Áfengisgjöldin þungur baggi á litlum brugghúsum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2018 20:00 Fjöldi bjórgerða á Íslandi hefur ríflega þrefaldast á liðnum árum en bjórgerðarmenn segja lítil fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld. Þeir telja að lækka megi álögur á nýsköpunarfyrirtæki. Mikil gróska hefur verið í bjórgerð á Íslandi á síðustu árum en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur fjöldi skráðra fyrirtækja í bjórgerð ríflega þrefaldast frá árinu 2008. Fjöldi skráðra bjórtegunda á Íslandi undanfarinn áratug.VísirÞau voru sex árið 2008 en nítján í fyrra. Ljóst er að fyrirtækin eru þó fleiri þar sem stærstu framleiðendurnir sem eru einnig í annarri framleiðslu eru ekki meðtaldir og ekki heldur allra minnstu einingarnar. Eigandi Reykjavík Brewing Co. og formaður samtaka handverksbrugghúsa segir brugghúsum á landsbyggðinni fjölga hratt. Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co.Vísir„Þau eru að þjóna sínu sveitarfélagi, eru að skapa atvinnu á svæðinu og laða til sín fólk. Ekki síst erlenda ferðamenn sem koma kannski gagngert í heimsókn í lítil sveitarfélög úti á landi til þess að upplifa stemninguna og fara í lítil brugghús," segir Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co. Hann segir rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja í bjórgerð erfitt þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld sem geti talið allt að 75% af framleiðslukostnaðinum við einn bjór hjá sér. „Það er heimild til þess í tilskipun frá Evrópusambandinu að lítil brugghús sem okkar fái allt að 50% niðurfellingu á áfengisgjöldum. Það eru dæmi um að þetta sé gert í öðrum Evrópulöndum þar sem eru há áfengisgjöld, líkt og í Noregi."Þórey Björk Halldórsdóttir og Ragnheiður Axel, eigendur Lady Brewery.VísirVinkonur sem stofnuðu örbrugghúsið Lady Brewery taka undir þetta og segja áfengisgjöldin þungan bagga á litlum fyrirtækjum. „Við erum að vinna með vöru sem er skattlögð áður en hún fer út úr húsi og áður en hún er jafnvel seld. Þetta eru fyrirfram greiddir skattar og þegar það er 300 til 400 króna skattur á hverjum seldum bjór skilar það sér í ótrúlega háu vöruverði," segir Ragnheiður Axel, annar eigenda Lady Brewery. Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Fjöldi bjórgerða á Íslandi hefur ríflega þrefaldast á liðnum árum en bjórgerðarmenn segja lítil fyrirtæki eiga erfitt uppdráttar þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld. Þeir telja að lækka megi álögur á nýsköpunarfyrirtæki. Mikil gróska hefur verið í bjórgerð á Íslandi á síðustu árum en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hefur fjöldi skráðra fyrirtækja í bjórgerð ríflega þrefaldast frá árinu 2008. Fjöldi skráðra bjórtegunda á Íslandi undanfarinn áratug.VísirÞau voru sex árið 2008 en nítján í fyrra. Ljóst er að fyrirtækin eru þó fleiri þar sem stærstu framleiðendurnir sem eru einnig í annarri framleiðslu eru ekki meðtaldir og ekki heldur allra minnstu einingarnar. Eigandi Reykjavík Brewing Co. og formaður samtaka handverksbrugghúsa segir brugghúsum á landsbyggðinni fjölga hratt. Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co.Vísir„Þau eru að þjóna sínu sveitarfélagi, eru að skapa atvinnu á svæðinu og laða til sín fólk. Ekki síst erlenda ferðamenn sem koma kannski gagngert í heimsókn í lítil sveitarfélög úti á landi til þess að upplifa stemninguna og fara í lítil brugghús," segir Sigurður Pétur Snorrason, eigandi RVK Brewing Co. Hann segir rekstrarumhverfi lítilla fyrirtækja í bjórgerð erfitt þar sem stór hluti veltunnar fari í áfengisgjöld sem geti talið allt að 75% af framleiðslukostnaðinum við einn bjór hjá sér. „Það er heimild til þess í tilskipun frá Evrópusambandinu að lítil brugghús sem okkar fái allt að 50% niðurfellingu á áfengisgjöldum. Það eru dæmi um að þetta sé gert í öðrum Evrópulöndum þar sem eru há áfengisgjöld, líkt og í Noregi."Þórey Björk Halldórsdóttir og Ragnheiður Axel, eigendur Lady Brewery.VísirVinkonur sem stofnuðu örbrugghúsið Lady Brewery taka undir þetta og segja áfengisgjöldin þungan bagga á litlum fyrirtækjum. „Við erum að vinna með vöru sem er skattlögð áður en hún fer út úr húsi og áður en hún er jafnvel seld. Þetta eru fyrirfram greiddir skattar og þegar það er 300 til 400 króna skattur á hverjum seldum bjór skilar það sér í ótrúlega háu vöruverði," segir Ragnheiður Axel, annar eigenda Lady Brewery.
Áfengi og tóbak Íslenskur bjór Viðskipti Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent