Lifði af hryðjuverkin í Útey: „Lifðum af því hann var upptekinn að skjóta aðra“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2018 13:30 Kamzy verður í ítarlegu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir að vera aðeins þrítug hefur Khamshajiny Gunaratnam, eða Kamzy eins og hún er alltaf kölluð, verið varaborgarstjóri Oslóar undanfarin þrjú ár. Leið hennar þangað var þó hvorki auðveld né sársaukalaus, en Kamzy er ein fjölmargra ungmenna úr ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins sem voru stödd í Útey 22. júlí 2011. Henni tókst að sleppa undan hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik, sem myrti alls 69 manns á eyjunni, með því að synda um 500 metra leið í land.Heyrði lík falla til jarðar „Ég heyrði lík falla til jarðar og ég man að strákurinn sem ég synti með, hann var að synda baksund. Hann sneri sér svo við og ítrekaði að ég ætti að synda beint áfram og horfa bara fram fyrir mig. Ég spurði hvers vegna, en hann útskýrði það ekki. Þegar við vorum komin í land útskýrði hann að þegar við vorum komin tíu metra út í vatnið hafi Breivik staðið á klettunum rétt fyrir ofan okkur og ástæðan fyrir því að við lifðum af var sú að hann var upptekinn við að skjóta krakkana sem urðu eftir,“ segir Kamzy.Mikilvægt að læra af voðaverkunum Hún var hér á landi um helgina í tengslum við frumsýningu nýrrar norskrar kvikmyndar um voðaverkin. Hún segir erfitt að endurupplifa atburðina á hvíta tjaldinu, en jafnframt nauðsynlegt – enda hafi norskt samfélag ekki lært nægilega af atburðunum. Þannig kjósi Norðmenn oft að líta á voðaverkin sem einhvers konar slys eða náttúruhamfarir, frekar en að uppræta þau samfélagsmein sem sköpuðu Anders Behring Breivik.Ítarlega verður rætt við Kamzy í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax að loknum kvöldfréttum. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Hryðjuverk í Útey Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira
Þrátt fyrir að vera aðeins þrítug hefur Khamshajiny Gunaratnam, eða Kamzy eins og hún er alltaf kölluð, verið varaborgarstjóri Oslóar undanfarin þrjú ár. Leið hennar þangað var þó hvorki auðveld né sársaukalaus, en Kamzy er ein fjölmargra ungmenna úr ungliðahreyfingu norska Verkamannaflokksins sem voru stödd í Útey 22. júlí 2011. Henni tókst að sleppa undan hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik, sem myrti alls 69 manns á eyjunni, með því að synda um 500 metra leið í land.Heyrði lík falla til jarðar „Ég heyrði lík falla til jarðar og ég man að strákurinn sem ég synti með, hann var að synda baksund. Hann sneri sér svo við og ítrekaði að ég ætti að synda beint áfram og horfa bara fram fyrir mig. Ég spurði hvers vegna, en hann útskýrði það ekki. Þegar við vorum komin í land útskýrði hann að þegar við vorum komin tíu metra út í vatnið hafi Breivik staðið á klettunum rétt fyrir ofan okkur og ástæðan fyrir því að við lifðum af var sú að hann var upptekinn við að skjóta krakkana sem urðu eftir,“ segir Kamzy.Mikilvægt að læra af voðaverkunum Hún var hér á landi um helgina í tengslum við frumsýningu nýrrar norskrar kvikmyndar um voðaverkin. Hún segir erfitt að endurupplifa atburðina á hvíta tjaldinu, en jafnframt nauðsynlegt – enda hafi norskt samfélag ekki lært nægilega af atburðunum. Þannig kjósi Norðmenn oft að líta á voðaverkin sem einhvers konar slys eða náttúruhamfarir, frekar en að uppræta þau samfélagsmein sem sköpuðu Anders Behring Breivik.Ítarlega verður rætt við Kamzy í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax að loknum kvöldfréttum. Brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan.
Hryðjuverk í Útey Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Sjá meira