Kærastinn með hýra augað úrskurðaður karlrembulegur í Svíþjóð Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. september 2018 08:34 Myndin hefur orðið nær óþrjótandi uppspretta gríns á Internetinu. Vísir Sænska auglýsingaeftirlitið hefur úrskurðað að Internetfyrirbrigðið (e. meme) „Distracted Boyfriend“, sem sýnir lofaðan mann renna hýru auga til annarrar konu þar sem hann er í för með unnustu sinni, brjóti í bága við jafnréttisviðmið. Úrskurðurinn er gefinn út vegna notkunar fyrirtækisins Bahnhof á myndinni í auglýsingu sinni. Umrætt fyrirbrigði hefur náð mikilli útbreiðslu í meðförum netverja undanfarin ár og er yfirleitt notað til að túlka glímu við ýmiss konar freistingar. Ókunnuga, rauðklædda konan á myndinni táknar iðulega freistinguna og hinn heillaði kærasti táknar oftast þann sem er við það að falla í freistni. Bahnhof nýtti sér vinsældir myndarinnar til að auglýsa laus störf sem í boði voru hjá fyrirtækinu. Kærastinn var þar látinn vera vænlegir umsækjendur, þ.e. „þú“, sú rauðklædda var Bahnhof og hneykslaða kærastan tók sér stöðu núverandi vinnuveitanda. Lesendur geta glöggvað sig á auglýsingunni hér að neðan. Bahnhof bárust fjölmargar kvartanir vegna myndarinnar, sem þótti stuðla að kynjamisrétti. Úrskurður sænska auglýsingaeftirlitsins staðfestir þessar aðfinnslur en í honum segir að auglýsingin sé bæði niðrandi fyrir konur og karla. Þannig séu báðar konurnar hlutgerðar, og sú rauðklædda jafnframt á kynferðislegan hátt. Þá feli auglýsingin í sér skaðlegar staðalímyndir um karla á grundvelli þess að maðurinn á myndinni líti niður á konur og hlutgeri þær. Úrskurðir auglýsingaeftirlitsins er þó aðeins ráðgefandi en samt sem er áður er gert ráð fyrir að sænsk fyrirtæki fari eftir þeim. Í yfirlýsingu frá Bahnhof segir að auglýsingunni hafi aðeins verið ætlað að varpa jákvæðu ljósi á fyrirtækið í augum umsækjenda. Norðurlönd Samfélagsmiðlar Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Sænska auglýsingaeftirlitið hefur úrskurðað að Internetfyrirbrigðið (e. meme) „Distracted Boyfriend“, sem sýnir lofaðan mann renna hýru auga til annarrar konu þar sem hann er í för með unnustu sinni, brjóti í bága við jafnréttisviðmið. Úrskurðurinn er gefinn út vegna notkunar fyrirtækisins Bahnhof á myndinni í auglýsingu sinni. Umrætt fyrirbrigði hefur náð mikilli útbreiðslu í meðförum netverja undanfarin ár og er yfirleitt notað til að túlka glímu við ýmiss konar freistingar. Ókunnuga, rauðklædda konan á myndinni táknar iðulega freistinguna og hinn heillaði kærasti táknar oftast þann sem er við það að falla í freistni. Bahnhof nýtti sér vinsældir myndarinnar til að auglýsa laus störf sem í boði voru hjá fyrirtækinu. Kærastinn var þar látinn vera vænlegir umsækjendur, þ.e. „þú“, sú rauðklædda var Bahnhof og hneykslaða kærastan tók sér stöðu núverandi vinnuveitanda. Lesendur geta glöggvað sig á auglýsingunni hér að neðan. Bahnhof bárust fjölmargar kvartanir vegna myndarinnar, sem þótti stuðla að kynjamisrétti. Úrskurður sænska auglýsingaeftirlitsins staðfestir þessar aðfinnslur en í honum segir að auglýsingin sé bæði niðrandi fyrir konur og karla. Þannig séu báðar konurnar hlutgerðar, og sú rauðklædda jafnframt á kynferðislegan hátt. Þá feli auglýsingin í sér skaðlegar staðalímyndir um karla á grundvelli þess að maðurinn á myndinni líti niður á konur og hlutgeri þær. Úrskurðir auglýsingaeftirlitsins er þó aðeins ráðgefandi en samt sem er áður er gert ráð fyrir að sænsk fyrirtæki fari eftir þeim. Í yfirlýsingu frá Bahnhof segir að auglýsingunni hafi aðeins verið ætlað að varpa jákvæðu ljósi á fyrirtækið í augum umsækjenda.
Norðurlönd Samfélagsmiðlar Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira