„Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. september 2018 20:30 Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. Aðgerðaráætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Fram kemur að 6,8 milljörðum króna verður varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm ár sem er margföldun miðað við fyrri ár.„Það er auðvitað fyrsti þátturinn að það hafa orðið algjör straumhvörf í fjárveitingum til þessa mikilvæga málaflokks að því að við vitum það að það þarf að fjárfesta í loftslagsmálum til þess að ná árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherraMegináherslur áætlunarinnar eru tvær.„Fara í rafvæðingu samgangna og aðra umhverfisvæna kosti vegna þess að olían er sá þáttur þar sem við getum náð mestum árangri. Það er í fyrsta lagi og í öðru lagi er það kolefnisbindingin, að auka landgræðslu, skógrækt og endurheim votlendis og annað slíkt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Austurbæjarskóla.Vísir/VilhelmNýskráning bíla sem eingöngu ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verða ólögmætar árið 2030 nema ef um er að ræða undanþágur. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst,“ segir Guðmundur. Kolefnisgjald á bensín og dísel, sem var hækkað um 50 prósent í upphafi árs, verður hækkað í áföngum, um 10 prósent á næsta ári og 10 prósent til viðbótar árið 2020. Fjárfesta á í innviðum vegna rafvæðingar bílaflotans og rafvæðingar hafna en samtals verður varið um einum og hálfum milljarði í það verkefni. Fjórum milljörðum verður varið í kolefnisbindingu og fimm hundruð milljónum til nýsköpunar. Loks verður 800 milljónum varið til aðgerða eins og rannsóknum á súrnun sjávar. „Staðreyndin er bara sú að ef ekki fylgir fjármagn til þess að klára ákveðin mál sem lengi hafa verið á dagskrá sýnir reynslan að það gerist nú lítið,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Forsætisráðherra er bjartsýn á framhaldið„Það sem við gerum skiptir máli þó við séum ekki mörg sem hér búum. Við höfum slagkraf langt umfram fjölda,“ segir Katrín. Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. Aðgerðaráætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Fram kemur að 6,8 milljörðum króna verður varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm ár sem er margföldun miðað við fyrri ár.„Það er auðvitað fyrsti þátturinn að það hafa orðið algjör straumhvörf í fjárveitingum til þessa mikilvæga málaflokks að því að við vitum það að það þarf að fjárfesta í loftslagsmálum til þess að ná árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherraMegináherslur áætlunarinnar eru tvær.„Fara í rafvæðingu samgangna og aðra umhverfisvæna kosti vegna þess að olían er sá þáttur þar sem við getum náð mestum árangri. Það er í fyrsta lagi og í öðru lagi er það kolefnisbindingin, að auka landgræðslu, skógrækt og endurheim votlendis og annað slíkt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Austurbæjarskóla.Vísir/VilhelmNýskráning bíla sem eingöngu ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verða ólögmætar árið 2030 nema ef um er að ræða undanþágur. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst,“ segir Guðmundur. Kolefnisgjald á bensín og dísel, sem var hækkað um 50 prósent í upphafi árs, verður hækkað í áföngum, um 10 prósent á næsta ári og 10 prósent til viðbótar árið 2020. Fjárfesta á í innviðum vegna rafvæðingar bílaflotans og rafvæðingar hafna en samtals verður varið um einum og hálfum milljarði í það verkefni. Fjórum milljörðum verður varið í kolefnisbindingu og fimm hundruð milljónum til nýsköpunar. Loks verður 800 milljónum varið til aðgerða eins og rannsóknum á súrnun sjávar. „Staðreyndin er bara sú að ef ekki fylgir fjármagn til þess að klára ákveðin mál sem lengi hafa verið á dagskrá sýnir reynslan að það gerist nú lítið,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Forsætisráðherra er bjartsýn á framhaldið„Það sem við gerum skiptir máli þó við séum ekki mörg sem hér búum. Við höfum slagkraf langt umfram fjölda,“ segir Katrín.
Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira