Ekki líkur á endurnýjun sjúkrabíla fyrr en í fyrsta lagi 2020 Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. september 2018 18:45 Endurnýjun sjúkrabíla í landinu er í óvissu eftir að útboði vegna kaupa á nýjum bílum var frestað, en loka átti útboðinu eftir tvo daga. Til kaupanna átti að nota sjóð sem Velferðarráðuneytið hafði ekki aðgang að. Fréttastofan greindi fyrst frá því um miðjan mars að rekstur sjúkrabílanna væri í uppnámi þegar ríkið tilkynnti að samningur við Rauða kross Íslands yrði ekki framlengdur en Rauði krossinn hefur sinnt þjónustunni í um 90 ár. Fyrir tuttugu árum var stofnaður svokallaður Sjúkrabílasjóður sem notaður hefur verið til reksturs og endurnýjunar sjúkrabíla en framlög ríkisins og tekjur vegna sjúkraflutninga hafa runnið í sjóðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu var í mars kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga og þar var lagt til að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum. Engin endurnýjun hefur átt sér stað í bílaflotanum síðan 2015.Vísir/Stöð2Vegna málsins sendi Velferðarráðuneytið frá sér tilkynningu til fréttastofu í dag en þar segir: „Heilbrigðisráðherra hefur fallist á ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Ríkiskaupa um að fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum um fjóra mánuði. Frestir og afhendingardagssetningar færast aftur til samræmis við það. Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur annast útvegun og rekstur sjúkrabíla og búnaðar fyrir íslenska heilbrigðiskerfið frá 1. janúar árið 1998 þegar fyrsti samningurinn um þjónustuna tók gildi. Síðasti samningur milli SÍ og RKÍ rann út í árslok 2015. Síðan þá hefur verið unnið á grundvelli samningsins og viðræður farið fram milli SÍ og RKÍ um nýjan samning. Ágreiningur hefur verið milli RKÍ og velferðarráðuneytisins um eignarhald á sjúkrabílunum. Ríkið hefur staðið straum af kaupum nýrra sjúkrabíla að stærstum hluta en eignarhaldið hefur verið Rauða krossins. Í mars á þessu ári, í kjölfar viðræðna við velferðarráðuneytið, tilkynnti RKÍ að hann segði sig frárekstri sjúkrabíla. Í framhaldinu var kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga, ráðuneytinu til ráðgjafar. Meðal þess sem ráðgjafahópurinn lagði til var að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum í samstarfi við Ríkiskaup. Ráðuneytið fól SÍ að undirbúa útboð og var það auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Ríkiskaupa 18. júlí 2018. Samkvæmt útboðinu var miðað við að Sjúkrabílasjóður stæði straum af kaupum á bílunum en sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta með framlögum ríkisins og tekjum af sjúkraflutningum. Framlög velferðarráðuneytisins í sjóðinn árin 2016 og 2017 námu samtals tæpum 440 milljónum króna og tekjur vegna flutninga um 640 milljónum króna, samkvæmt því sem fram kemur í rekstrarreikningi Sjúkrabílasjóðs fyrir árið 2017. Ekki hafa verið keyptir nýir sjúkrabílar frá árinu 2015. Velferðarráðuneytið hefur talið óumdeilanlegt að framlög ríkisins í Sjúkrabílasjóðinn og tekjur hans vegna flutninga skuli renna til kaupa og reksturs sjúkrabíla. Viðræður standa yfir við RKÍ hvað þetta varðar en þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir var ofangreind ákvörðun tekin um frestun útboðsins.“ Vísir/Jóhann K. JóhannssonSamkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði ríkið sér að nota fyrrnefndan sjúkrabílasjóð til kaupanna, en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins. Á það hafi verið bent af sérfræðingum, en ráðuneytið ekki áttað sig á því fyrr en búið var að opna fyrir útboð á Evrópska efnahagssvæðinu á nýjum bílum, að fjármagn fyrir kaupunum lægi ekki fyrir. Ágreiningur hefur verið á milli aðila um eignarhald sjúkrabílanna, en opinberlega er eignarhaldið skráð á Rauða krossinn. Samningar milli aðila um yfirtöku á rekstrinum hefur ekki tekist og er það í höndum þriðja aðila að meta kostnaðinn á yfirtökunni. Samkvæmt þessu er ljóst að engin endurnýjun verður á þeim um áttatíu sjúkrabílum sem eru í landinu fyrr en í fyrsta lagi 2020, þegar yngsti bílinn verður orðinn fimm ára gamall. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15 Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30 Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Endurnýjun sjúkrabíla í landinu er í óvissu eftir að útboði vegna kaupa á nýjum bílum var frestað, en loka átti útboðinu eftir tvo daga. Til kaupanna átti að nota sjóð sem Velferðarráðuneytið hafði ekki aðgang að. Fréttastofan greindi fyrst frá því um miðjan mars að rekstur sjúkrabílanna væri í uppnámi þegar ríkið tilkynnti að samningur við Rauða kross Íslands yrði ekki framlengdur en Rauði krossinn hefur sinnt þjónustunni í um 90 ár. Fyrir tuttugu árum var stofnaður svokallaður Sjúkrabílasjóður sem notaður hefur verið til reksturs og endurnýjunar sjúkrabíla en framlög ríkisins og tekjur vegna sjúkraflutninga hafa runnið í sjóðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Velferðarráðuneytinu var í mars kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga og þar var lagt til að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum. Engin endurnýjun hefur átt sér stað í bílaflotanum síðan 2015.Vísir/Stöð2Vegna málsins sendi Velferðarráðuneytið frá sér tilkynningu til fréttastofu í dag en þar segir: „Heilbrigðisráðherra hefur fallist á ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og Ríkiskaupa um að fresta opnun útboðs vegna kaupa á sjúkrabílum um fjóra mánuði. Frestir og afhendingardagssetningar færast aftur til samræmis við það. Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) hefur annast útvegun og rekstur sjúkrabíla og búnaðar fyrir íslenska heilbrigðiskerfið frá 1. janúar árið 1998 þegar fyrsti samningurinn um þjónustuna tók gildi. Síðasti samningur milli SÍ og RKÍ rann út í árslok 2015. Síðan þá hefur verið unnið á grundvelli samningsins og viðræður farið fram milli SÍ og RKÍ um nýjan samning. Ágreiningur hefur verið milli RKÍ og velferðarráðuneytisins um eignarhald á sjúkrabílunum. Ríkið hefur staðið straum af kaupum nýrra sjúkrabíla að stærstum hluta en eignarhaldið hefur verið Rauða krossins. Í mars á þessu ári, í kjölfar viðræðna við velferðarráðuneytið, tilkynnti RKÍ að hann segði sig frárekstri sjúkrabíla. Í framhaldinu var kallaður saman hópur sérfræðinga á sviði sjúkraflutninga, ráðuneytinu til ráðgjafar. Meðal þess sem ráðgjafahópurinn lagði til var að ráðist yrði í útboð á allt að 25 sjúkrabílum í samstarfi við Ríkiskaup. Ráðuneytið fól SÍ að undirbúa útboð og var það auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu af hálfu Ríkiskaupa 18. júlí 2018. Samkvæmt útboðinu var miðað við að Sjúkrabílasjóður stæði straum af kaupum á bílunum en sjóðurinn er fjármagnaður að stærstum hluta með framlögum ríkisins og tekjum af sjúkraflutningum. Framlög velferðarráðuneytisins í sjóðinn árin 2016 og 2017 námu samtals tæpum 440 milljónum króna og tekjur vegna flutninga um 640 milljónum króna, samkvæmt því sem fram kemur í rekstrarreikningi Sjúkrabílasjóðs fyrir árið 2017. Ekki hafa verið keyptir nýir sjúkrabílar frá árinu 2015. Velferðarráðuneytið hefur talið óumdeilanlegt að framlög ríkisins í Sjúkrabílasjóðinn og tekjur hans vegna flutninga skuli renna til kaupa og reksturs sjúkrabíla. Viðræður standa yfir við RKÍ hvað þetta varðar en þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir var ofangreind ákvörðun tekin um frestun útboðsins.“ Vísir/Jóhann K. JóhannssonSamkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði ríkið sér að nota fyrrnefndan sjúkrabílasjóð til kaupanna, en sjóðurinn er á forræði Rauða krossins. Á það hafi verið bent af sérfræðingum, en ráðuneytið ekki áttað sig á því fyrr en búið var að opna fyrir útboð á Evrópska efnahagssvæðinu á nýjum bílum, að fjármagn fyrir kaupunum lægi ekki fyrir. Ágreiningur hefur verið á milli aðila um eignarhald sjúkrabílanna, en opinberlega er eignarhaldið skráð á Rauða krossinn. Samningar milli aðila um yfirtöku á rekstrinum hefur ekki tekist og er það í höndum þriðja aðila að meta kostnaðinn á yfirtökunni. Samkvæmt þessu er ljóst að engin endurnýjun verður á þeim um áttatíu sjúkrabílum sem eru í landinu fyrr en í fyrsta lagi 2020, þegar yngsti bílinn verður orðinn fimm ára gamall.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30 Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15 Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30 Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04 Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
Rekstur sjúkrabíla á Íslandi í uppnámi Ríkið ákvað að yfirtaka reksturinn. Rauði krossinn hefði viljað halda áfram. 16. mars 2018 18:30
Mögulegt að Neyðarlínan taki við rekstri sjúkrabíla Velferðarráðuneytið hefur átt í viðræðum við tvo opinbera aðila um yfirtöku á rekstrinum. 21. mars 2018 19:15
Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu "Þetta er partur af heilbrigðisþjónustunni og við þurfum að fara tala þannig um sjúkraflutninga almennt, að þetta sé í raun og veru utanspítalaþjónusta,“ segir heilbrigðisráðherra 19. apríl 2018 18:30
Sjúkraflutningar áfram tryggðir Rauði kross Íslands mun annast sjúkraflutninga áfram á meðan unnið er að finna framtíðar lausn fyrir rekstur þeirra. 17. mars 2018 19:04
Segjast olnbogabarn í kerfinu og vilja ríkisrekstur Formaður Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir að einfalda þurfi rekstrarmódel sjúkrabíla á Íslandi. 17. mars 2018 13:46