgunarþyrlan og flugmaðurinn deyr og upphefst þá baráttan fyrir lífinu fyrir alvöru. Á RIFF hátíðinni verða sýndar myndir með honum í aðalhlutverki, meðal annars Menn & hænsni sem er bráðfyndin svört kómedía sem er leikstýrt af Óskarsverðlaunahafanum Anders Thomas Jensen. Einnig verða sýndar myndirnar Konunglegur kostur (Kongelige affære) sem gerist í Danmörk árið 1770 og Bjargræði (The Salvation) sem er mynd úr villta vestrinu í Bandaríkjunum með Mikkelsen í aðalhlutverki. Mads Mikkelsen mun taka þátt í umræðum eftir sýningu þessara mynda á hátíðinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Hinn danski Mads Dittmann Mikkelsen varð heimsþekktur sem illmennið Le Chiffre í James Bond bíómyndinni Casino Royal árið 2006. Hann var þó löngu áður orðinn þekktur í Evrópu fyrir hæfileika sína í leiklist. Mads mun fá verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listrænan leik (Creative Excellence Award) en RIFF hátíðin hefst 27. september og lýkur 7. október. Mads mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október en þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Mads Mikkelsen fæddist í Østerbro í Kaupmannahöfn þann 22. nóvember 1965. Hann fór seint í leiklistina, hann lærði fimleika og fór í balletskóla í Gautaborg í Svíþjóð, og starfaði sem atvinnudansari í næstum áratug áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann sló fyrst í gegn í dönsku bíómyndinni Pusher (1996) þegar hann var 30 ára gamall. Sú mynd fór víða um Vesturlönd og vakti athygli á þessum sjarmerandi leikara. Mikkelsen hefur síðan þá leikið meðal annars Igor Stravinsky í frönsku myndinni Coco Chanel & Igor Stravinsky (2009) og hlutverk Lúkasar í dönsku myndinni Jagten (2012) eftir Thomas Vinterberg. Fyrir það hlutverk vann hann verðlaunin Besti leikari í aðalhlutverki í Cannes. Þá hefur hann fengið einróma lof fyrir hlutverk sitt sem Dr. Hannibal Lecter í sjónvarpsþáttaröðinni Hannibal. Þá var nýjasta myndin hans, Artic, öll tekin upp á Íslandi. Leikstjórinn er Joe Penna og verður hún frumsýnd í ár. Mads leikur aðalhlutverkið en næst stærsta hlutverkið er í höndum íslensku leikkonunnar Maríu Thelmu Smáradóttur. Myndin fjallar um mann á norðurslóðum sem bíður björgunar en þá brotlendir björgunarþyrlan og flugmaðurinn deyr og upphefst þá baráttan fyrir lífinu fyrir alvöru. Á RIFF hátíðinni verða sýndar myndir með honum í aðalhlutverki, meðal annars Menn & hænsni sem er bráðfyndin svört kómedía sem er leikstýrt af Óskarsverðlaunahafanum Anders Thomas Jensen. Einnig verða sýndar myndirnar Konunglegur kostur (Kongelige affære) sem gerist í Danmörk árið 1770 og Bjargræði (The Salvation) sem er mynd úr villta vestrinu í Bandaríkjunum með Mikkelsen í aðalhlutverki. Mads Mikkelsen mun taka þátt í umræðum eftir sýningu þessara mynda á hátíðinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira