Undrast ofurlaunahækkun hjá mörgum sveitarfélaganna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. september 2018 07:30 "Þetta er tími sem er gaman að koma inn og líka tími sem er mikilvægt að við séum á varðbergi varðandi allt utanumhald um þetta samfélag,“ segir Karl M. Karlsson, nýr oddviti og sveitarstjóri Kjósarhrepps. fréttablaðið/anton brink Fyrrverandi fjármálastjóri Alþingis gagnrýnir að á sama tíma og undið var ofan af umdeildri 44 prósenta launahækkun til alþingismanna hafi æðstu stjórnendur margra sveitarfélaga tekið alla hækkunina. Á meðan þurfi almennt starfsfólk meðan þurfi almennt starfsfólk að berjast fyrir eðlilegum launum. Ætlar að vinda ofan af afleiðingunum. „Ég taldi að ég gæti komið að gagni í þessu litla samfélagi. Og ég fékk góða kosningu og er orðinn oddviti og sveitarstjóri,“ segir Karl Magnús Kristjánsson, fyrrverandi fjármálastjóri og aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Karl er alinn upp í Kjósinni og hefur ásamt eiginkonu sinni átt lögheimili á Eystri-Fossá í landi Fossár í Hvalfirði síðustu tíu árin. Karl hefur verið varamaður í hreppsnefnd Kjósarhrepps og í stjórn nýlega stofnaðrar hitaveitu. Er hann lét af störfum á Alþingi vegna aldurs var hann hvattur til að gefa kost á sér í persónukosningum til hreppsnefndar. Eitt af fyrstu verkefnum Karls í Kjósinni segir hann vera að vinda ofan af afleiðingum umdeildrar ákvörðunar kjararáðs frá í hitteðfyrra um að hækka þingfararkaup alþingismanna um 44 prósent. „Ég er að takast á við hagræðingu í rekstri hreppsins og rek mig strax á mjög sérkennilega stöðu sem er komin upp hjá litlu sveitarfélögunum. Þegar þingfararkaup var hækkað upp úr öllu valdi þá hækkuðu nefndarmenn og flestir æðstu stjórnendur og millistjórnendur í sveitarfélögum um sömu upphæð,“ segir Karl sem kveður þessa nálgun hafa skotið skökku við miðað við hvernig Alþingi sjálft tók á ákvörðun kjararáðs. „Forysta þingsins taldi þetta vera glórulausa hækkun en allt of mörg sveitarfélög hoppuðu bara á vagninn í góðri trú og eru að leggja á skattborgarana óeðlilegar hækkanir á launum nefnda og yfirmanna,“ segir Karl. Hjá Alþingi hafi hann fengið það hlutverk að gera tillögur um hvernig tryggja mætti að heildargreiðslur til þingmanna myndu lækka um um það bil 20 prósent frá því sem var með úrskurði kjararáðs. Með því myndu þeir fylgja almennum launabreytingum undanfarinna ára. „Það tókst með því að lækka svokallaðan starfskostnað þingmanna og lækka fastan ferðakostnað. Síðan kem ég hingað og þá sé ég sveitarfélag sem er að fylgja þessum óeðlilegu hækkunum í góðri trú. Og engir eru gagnrýndir nema þingmennirnir sem eru þó búnir að samþykkja að eitthvað skyldi gert á móti,“ segir Karl. „Það hefur komið mér á óvart að æðstu stjórnendur margra sveitarfélaga hafa ekki sýnt gagnrýni og festu þegar þeir fengu þessa miklu hækkun á meðan almennt starfsfólk sveitarfélaganna er að berjast við að fá sanngjörn, eðlileg laun.“ Karl kveðst hafa lýst því yfir fyrir hreppsnefndarkosningarnar að brýnt væri að yfirfara og jafnvel endurskoða rekstur hreppsins og stofnana hans, ekki síst vegna mikilla fjárfestinga svo sem hjá Kjósarveitum sem hafa byggt upp glæsilega hitaveitu og hreppurinn samtímis fjárfest í eigin ljósleiðarakerfi. „Ég sagði að við þyrftum að velta við hverjum steini. Enda var mitt fyrsta verk að leggja til tuttugu prósenta lækkun á öllum nefndargreiðslum í hreppnum. Því var tekið ágætlega og það var samstaða um það.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30 Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30 Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00 Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Sjá meira
Fyrrverandi fjármálastjóri Alþingis gagnrýnir að á sama tíma og undið var ofan af umdeildri 44 prósenta launahækkun til alþingismanna hafi æðstu stjórnendur margra sveitarfélaga tekið alla hækkunina. Á meðan þurfi almennt starfsfólk meðan þurfi almennt starfsfólk að berjast fyrir eðlilegum launum. Ætlar að vinda ofan af afleiðingunum. „Ég taldi að ég gæti komið að gagni í þessu litla samfélagi. Og ég fékk góða kosningu og er orðinn oddviti og sveitarstjóri,“ segir Karl Magnús Kristjánsson, fyrrverandi fjármálastjóri og aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Karl er alinn upp í Kjósinni og hefur ásamt eiginkonu sinni átt lögheimili á Eystri-Fossá í landi Fossár í Hvalfirði síðustu tíu árin. Karl hefur verið varamaður í hreppsnefnd Kjósarhrepps og í stjórn nýlega stofnaðrar hitaveitu. Er hann lét af störfum á Alþingi vegna aldurs var hann hvattur til að gefa kost á sér í persónukosningum til hreppsnefndar. Eitt af fyrstu verkefnum Karls í Kjósinni segir hann vera að vinda ofan af afleiðingum umdeildrar ákvörðunar kjararáðs frá í hitteðfyrra um að hækka þingfararkaup alþingismanna um 44 prósent. „Ég er að takast á við hagræðingu í rekstri hreppsins og rek mig strax á mjög sérkennilega stöðu sem er komin upp hjá litlu sveitarfélögunum. Þegar þingfararkaup var hækkað upp úr öllu valdi þá hækkuðu nefndarmenn og flestir æðstu stjórnendur og millistjórnendur í sveitarfélögum um sömu upphæð,“ segir Karl sem kveður þessa nálgun hafa skotið skökku við miðað við hvernig Alþingi sjálft tók á ákvörðun kjararáðs. „Forysta þingsins taldi þetta vera glórulausa hækkun en allt of mörg sveitarfélög hoppuðu bara á vagninn í góðri trú og eru að leggja á skattborgarana óeðlilegar hækkanir á launum nefnda og yfirmanna,“ segir Karl. Hjá Alþingi hafi hann fengið það hlutverk að gera tillögur um hvernig tryggja mætti að heildargreiðslur til þingmanna myndu lækka um um það bil 20 prósent frá því sem var með úrskurði kjararáðs. Með því myndu þeir fylgja almennum launabreytingum undanfarinna ára. „Það tókst með því að lækka svokallaðan starfskostnað þingmanna og lækka fastan ferðakostnað. Síðan kem ég hingað og þá sé ég sveitarfélag sem er að fylgja þessum óeðlilegu hækkunum í góðri trú. Og engir eru gagnrýndir nema þingmennirnir sem eru þó búnir að samþykkja að eitthvað skyldi gert á móti,“ segir Karl. „Það hefur komið mér á óvart að æðstu stjórnendur margra sveitarfélaga hafa ekki sýnt gagnrýni og festu þegar þeir fengu þessa miklu hækkun á meðan almennt starfsfólk sveitarfélaganna er að berjast við að fá sanngjörn, eðlileg laun.“ Karl kveðst hafa lýst því yfir fyrir hreppsnefndarkosningarnar að brýnt væri að yfirfara og jafnvel endurskoða rekstur hreppsins og stofnana hans, ekki síst vegna mikilla fjárfestinga svo sem hjá Kjósarveitum sem hafa byggt upp glæsilega hitaveitu og hreppurinn samtímis fjárfest í eigin ljósleiðarakerfi. „Ég sagði að við þyrftum að velta við hverjum steini. Enda var mitt fyrsta verk að leggja til tuttugu prósenta lækkun á öllum nefndargreiðslum í hreppnum. Því var tekið ágætlega og það var samstaða um það.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30 Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30 Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00 Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Sjá meira
Vill að almenningur komi í auknum mæli að ákvörðunum um laun þingmanna Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að laun kjörinna fulltrúa séu of há. 24. ágúst 2018 18:30
Grunnlaun borgarfulltrúa hafa hækkað um 133 þúsund krónur Síðan borgarfulltrúar afþökkuðu 44 prósenta launahækkun kjararáðs hafa grunnlaun þeirra hækkað um 22,4 prósent frá því sem þau voru fyrir. 6. september 2018 07:30
Hringrásarhækkun launa fylgifiskur arftaka kjararáðs Ein umsögn barst um fyrirhugaðar breytingar á ýmsum lögum vegna brottfalls kjararáðs. Drögin nú byggjast á vinnu starfshóps sem forsætisráðherra skipaði um málefnið. 26. júlí 2018 08:00
Ekki ljóst hverjir fengu meira en almenna hækkun kjararáðs Í árslok 2011 felldi kjararáð úr gildi launalækkanir sem fylgdu eftir efnahagshrunið. Ákvörðun um launaflokk og yfirvinnueiningar hvers embættis fyrir sig voru sendar hverjum og einum í pósti en ekki birtar. 7. ágúst 2018 08:00