Snorri opnar sig um að eiga afmæli 11. september: Upplifir skömm á þessum degi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2018 11:30 Snorri Barón er ekkert að skafa af hlutunum. Snorri Barón á afmæli í dag, þann 11. september. Snorri starfar sem almannatengill og ræddi hann við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni í morgun og opnaði sig um það hvernig er að eiga afmæli á þessum degi. Sautján ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Þá létust þúsundir eftir að flugvélum var flogið á Tvíburaturnana og landvarnaráðuneytið Pentagon. Snorri var 26 ára þegar atburðirnir áttu sér stað. „Ekki beinlínis, það þarf mikið til að ég fari að gráta en þetta hreyfði djöfulli mikið við mér. Ég er rosalega mikill kani í mér og fór mikið þangað á unglingsárum,“ segir Snorri Barón. „Ég man helvíti vel eftir þessu og það er ekki margt frá árinu 2001 sem ég man vel eftir en ég man alveg í smáatriðum hvernig þetta var. Helvítis Baróninn var í vinnunni og það var verið að heiðra mig. Það voru einhverjir viðskiptavinir mættir þarna og búið að græja köku. Svo öskrar einn vinnufélagi minn innan úr sal: „Það er búið að fljúga á turnana“ og menn henda sér fyrir framan tölvuskjána. Þarna var internetið ekkert á háu menningarstigi en þó þannig að við gátum séð eitthvað smá af þessu og þetta breytti algjörlega stemninguna, það var ekkert verið að fagna afmælinu mínu.“ Hann segist hafa horft á CNN það sem eftir var dags. Snorri bjó sem unglingur í San Diego. „Bandaríkin komu alveg saman í þessu máli og það stóðu allir saman. Það að vera í High School í Bandaríkjunum, þá er alveg drillað vel í mann að elska Bandaríkin og þakka hermönnum fyrir að halda manni frjálsum og bara fá gæsahúð þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Ég er miklu hændari af ameríska þjóðsöngnum og peppast allur upp við hann. Mér finnst íslenski þjóðsöngurinn alveg fínn en ameríski þjóðsöngurinn er minn. Trump er minn forseti.“En hvernig hafa afmælisdagarnir verið frá árinu 2001? „Án þess að ég sé að grínast neitt, þá svona upplifi ég skömm á afmælinu mínu. Ég upplifi smá svona að ég eigi ekki að vera njóta þessa dags. Það var tonn af liði sem drapst og það voru ógeðslegir hlutir sem gerðust. Ég á bara að halda kjafti og skammast mín.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snorra. Brennslan Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Snorri Barón á afmæli í dag, þann 11. september. Snorri starfar sem almannatengill og ræddi hann við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni í morgun og opnaði sig um það hvernig er að eiga afmæli á þessum degi. Sautján ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Þá létust þúsundir eftir að flugvélum var flogið á Tvíburaturnana og landvarnaráðuneytið Pentagon. Snorri var 26 ára þegar atburðirnir áttu sér stað. „Ekki beinlínis, það þarf mikið til að ég fari að gráta en þetta hreyfði djöfulli mikið við mér. Ég er rosalega mikill kani í mér og fór mikið þangað á unglingsárum,“ segir Snorri Barón. „Ég man helvíti vel eftir þessu og það er ekki margt frá árinu 2001 sem ég man vel eftir en ég man alveg í smáatriðum hvernig þetta var. Helvítis Baróninn var í vinnunni og það var verið að heiðra mig. Það voru einhverjir viðskiptavinir mættir þarna og búið að græja köku. Svo öskrar einn vinnufélagi minn innan úr sal: „Það er búið að fljúga á turnana“ og menn henda sér fyrir framan tölvuskjána. Þarna var internetið ekkert á háu menningarstigi en þó þannig að við gátum séð eitthvað smá af þessu og þetta breytti algjörlega stemninguna, það var ekkert verið að fagna afmælinu mínu.“ Hann segist hafa horft á CNN það sem eftir var dags. Snorri bjó sem unglingur í San Diego. „Bandaríkin komu alveg saman í þessu máli og það stóðu allir saman. Það að vera í High School í Bandaríkjunum, þá er alveg drillað vel í mann að elska Bandaríkin og þakka hermönnum fyrir að halda manni frjálsum og bara fá gæsahúð þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Ég er miklu hændari af ameríska þjóðsöngnum og peppast allur upp við hann. Mér finnst íslenski þjóðsöngurinn alveg fínn en ameríski þjóðsöngurinn er minn. Trump er minn forseti.“En hvernig hafa afmælisdagarnir verið frá árinu 2001? „Án þess að ég sé að grínast neitt, þá svona upplifi ég skömm á afmælinu mínu. Ég upplifi smá svona að ég eigi ekki að vera njóta þessa dags. Það var tonn af liði sem drapst og það voru ógeðslegir hlutir sem gerðust. Ég á bara að halda kjafti og skammast mín.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snorra.
Brennslan Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira