Tvöfalt dýrara í Vaðlaheiðargöngin en Hvalfjarðargöngin Gissur Sigurðsson skrifar 24. september 2018 13:03 Hægt verður að skrá sig í áskrift á netinu. Fréttablaðið/Auðunn Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. Þetta á bæði við um fólksbíla og stóra flutningambíla þannig að gjöld verði um 2000 krónur fyrir fólksbíla og allt að 6000 krónur fyrir stóra bíla. Þetta er þó ekki endanlega ákveðið að sögn Valgeirs Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga.Morgunblaðið greindi frá verðhugmyndunum í morgun en Valgeir minnir á að gjaldskráin sé enn í mótun. „Það eiga eftir að koma afsláttarkjör og slíkt fyrir þá sem keyra og nota göngin mikið,“ segir Valgeir. Hann reiknar með um tvöföldu verði á við það sem verið hefur í Hvalfirðinum. Þar hefur stök ferð á fólksbíl kostað 1000 krónur en allt að 3400 krónur fyrir staka ferð stærstu ökutækja. Gjaldtöku í Hvalfirði verður hætt þann 28. september.Áætluð verklok 30. nóvember. Rukkun fyrir norðan verður þó með ólíkum hætti. Valgeir segir stefnt á að hafa göngin sjálfvirk að því leyti. Menn geti keypt áskrift á netinu eða með appi þar sem fólk leggur til greiðslukortaupplýsingar. Valgeir segir að Vaðlaheiðargöng reikni með um 800 milljónum króna á ári í tekjur vegna gjaldtöku. Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og sagði Valgeir, í samtali við Stöð 2 á dögunum, mikilvægt að festa niður dagsetningu verkloka. Að neðan má sjá myndband frá því þegar Tryggvi Páll Tryggvason, fréttamaður Vísis norðan heiða, ók í gegnum göngin. Myndbandið er spilað á sexföldum hraða. Hvalfjarðargöng Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Búast má við að veggjöld um Vaðlaheiðargöng sem opnuð verða á næstunni verði allt að tvöfalt hærri en verið hafi um Hvalfjarðargöng og muni skila um 800 milljónum króna á ári. Þetta á bæði við um fólksbíla og stóra flutningambíla þannig að gjöld verði um 2000 krónur fyrir fólksbíla og allt að 6000 krónur fyrir stóra bíla. Þetta er þó ekki endanlega ákveðið að sögn Valgeirs Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga.Morgunblaðið greindi frá verðhugmyndunum í morgun en Valgeir minnir á að gjaldskráin sé enn í mótun. „Það eiga eftir að koma afsláttarkjör og slíkt fyrir þá sem keyra og nota göngin mikið,“ segir Valgeir. Hann reiknar með um tvöföldu verði á við það sem verið hefur í Hvalfirðinum. Þar hefur stök ferð á fólksbíl kostað 1000 krónur en allt að 3400 krónur fyrir staka ferð stærstu ökutækja. Gjaldtöku í Hvalfirði verður hætt þann 28. september.Áætluð verklok 30. nóvember. Rukkun fyrir norðan verður þó með ólíkum hætti. Valgeir segir stefnt á að hafa göngin sjálfvirk að því leyti. Menn geti keypt áskrift á netinu eða með appi þar sem fólk leggur til greiðslukortaupplýsingar. Valgeir segir að Vaðlaheiðargöng reikni með um 800 milljónum króna á ári í tekjur vegna gjaldtöku. Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og sagði Valgeir, í samtali við Stöð 2 á dögunum, mikilvægt að festa niður dagsetningu verkloka. Að neðan má sjá myndband frá því þegar Tryggvi Páll Tryggvason, fréttamaður Vísis norðan heiða, ók í gegnum göngin. Myndbandið er spilað á sexföldum hraða.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira