Skuldir ríkisins fari undir viðmið 2019 Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. september 2018 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði aðgerðir í frumvarpinu ætlaðar til að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins Vísir/ERnir „Þetta fjárlagafrumvarp segir okkur að ríkisfjármálin standa á mjög traustum grunni. Áfram er haldið uppbyggingu á mikilvægum sviðum samfélagsins. Ég nefni þar sérstaklega heilbrigðis- og velferðarmálin en sömuleiðis samgöngu- og menntamál,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárlagafrumvarp næsta árs sem kynnt var í gær. Samkvæmt frumvarpinu verður 29 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Er það í samræmi við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Heildartekjur ríkissjóðs verða tæpir 892 milljarðar samkvæmt frumvarpinu en heildarútgjöld tæpir 863 milljarðar, þar af rúmir 59 milljarðar í vaxtagjöld. Bjarni segir það jákvætt að á sama tíma og verið sé að skila afgangi sé einnig haldið áfram að greiða niður skuldir. „Við erum að njóta góðs af því að hafa lagt áherslu á varfærni á undanförnum árum. Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og um 140 milljarða inn á lífeyrisskuldbindingar sem skilar betra lánshæfismati, lægri vaxtagjöldum og auknu svigrúmi almennt.“ Í lögum um opinber fjármál er sett fram það viðmið að skuldir hins opinbera fari ekki yfir 30 prósent af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu mun það markmið nást í fyrsta skipti á næsta ári. „Það munar tugum milljarða hvað vaxtagreiðslur eru lægri í dag en þær voru fyrir nokkrum árum. Við höfum í reynd verið að nýta það svigrúm, til að mynda í heilbrigðis- og menntamálin á yfirstandandi ári. En við munum ekki geta haldið áfram að auka útgjöldin til þessara málaflokka á sama hraða á næstu árum meðal annars vegna þess að það er aðeins að draga úr hagvextinum.“ Í frumvarpinu er að finna aðgerðir sem ætlað er að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga. Þannig á að hækka persónuafslátt umfram neysluverðsvísitölu, hækka barnabætur til tekjulægri hópa og breyta viðmiðum fjárhæðarmarka tekjuskattsþrepa. Þá verður tryggingagjald lækkað í tveimur þrepum, samtals um hálft prósentustig. „Allt eru þetta aðgerðir sem við grípum til eftir að hafa sest niður með aðilum vinnumarkaðarins og ég tel að ættu að falla í góðan jarðveg hjá þeim. Í sjálfu sér stendur afgangurinn í þessu fjárlagafrumvarpi alveg á línunni við fjármálaáætlun þannig það er ekkert svigrúm þar. Það er samt engin ástæða til að ætla að stjórnvöld geti ekki brugðist við einu eða neinu ef á þarf að halda. En auðvitað er það fyrst og fremst atvinnurekenda og stéttarfélaga að ná niðurstöðu um kjaramál,“ segir Bjarni. Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
„Þetta fjárlagafrumvarp segir okkur að ríkisfjármálin standa á mjög traustum grunni. Áfram er haldið uppbyggingu á mikilvægum sviðum samfélagsins. Ég nefni þar sérstaklega heilbrigðis- og velferðarmálin en sömuleiðis samgöngu- og menntamál,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárlagafrumvarp næsta árs sem kynnt var í gær. Samkvæmt frumvarpinu verður 29 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Er það í samræmi við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Heildartekjur ríkissjóðs verða tæpir 892 milljarðar samkvæmt frumvarpinu en heildarútgjöld tæpir 863 milljarðar, þar af rúmir 59 milljarðar í vaxtagjöld. Bjarni segir það jákvætt að á sama tíma og verið sé að skila afgangi sé einnig haldið áfram að greiða niður skuldir. „Við erum að njóta góðs af því að hafa lagt áherslu á varfærni á undanförnum árum. Við höfum greitt upp 660 milljarða af skuldum og um 140 milljarða inn á lífeyrisskuldbindingar sem skilar betra lánshæfismati, lægri vaxtagjöldum og auknu svigrúmi almennt.“ Í lögum um opinber fjármál er sett fram það viðmið að skuldir hins opinbera fari ekki yfir 30 prósent af vergri landsframleiðslu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu mun það markmið nást í fyrsta skipti á næsta ári. „Það munar tugum milljarða hvað vaxtagreiðslur eru lægri í dag en þær voru fyrir nokkrum árum. Við höfum í reynd verið að nýta það svigrúm, til að mynda í heilbrigðis- og menntamálin á yfirstandandi ári. En við munum ekki geta haldið áfram að auka útgjöldin til þessara málaflokka á sama hraða á næstu árum meðal annars vegna þess að það er aðeins að draga úr hagvextinum.“ Í frumvarpinu er að finna aðgerðir sem ætlað er að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga. Þannig á að hækka persónuafslátt umfram neysluverðsvísitölu, hækka barnabætur til tekjulægri hópa og breyta viðmiðum fjárhæðarmarka tekjuskattsþrepa. Þá verður tryggingagjald lækkað í tveimur þrepum, samtals um hálft prósentustig. „Allt eru þetta aðgerðir sem við grípum til eftir að hafa sest niður með aðilum vinnumarkaðarins og ég tel að ættu að falla í góðan jarðveg hjá þeim. Í sjálfu sér stendur afgangurinn í þessu fjárlagafrumvarpi alveg á línunni við fjármálaáætlun þannig það er ekkert svigrúm þar. Það er samt engin ástæða til að ætla að stjórnvöld geti ekki brugðist við einu eða neinu ef á þarf að halda. En auðvitað er það fyrst og fremst atvinnurekenda og stéttarfélaga að ná niðurstöðu um kjaramál,“ segir Bjarni.
Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira