Góður lokahringur Tiger dugði ekki til Anton Ingi Leifsson skrifar 10. september 2018 18:07 Tiger á fjórða hringnum í dag. vísir/getty Tiger Woods, einn besti golfari fyrr og síðar, var í toppbaráttunni á BMW-mótinu sem lauk í dag en hann endaði í sjöunda sætinu eftir mikla baráttu. Tiger átti góðan fyrsta hring en það aðeins af honum á öðrum hring. Á þriðja hringnum kom hann sér aftur í baráttuna og var því í baráttunni fyrir síðasta hringinn. Síðasta hringinn átti að leika í gær en honum var frestað vegna mikillar rigningar. Tiger átti góðan hring í dag og spilaði á 65 höggi, eða fimm undir pari og var að berjast við toppinn en Keegan Bradley og Billy Horschel spiluðu best á fjórða hringnum. Það dugði Bradley til að komast í bráðabana gegn Justin Rose. Tveir fuglar á síðustu þremur holunum tryggðu Bradley bráðabana. Rose gat tryggt sér sigurinn á átjándu holunni með að fá par en hann missti pútt og endaði holuna á skolla. Þeir enduðu því jafnir á 20 höggum undir pari. Eftir bráðabana var það svo Bradley sem stóð uppi sem sigurvegari eftir. Þeir spiluðu átjándu holuna í bráðabananum og fór Rose hana á fimm á meðan Bradley lék á pari, eða fjórum höggum. Tiger endaði í sjötta sætinu á samtals sautján höggum undir pari. Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods, einn besti golfari fyrr og síðar, var í toppbaráttunni á BMW-mótinu sem lauk í dag en hann endaði í sjöunda sætinu eftir mikla baráttu. Tiger átti góðan fyrsta hring en það aðeins af honum á öðrum hring. Á þriðja hringnum kom hann sér aftur í baráttuna og var því í baráttunni fyrir síðasta hringinn. Síðasta hringinn átti að leika í gær en honum var frestað vegna mikillar rigningar. Tiger átti góðan hring í dag og spilaði á 65 höggi, eða fimm undir pari og var að berjast við toppinn en Keegan Bradley og Billy Horschel spiluðu best á fjórða hringnum. Það dugði Bradley til að komast í bráðabana gegn Justin Rose. Tveir fuglar á síðustu þremur holunum tryggðu Bradley bráðabana. Rose gat tryggt sér sigurinn á átjándu holunni með að fá par en hann missti pútt og endaði holuna á skolla. Þeir enduðu því jafnir á 20 höggum undir pari. Eftir bráðabana var það svo Bradley sem stóð uppi sem sigurvegari eftir. Þeir spiluðu átjándu holuna í bráðabananum og fór Rose hana á fimm á meðan Bradley lék á pari, eða fjórum höggum. Tiger endaði í sjötta sætinu á samtals sautján höggum undir pari.
Golf Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira