Hrókurinn fagnar 20 árum með stórmóti í Ráðhúsinu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. september 2018 06:00 Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins. Félagsskapurinn hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum í gegnum tíðina. Vísir/Eyþór Um þessari mundir eru 20 ár liðin frá stofnun skákfélagsins Hróksins. Á þessum árum hafa Hróksliðar að mestu einbeitt sér að útbreiðslu skáklistarinnar á Íslandi og Grænlandi, þar sem skáklandnám Hróksins hófst árið 2003. Keppnisskapið var sannarlega mikið hjá Hróksliðum í upphafi. Yfirlýst markmið félagsins við stofnun var að senda lið til keppni í 4. deild Íslandsmóts skákfélaga og vinna sig rakleitt á toppinn á minnsta mögulega tíma. Það hafðist og varð Hrókurinn Íslandsmeistari skákfélaga árin 2002, 2003 og 2004.Hrókurinn hefur staðið fyrir skáklandnámi á Grænlandi.Vísir/PjeturÁ undanförnum árum hefur Hrókurinn farið í þúsundir heimsókna í skóla um allt land þar sem skákbókinni Skák og mát hefur verið dreift til fimm árganga þriðjubekkinga. Alls eru þetta 25 þúsund eintök. „Í gegnum 20 ára sögu hefur Hrókurinn heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og staðið fyrir ótal viðburðum, jafnt í skólum, athvörfum, fangelsum, sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra og víðar, undir kjörorðum félagsins: Við erum ein fjölskylda,“ segir í fréttatilkynningu frá Hróknum í tilefni 20 ára afmælisins. Tuttugu ára afmæli Hróksins verður fagnað með margvíslegum hætti. Á miðvikudaginn hefst hátíð í Kullorsuq, sem er 450 manna bær á norðvesturströnd Grænlands. Með í för verða sirkuslistamenn og skákkennari. Dagana 14. og 15. september verður afmælishátíð Hróksins haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Heiðursgestur mótsins er stórmeistarinn Regina Pokorna, sem tefldi með sigursælum sveitum Hróksins á sínum tíma. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, flytur setningarávarp mótsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leikur fyrsta leikinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Um þessari mundir eru 20 ár liðin frá stofnun skákfélagsins Hróksins. Á þessum árum hafa Hróksliðar að mestu einbeitt sér að útbreiðslu skáklistarinnar á Íslandi og Grænlandi, þar sem skáklandnám Hróksins hófst árið 2003. Keppnisskapið var sannarlega mikið hjá Hróksliðum í upphafi. Yfirlýst markmið félagsins við stofnun var að senda lið til keppni í 4. deild Íslandsmóts skákfélaga og vinna sig rakleitt á toppinn á minnsta mögulega tíma. Það hafðist og varð Hrókurinn Íslandsmeistari skákfélaga árin 2002, 2003 og 2004.Hrókurinn hefur staðið fyrir skáklandnámi á Grænlandi.Vísir/PjeturÁ undanförnum árum hefur Hrókurinn farið í þúsundir heimsókna í skóla um allt land þar sem skákbókinni Skák og mát hefur verið dreift til fimm árganga þriðjubekkinga. Alls eru þetta 25 þúsund eintök. „Í gegnum 20 ára sögu hefur Hrókurinn heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og staðið fyrir ótal viðburðum, jafnt í skólum, athvörfum, fangelsum, sjúkrahúsum, dvalarheimilum aldraðra og víðar, undir kjörorðum félagsins: Við erum ein fjölskylda,“ segir í fréttatilkynningu frá Hróknum í tilefni 20 ára afmælisins. Tuttugu ára afmæli Hróksins verður fagnað með margvíslegum hætti. Á miðvikudaginn hefst hátíð í Kullorsuq, sem er 450 manna bær á norðvesturströnd Grænlands. Með í för verða sirkuslistamenn og skákkennari. Dagana 14. og 15. september verður afmælishátíð Hróksins haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Heiðursgestur mótsins er stórmeistarinn Regina Pokorna, sem tefldi með sigursælum sveitum Hróksins á sínum tíma. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, flytur setningarávarp mótsins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leikur fyrsta leikinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira