Segir Icelandair ekki hafa sýnt fram á ávinning Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2018 08:00 Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR „Fyrirtækið hefur ekki sýnt fram á fjárhagslegan ávinning af þessari óskiljanlegu aðför sem setur líf fjölmargra starfsmanna úr skorðum,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, um þá ákvörðun Icelandair að bjóða 118 flugfreyjum og -þjónum í hlutastarfi að velja á milli uppsagnar og þess að fara í fullt starf. Félagið hefur mótmælt ákvörðuninni harðlega. „Við lítum svo á að þetta sé gróft brot á kjarasamningi. Það hefur skapast hefð fyrir umræddum hlutastörfum. Við munum ekki una við einhliða ákvörðun Icelandair.“ Hún bendir á að í gegnum tíðina hafi Icelandair óskað eftir því að flugfreyjur og -þjónar taki að sér hlutastörf þegar erfiðleikar hafi steðjað að hjá fyrirtækinu til að koma í veg fyrir hópuppsagnir. Berglind segir starfsumhverfi flugfreyja og -þjóna ólíkt flestum störfum. „Fyrirtækið ákveður upp á sitt einsdæmi hvort starfsmenn skuli vinna yfirvinnu. Fjarvera frá heimili getur verið um 240 stundir á mánuði fyrir fullt starf og skyldi því engan undra að margir óski eftir því að vera í hlutastarfi.“ Þá segir Berglind ákvörðunina aðför að kvennastétt. 99 prósent þeirra sem verði fyrir uppsögnum séu konur. „Stjórnendur Icelandair ákveða nú, árið 2018, að hverfa aftur til fyrri tíma þegar réttindi kvenna á vinnumarkaði voru takmörkuð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
„Fyrirtækið hefur ekki sýnt fram á fjárhagslegan ávinning af þessari óskiljanlegu aðför sem setur líf fjölmargra starfsmanna úr skorðum,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, um þá ákvörðun Icelandair að bjóða 118 flugfreyjum og -þjónum í hlutastarfi að velja á milli uppsagnar og þess að fara í fullt starf. Félagið hefur mótmælt ákvörðuninni harðlega. „Við lítum svo á að þetta sé gróft brot á kjarasamningi. Það hefur skapast hefð fyrir umræddum hlutastörfum. Við munum ekki una við einhliða ákvörðun Icelandair.“ Hún bendir á að í gegnum tíðina hafi Icelandair óskað eftir því að flugfreyjur og -þjónar taki að sér hlutastörf þegar erfiðleikar hafi steðjað að hjá fyrirtækinu til að koma í veg fyrir hópuppsagnir. Berglind segir starfsumhverfi flugfreyja og -þjóna ólíkt flestum störfum. „Fyrirtækið ákveður upp á sitt einsdæmi hvort starfsmenn skuli vinna yfirvinnu. Fjarvera frá heimili getur verið um 240 stundir á mánuði fyrir fullt starf og skyldi því engan undra að margir óski eftir því að vera í hlutastarfi.“ Þá segir Berglind ákvörðunina aðför að kvennastétt. 99 prósent þeirra sem verði fyrir uppsögnum séu konur. „Stjórnendur Icelandair ákveða nú, árið 2018, að hverfa aftur til fyrri tíma þegar réttindi kvenna á vinnumarkaði voru takmörkuð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44 Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23 Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Sjá meira
Flugfreyjur í áfalli vegna afarkosta Icelandair Flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair hefur verið gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar næstkomandi ellegar missa vinnuna. 19. september 2018 22:44
Flugfreyjur standa frammi fyrir fordæmislausri baráttu Flugfreyjufélag Íslands hefur undirbúið stefnu til Félagsdóms vegna ákvörðunar Icelandair um að flugfreyjur skuli aðeins vinna fullt starf. 20. september 2018 12:23
Líkir aðgerðunum við þá tíma þegar barnsburður og gifting jafngilti uppsögn Berglind segir sorglegt að sitja árið 2018 og skrifa um aðför að kvennastétt. 24. september 2018 14:31