Ekki áhugi á að afnema milljónahlunnindin Jóhann Óli Eiðsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 29. september 2018 08:45 Andrés Ingi vill ekki afnema núverandi fyrirkomulag. Fréttablaðið/Eyþór Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna, starfsliðs þingflokka, formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingi síðastliðin fimm ár nemur tæplega 110 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Kostnaðurinn var mestur árin 2013 og 2014, rúmar 28 milljónir króna, en hefur síðan þá dregist saman um helming en kostnaðurinn var rétt rúmar 14 milljónir í fyrra. Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna einna hefur minnkað úr tæpum 18 milljónum árið 2013 í rúmar átta í fyrra. Sé litið til starfsliðs þingflokka og formanna flokka hefur kostnaðurinn farið úr rúmri milljón í rúmlega 750.000. Árið í fyrra var þó næstdýrasta árið hjá viðkomandi. Þá hefur kostnaður hjá starfsliði skrifstofu Alþingis helmingast frá 2013, farið úr 9,5 milljónum í tæpar fimm. Langstærstur hluti upphæðarinnar rennur til Símans hf. en í svarinu segir að skrifstofa þingsins leiti ekki tilboða vegna farsíma og nettengingar þingmanna heldur velji þeir þjónustuaðila sjálfir. Hvað starfsmenn skrifstofu þingsins varðar var tilboða leitað hjá Símanum og Vodafone árið 2013 og tilboði Símans tekið. Andrés Ingi segir við Fréttablaðið að lækkun undanfarinna ára endurspegli ef til vill þróun á markaði, en tekur fram að hann hafi ekki náð að skoða svarið almennilega. „Ég bað hins vegar um meðalkostnað til að sjá hvað hver einstaklingur væri að kosta. Það fylgir ekki með þarna þannig að það er pínu erfitt að meta þróunina fyrst maður er bara með heildarstöðuna. Það er kannski pínu klúður hjá mér að hafa ekki orðað þetta skýrar.“ Ekki á að afnema þetta fyrirkomulag að mati Andrésar Inga. Hann segir að símar og góð nettenging séu grundvallarþættir í því að þingmenn og starfsmenn þingsins geti sinnt starfi sínu vel. „Eins og náttúrulega á fleiri vinnustöðum. Ég reikna með því að það sé víða sem fyrirtæki dekki sambærilegan kostnað hjá starfsmönnum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna, starfsliðs þingflokka, formanna flokka og starfsliðs skrifstofu Alþingi síðastliðin fimm ár nemur tæplega 110 milljónum króna. Þetta kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna. Kostnaðurinn var mestur árin 2013 og 2014, rúmar 28 milljónir króna, en hefur síðan þá dregist saman um helming en kostnaðurinn var rétt rúmar 14 milljónir í fyrra. Kostnaður við farsíma og nettengingar þingmanna einna hefur minnkað úr tæpum 18 milljónum árið 2013 í rúmar átta í fyrra. Sé litið til starfsliðs þingflokka og formanna flokka hefur kostnaðurinn farið úr rúmri milljón í rúmlega 750.000. Árið í fyrra var þó næstdýrasta árið hjá viðkomandi. Þá hefur kostnaður hjá starfsliði skrifstofu Alþingis helmingast frá 2013, farið úr 9,5 milljónum í tæpar fimm. Langstærstur hluti upphæðarinnar rennur til Símans hf. en í svarinu segir að skrifstofa þingsins leiti ekki tilboða vegna farsíma og nettengingar þingmanna heldur velji þeir þjónustuaðila sjálfir. Hvað starfsmenn skrifstofu þingsins varðar var tilboða leitað hjá Símanum og Vodafone árið 2013 og tilboði Símans tekið. Andrés Ingi segir við Fréttablaðið að lækkun undanfarinna ára endurspegli ef til vill þróun á markaði, en tekur fram að hann hafi ekki náð að skoða svarið almennilega. „Ég bað hins vegar um meðalkostnað til að sjá hvað hver einstaklingur væri að kosta. Það fylgir ekki með þarna þannig að það er pínu erfitt að meta þróunina fyrst maður er bara með heildarstöðuna. Það er kannski pínu klúður hjá mér að hafa ekki orðað þetta skýrar.“ Ekki á að afnema þetta fyrirkomulag að mati Andrésar Inga. Hann segir að símar og góð nettenging séu grundvallarþættir í því að þingmenn og starfsmenn þingsins geti sinnt starfi sínu vel. „Eins og náttúrulega á fleiri vinnustöðum. Ég reikna með því að það sé víða sem fyrirtæki dekki sambærilegan kostnað hjá starfsmönnum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira