Snorri opnar sig um að eiga afmæli 11. september: Upplifir skömm á þessum degi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2018 11:30 Snorri Barón er ekkert að skafa af hlutunum. Snorri Barón á afmæli í dag, þann 11. september. Snorri starfar sem almannatengill og ræddi hann við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni í morgun og opnaði sig um það hvernig er að eiga afmæli á þessum degi. Sautján ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Þá létust þúsundir eftir að flugvélum var flogið á Tvíburaturnana og landvarnaráðuneytið Pentagon. Snorri var 26 ára þegar atburðirnir áttu sér stað. „Ekki beinlínis, það þarf mikið til að ég fari að gráta en þetta hreyfði djöfulli mikið við mér. Ég er rosalega mikill kani í mér og fór mikið þangað á unglingsárum,“ segir Snorri Barón. „Ég man helvíti vel eftir þessu og það er ekki margt frá árinu 2001 sem ég man vel eftir en ég man alveg í smáatriðum hvernig þetta var. Helvítis Baróninn var í vinnunni og það var verið að heiðra mig. Það voru einhverjir viðskiptavinir mættir þarna og búið að græja köku. Svo öskrar einn vinnufélagi minn innan úr sal: „Það er búið að fljúga á turnana“ og menn henda sér fyrir framan tölvuskjána. Þarna var internetið ekkert á háu menningarstigi en þó þannig að við gátum séð eitthvað smá af þessu og þetta breytti algjörlega stemninguna, það var ekkert verið að fagna afmælinu mínu.“ Hann segist hafa horft á CNN það sem eftir var dags. Snorri bjó sem unglingur í San Diego. „Bandaríkin komu alveg saman í þessu máli og það stóðu allir saman. Það að vera í High School í Bandaríkjunum, þá er alveg drillað vel í mann að elska Bandaríkin og þakka hermönnum fyrir að halda manni frjálsum og bara fá gæsahúð þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Ég er miklu hændari af ameríska þjóðsöngnum og peppast allur upp við hann. Mér finnst íslenski þjóðsöngurinn alveg fínn en ameríski þjóðsöngurinn er minn. Trump er minn forseti.“En hvernig hafa afmælisdagarnir verið frá árinu 2001? „Án þess að ég sé að grínast neitt, þá svona upplifi ég skömm á afmælinu mínu. Ég upplifi smá svona að ég eigi ekki að vera njóta þessa dags. Það var tonn af liði sem drapst og það voru ógeðslegir hlutir sem gerðust. Ég á bara að halda kjafti og skammast mín.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snorra. Brennslan Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Snorri Barón á afmæli í dag, þann 11. september. Snorri starfar sem almannatengill og ræddi hann við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason í Brennslunni í morgun og opnaði sig um það hvernig er að eiga afmæli á þessum degi. Sautján ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Þá létust þúsundir eftir að flugvélum var flogið á Tvíburaturnana og landvarnaráðuneytið Pentagon. Snorri var 26 ára þegar atburðirnir áttu sér stað. „Ekki beinlínis, það þarf mikið til að ég fari að gráta en þetta hreyfði djöfulli mikið við mér. Ég er rosalega mikill kani í mér og fór mikið þangað á unglingsárum,“ segir Snorri Barón. „Ég man helvíti vel eftir þessu og það er ekki margt frá árinu 2001 sem ég man vel eftir en ég man alveg í smáatriðum hvernig þetta var. Helvítis Baróninn var í vinnunni og það var verið að heiðra mig. Það voru einhverjir viðskiptavinir mættir þarna og búið að græja köku. Svo öskrar einn vinnufélagi minn innan úr sal: „Það er búið að fljúga á turnana“ og menn henda sér fyrir framan tölvuskjána. Þarna var internetið ekkert á háu menningarstigi en þó þannig að við gátum séð eitthvað smá af þessu og þetta breytti algjörlega stemninguna, það var ekkert verið að fagna afmælinu mínu.“ Hann segist hafa horft á CNN það sem eftir var dags. Snorri bjó sem unglingur í San Diego. „Bandaríkin komu alveg saman í þessu máli og það stóðu allir saman. Það að vera í High School í Bandaríkjunum, þá er alveg drillað vel í mann að elska Bandaríkin og þakka hermönnum fyrir að halda manni frjálsum og bara fá gæsahúð þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Ég er miklu hændari af ameríska þjóðsöngnum og peppast allur upp við hann. Mér finnst íslenski þjóðsöngurinn alveg fínn en ameríski þjóðsöngurinn er minn. Trump er minn forseti.“En hvernig hafa afmælisdagarnir verið frá árinu 2001? „Án þess að ég sé að grínast neitt, þá svona upplifi ég skömm á afmælinu mínu. Ég upplifi smá svona að ég eigi ekki að vera njóta þessa dags. Það var tonn af liði sem drapst og það voru ógeðslegir hlutir sem gerðust. Ég á bara að halda kjafti og skammast mín.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Snorra.
Brennslan Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira